Miðvikudagurinn 25. apríl 2018

Laugardagurinn 19. maí 2012

«
18. maí

19. maí 2012
»
20. maí
Fréttir

Leiðtogar G8-ríkjanna: Vilja öflugt og samhent evru-samstarf með þátttöku Grikkja

Leiðtogar átta stærstu iðnríkja heims (G8-ríkjanna) áréttuðu laugardaginn 19. maí stuðning sinn við „öflugt og samhent“ evru-samstarf með þátttöku Grikkja. Þeir lögðu einnig áherslu á að vinna að hagvexti og aðhaldi í ríkisfjármálum. Barack Obama Bandaríkja­forseti bauð leiðtogum G8-ríkjanna til fun...

Alexis Tsipras: Falli evran í Grikklandi leiðir það til falls í fleiri ríkjum - stíga ber varlega til jarðar

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, bandalags vinstrisinna á Grikklandi, segir að neyðist Grikkir til að slíta evru-samstarfinu muni það leiða til hruns evru-kerfisins í heild.

Spánn: Opinber hallarekstur meiri en talið var

El Pais, spænska dagblaðið segir nýjar tölur benda til að halli á opinberum rekstri á Spáni á síðasta ári, sem talinn hefur verið 8,51% af vergri landsframleiðslu kunni að vera enn meiri vegna þess að rekstrarhalli einstakra svæðis­stjórna hafi verið meiri en þær hafi gefið upp. Nýjar upplýsingar bendi til að Madrid hafi gefið upp tvo milljarða evra meira í tekjur en raun verði á.

Spiegel: Áhyggjur af fjárflótta frá Suður-Evrópu

Þýzka tímaritið Der Spiegel segir, að í Suður-Evrópu sé nú talin vaxandi hætta á fjárflótta úr bönkum (bank-run) og að sumir sér­fræðingar telji nauðsynlegt að Seðlabanki Evrópu grípi tl aðgerða áður en í óefni verði komið. Fréttir frá Grikklandi og Spáni benda til þess að fólk taki jafnt og þétt sparifé sitt úr bönkum og komi því fyrir annars staðar.

Írland: Bankana vantar enn 4 milljarða evra

Sér­fræðingar Deutsche Bank segja, að írskir bankar þurfi á að halda 4 milljörðum evra til viðbótar til að mæta útlánatöpum. Írsk stjórnvöld hafa lagt bönkunum til 63 milljarða evra á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í Daily Telegraph, sem segir efasemdir um, að Írland geti að óbreyttu sótt fé á alþjóðlega fjármála­markaði frá ársbyrjun 2014 eins og að er stefnt.

Fundur G-8 ríkja: Obama og Hollande á einu máli um vaxta­rstefnu

Fundur leiðtoga G-888 ríkjanna hófst í gærkvöldi með kvöldverði í Camp Davis. Honum lýkur í kvöld, laugardagskvöld en á morgun og mánudag sitja flestir leiðtoganna fund leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Chicago.

Leiðarar

Pukur, græðgi og lítilmennska vegna IPA-styrkja

IPA-styrkir Evrópu­sambandsins eru til umræðu á alþingi á lokadögum þinghaldsins í vor. Þingmenn ræða annars vegar tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkis­stjórnina til að semja um þessa styrki og hins vegar frumvarp til laga aðferðir við að veita styrkina og skattfrelsi þeirra.

Pistlar

Bændur og ESB IV: Málefnaleg barátta skilar árangri

„Það leynir sér ekki að það er byrjað að undirbúa aðlögun íslensks landbúnaðar að sameiginlegri landbúnaðar­stefnu Evrópu­sambandsins,“ sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bænda­samtaka Íslands, við Morgunblaðið laugardaginn 5. maí 2012. Hann ræddi þar um fyrirhugaða kortagerð og undirbúning að landf...

Í pottinum

Og enn lofar Jóhanna nýjum störfum!!

Atvinnuvandamálum Íslendinga hefur enn einu sinni verið bjargað. Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra hefur gefið nýja yfirlýsingum um fjölgun starfa á næstu árum. Að vísu ber fjölmiðlum ekki saman um hve mörgum störfum hún lofaði í gær. Af fréttum RÚV mátti skilja að um 10 þúsund störf væri að ræða.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS