Lloyd's of London býr sig undir að Grikkir segi skilið við evruna
Richard Ward, framkvæmdastjóri Lloyd‘s of London, samnefnara fyrir stærstu tryggingasamsteypu heims hefur viðurkennt opinberlega að gripið hafi verið til aðgerða til að búa fyrirækið undir upplausn á evrru-svæðinu og það hafi minnkað áhættu sína eins og frekast er kostur komi til stórvandræða í evru-samstarfinu.
Grikkir heyja Facebókarstríð gegn Lagarde
Grikkir heyja nú Facebókarstríð gegn Christine Lagarde, forstjóra AGS vegna athugasemda hennar um skattsvik í Grikklandi , en frá þeim hefur verið sagt hér á Evrópuvaktinni. Um 10 þúsund mótmælabréf hafa birtzt á síðu hennar á Facebook. Evangelos Venizelos, leiðtogi PASOK segir að Lagarde hafi með orðum sínum móðgað grísku þjóðina.
Þýzkaland: Minnkandi fylgi Kristilegra demókrata-jafnaðarmenn sækja á
Ný skoðanakönnun, sem birt var í Þýzkalandi í dag bendir til minnkandi fylgis Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel. Stuðningur við CDU/CSU mælist nú 32% skv. könnun, sem birt er í Bild am Sonntag.
Norski keppandinn hélt í hefðina - lenti í 11. sinn í neðsta sæti
Ekkert land hefur oftar hafnað í neðsta sæti í Evrópusöngvakeppninni en Noregur.
Einkaþjónn páfa hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn innan Páfagarðs á fréttaleka til fjölmiðla. Saksóknarar páfadóms hafa veitt Paolo Gabriele (46 ára) stöðu grunaðs í rannsókn vegna stuldar á trúnaðarskjölum. Fjölmiðlum hafa borist skjöl sem talin eru sýna spillingu, óstjórn og valdastreitu í æðstu stjórn Páfagarðs.
Verður Facebókin helzti vígvöllur forsetakosninganna?
Grikkir hafa fundið athyglisverða aðferð til þess að ná sér niðri á valdamönnum. Daily Telegraph segir að 10 þúsund mótmælabréf hafi verið send inn á Facebókarsíðu Christine Lagarde eftir að hún sagðist vera meira með hugann við börn í Afríku en vandamál Grikkja og gerði athugasemdir við léleg skattskil Grikkja. Lagarde sá sína sæng upp reidda og dró í land.