Föstudagurinn 13. desember 2019

Þriðjudagurinn 22. maí 2012

«
21. maí

22. maí 2012
»
23. maí
Fréttir

Alexis Tsipras í Berlín: Róttækir vinstrisinnar vilja Grikki áfram með evru

„Grikkir gætu notað evru áfram þótt róttækir vinstrisinnar vinni komandi þingkosningar,“ sagði Alexis Tsipras, formaður Syriza, bandalags grískra vinstri sinna, á fundi með blaðamönnum í Berlín þriðjudaginn 22. maí. „Atkvæði greitt til vinstri þýðir ekki að við verðum að hætta að nota evru. Þvert...

Ekki lengur þingmeirihluti fyrir framhaldi ESB-viðræðna án þjóðar­atkvæða­greiðslu - einsdæmi að utanríkis­mála­nefnd umsóknarríkis snúist gegn viðræðum

Í umræðum á alþingi þriðjudaginn 22. maí kom fram að ekki væri lengur meirihluti á alþingi fyrir því að halda ESB-aðildarviðræðunum áfram og að einsdæmi væri að meirihluti utanríkis­mála­nefndar umsóknarríkis teldi óhjákvæmilegt að leita álits þjóðar sinnar á framhaldi aðildarviðræðna vegna óánægju ne...

Spiegel: Hollande á eftir að vinna þingkosningar

Der Spiegel vekur athygli á því að pólitísk staða Francois Hollande ráðist af úrslitum þingkosninganna, sem fram fara í Frakklandi hinn 10. og 17. júní. Án meirihluta í franska þinginu hafi Hollande takmörkuð völd og pólitísk lömun taki við. Tímaritið segir að ný ríkis­stjórn Frakklands sé eins konar...

Útgáfa evruskulda­bréfa í miðpunkti átaka milli Þjóðverja og Frakka

Útgáfa evru­bréfa er að komast í brennidepil átaka á milli Þjóðverja og Frakka og mun móta umræður á óformlegum leiðtogafundi ESB á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í Irish Times í dag.

Obama: Samstaða að nást meðal evruríkja um fjórþættar aðgerðir

Obama Bandaríkja­forseti telur, að ESB-ríkin séu að ná saman um fjórþættar aðgerðir til þess að takast á við vanda evru­svæðisins að því er fram kemur á Reuters í dag. Í fyrsta lagi að byggja upp eldvarnarveggi (firewalls) til þess að tryggja að önnur ríki sem eru á réttri leið verði ekki fyrir áföllum vegna þess að markaðir hafi áhyggjur af Grikkland.

OECD: Hagvöxtur í Þýzkalandi, Frakklandi, Bretlandi-samdráttur á evru­svæðinu

OECD spáir því að hagvöxtur í Þýzkalandi verði 1,2% á þessu ári, 0,6% í Frakklandi og 0,5% í Bretlandi. Hins vegar verði samdráttur í heild á evru­svæðinu, sem nemi 0,1% á þessu ári. Þá gerir stofnunin ráð fyrir, að samdráttur á Spáni í ár verði 1,6% og 5,3% í Grikklandi. Hins vegar verði 8,2% vöxtur í Kína í ár og 2,4% í Bandaríkjunum.

Leiðarar

Þýski sendiherrann réttir Summa hjálparhönd - segir hann hafa ríkari rétt en Vínarsamninginn

Hermann Sausen, sendiherra Þýskalands á Íslandi, ritar Davíð Oddssyni, rit­stjóra Morgunblaðsins, opið bréf þriðjudaginn 22. maí og tekur upp hanskann fyrir Timo Summa, sendiherra ESB, á Íslandi. Sendiherrann hefur farið um landið og rekið áróður fyrir aðild Íslands að Evrópu­sambandinu. Þýski sendihe...

Í pottinum

Samantekt Morgunblaðsins á loforðum Jóhönnu og Steingríms J. um fjölgun starfa er ljótur lestur

Í Morgunblaðinu í dag er að finna samantekt Baldurs Arnarsonar, blaðamanns á loforðum ríkis­stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um fjölgun starfa. Það er ljótur lestur. Í upphafi lofuðu stjórnar­flokkarnir 11 aðgerðum, sem mundu skapa „ríflega 4000 ársverk á næstu misserum.“

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS