Alþingi styrkir Evrópuvaktina að nýju
Evrópuvaktin hefur að nýju hlotið styrk frá alþingi í því skyni að stuðla að umræðum um málefni sem tengjast umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Við úthlutun ársins 2012 fær Evrópuvaktin 1,5 m. kr. í styrk vegna umsóknar um málþing og úttektir.
Meirihluti alþingismanna hafnaði fimmtudaginn 24. maí tillögu um að borið yrði undur atkvæði þjóðarinnar hvort draga ætti aðildarumsóknina að ESB til baka. Þessi skoðun meirihluta þingmanna stangast á við meirihlutavilja þjóðarinnar ef marka má niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið birtir laugardagi...
Írland: 39% með ríkisfjármálasamningi-30% á móti
Um 39% Íra ætla að greiða atkvæði með ríkisfjármálasamningi 25 ESB-ríkja nú í lok mánaðarins en 30% á móti. Skv. frétt Irish Times í morgun eru 33% óákveðnir og 9% segjast ekki ætla að greiða atkvæði. Blaðið segir að fylgi við samninginn hafi aukizt um 9 prósentustig frá síðustu könnun en andstaða hafi aukizt um 7 prósentustig.
Lagarde: Hugsa meira um börnin í Afríku en fólkið í Aþenu-það er komið að skuldadögum
Christine Lagarde, forstjóri AGS segist hugsa meira um fátæku börnin í Afríku en Grikki. Börnin í Afríku sæki skóla tvo klukkutíma á dag, þrjú börn skiptist á um einn stól en þau hafi mikinn metnað til að læra. Hún segir að þessi börn þurfi frekar aðstoð en fólkið í Aþenu. Nú sé komið að skuldadögum hjá Grikkjum. Þeir hafi haft það gott. Nú verði að borga.
Evrukreppan: Catalóníu vantar peninga-franskir bankar búa sig undir brottför Grikkja
Auðugusta sjálfstjórnarsvæði Spánar, Catalonia, tilkynnti í gær að það þyrfti á aðstoð frá spænska ríkinu að halda til þess að borga reikninga sína um mánaðamót og hefði ekki lengur möguleika á að endurfjármagna skuldir sínar. Forsvarsmaður Catalóníu sagði að það skipti ekki máli hvernig sú aðstoð yrði veitt. Catalóníumenn yrðu að borga um hver mánaðamót.
Evrukreppan: Bretar undirbúa takmörkun á fjölda innflytjenda
Theresa May, innanríkisráðherra Breta, segir í Daily Telegraph í dag, að undirbúningur sé hafinn að því að takmarka komur innflytjenda til Bretlands í því tilviki að evran hrynji. Fólk í aðildarríkjum ESB fyrir utan Rúmeníu og Búlgaríu getur leitað sér vinnu í hvaða landi sem er innan Evrópusambandsins.
Alvara innan ESB – leikaraskapur á Íslandi
Alvarlegar umræður eru hafnar milli áhrifamanna í Þýskalandi og Frakklandi á opinberum vettvangi um hvort gefa eigi út evru-skuldabréf. Í útgáfunni mundi felast að allar þjóðir á evru-svæðinu öxluðu sameiginlega ábyrgð á skuldum. Þjóðverjar ábyrgðust skuldir Grikkja og gerðu þeim kleift að taka meira fé að láni en þeir hafa burði til af eigin rammleik.
Evrópumenn upplifa nú niðurlægingarskeið álfunnar. Hagkerfi hennar er staðnað og er talið vera dragbítur á hagvöxt í heiminum. Sameiginlegur gjaldmiðill 17 ríkja Evrópusambandsins, ESB, er á fallanda fæti. Atvinnulausum fjölgar ískyggilega í ESB og stjórnmálalegur órói dylst engum.
Samaras segir Tsipras handbendi nýrra ólígarka-hrægammar vilja kaupa Grikkland fyrir lítið
Þau tíðkast nú breiðu spjótin í kosningabaráttunni í Grikklandi. Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (það er hinn gamli flokkur Karamanlis, sem varð fyrsti forsætisráðherra Grikklands eftir að herforingjastjórnin hrökklaðist frá) sakar nú Alexis Tsipras, leiðtoga SYRIZA, bandalags vinstri flokka um að vera eins konar handbendi spekúlanta, sem veðji á að drakman verði tekin upp á ný.