Fimmtudagurinn 30. júní 2022

Laugardagurinn 26. maí 2012

«
25. maí

26. maí 2012
»
27. maí
Fréttir

Alþingi styrkir Evrópu­vaktina að nýju

Evrópu­vaktin hefur að nýju hlotið styrk frá alþingi í því skyni að stuðla að umræðum um málefni sem tengjast umsókn Íslands um aðild að Evrópu­sambandinu. Við úthlutun ársins 2012 fær Evrópu­vaktin 1,5 m. kr. í styrk vegna umsóknar um málþing og úttektir.

Könnun á vegum 365: Tæp 60% vilja þjóðar­atkvæða­greiðslu á næstunni um framhald aðildarviðræðna við ESB - afstaða alþingis­manna stangast á við meirihluta­vilja kjósenda

Meirihluti alþingis­manna hafnaði fimmtudaginn 24. maí tillögu um að borið yrði undur atkvæði þjóðar­innar hvort draga ætti aðildarumsóknina að ESB til baka. Þessi skoðun meirihluta þingmanna stangast á við meirihluta­vilja þjóðar­innar ef marka má niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið birtir laugardagi...

Írland: 39% með ríkisfjármálasamningi-30% á móti

Um 39% Íra ætla að greiða atkvæði með ríkisfjármálasamningi 25 ESB-ríkja nú í lok mánaðarins en 30% á móti. Skv. frétt Irish Times í morgun eru 33% óákveðnir og 9% segjast ekki ætla að greiða atkvæði. Blaðið segir að fylgi við samninginn hafi aukizt um 9 prósentustig frá síðustu könnun en andstaða hafi aukizt um 7 prósentustig.

Lagarde: Hugsa meira um börnin í Afríku en fólkið í Aþenu-það er komið að skuldadögum

Christine Lagarde, for­stjóri AGS segist hugsa meira um fátæku börnin í Afríku en Grikki. Börnin í Afríku sæki skóla tvo klukkutíma á dag, þrjú börn skiptist á um einn stól en þau hafi mikinn metnað til að læra. Hún segir að þessi börn þurfi frekar aðstoð en fólkið í Aþenu. Nú sé komið að skuldadögum hjá Grikkjum. Þeir hafi haft það gott. Nú verði að borga.

Evrukreppan: Catalóníu vantar peninga-franskir bankar búa sig undir brottför Grikkja

Auðugusta sjálf­stjórnar­svæði Spánar, Catalonia, tilkynnti í gær að það þyrfti á aðstoð frá spænska ríkinu að halda til þess að borga reikninga sína um mánaðamót og hefði ekki lengur möguleika á að endurfjármagna skuldir sínar. Forsvarsmaður Catalóníu sagði að það skipti ekki máli hvernig sú aðstoð yrði veitt. Catalóníumenn yrðu að borga um hver mánaðamót.

Evrukreppan: Bretar undirbúa takmörkun á fjölda innflytjenda

Theresa May, innanríkis­ráðherra Breta, segir í Daily Telegraph í dag, að undirbúningur sé hafinn að því að takmarka komur innflytjenda til Bretlands í því tilviki að evran hrynji. Fólk í aðildarríkjum ESB fyrir utan Rúmeníu og Búlgaríu getur leitað sér vinnu í hvaða landi sem er innan Evrópu­sambandsins.

Leiðarar

Alvara innan ESB – leikaraskapur á Íslandi

Alvarlegar umræður eru hafnar milli áhrifamanna í Þýskalandi og Frakklandi á opinberum vettvangi um hvort gefa eigi út evru-skulda­bréf. Í útgáfunni mundi felast að allar þjóðir á evru-svæðinu öxluðu sameiginlega ábyrgð á skuldum. Þjóðverjar ábyrgðust skuldir Grikkja og gerðu þeim kleift að taka meira fé að láni en þeir hafa burði til af eigin rammleik.

Pistlar

Þrautir Evrópu

Evrópu­menn upplifa nú niðurlægingarskeið álfunnar. Hagkerfi hennar er staðnað og er talið vera dragbítur á hagvöxt í heiminum. Sameiginlegur gjaldmiðill 17 ríkja Evrópu­sambandsins, ESB, er á fallanda fæti. Atvinnulausum fjölgar ískyggilega í ESB og stjórnmálalegur órói dylst engum.

Í pottinum

Samaras segir Tsipras handbendi nýrra ólígarka-hrægammar vilja kaupa Grikkland fyrir lítið

Þau tíðkast nú breiðu spjótin í kosningabaráttunni í Grikklandi. Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðis­flokksins (það er hinn gamli flokkur Karamanlis, sem varð fyrsti forsætis­ráðherra Grikklands eftir að herforingja­stjórnin hrökklaðist frá) sakar nú Alexis Tsipras, leiðtoga SYRIZA, bandalags vinstri flokka um að vera eins konar handbendi spekúlanta, sem veðji á að drakman verði tekin upp á ný.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS