Sunnudagurinn 7. mars 2021

Þriðjudagurinn 29. maí 2012

«
28. maí

29. maí 2012
»
30. maí
Fréttir

Ögmundur: Verkefnið að ná samkomulagi um dagsetningu þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB

Ögmundur Jónasson, innanríkis­ráðherra og þingmaður VG lýsti því yfir í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld, þriðjudagskvöld, að hann teldi að verkefnið nú væri að ná samkomulagi um dagsetningu þjóðar­atkvæða­greiðslu þar sem eftirfarandi spurning yrði borin upp: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópu­sambandið?

Tillögur um útþynningu á sjávar­útvegs­stefnu ESB - skilyrðum frestað til 2020 - bit tekið úr banni við brottkasti - óvissa um lok samninga í hópi ráðherra

Ríkis­stjórnir ESB-ríkja draga lappirnar við endurskoðun sjávar­útvegs­stefnu ESB að mati þeirra sem berjast fyrir verndun fisk­stofna. Richard Black, rit­stjóri umhverfismála hjá BBC, segir að nú sé rætt um fimm ára frestun á meginmarkmiði stefnunnar um sjálfbæra fisk­stofna frá 2015 fyrir tilstuðlan banns við brottkasti og úreldingar skipa með framseljanlegum veiðiheimildum.

Þóra sammála Ólafi Ragnari: Hafnar ráðgefandi þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB - tekur upp hanskann fyrir Jóhönnu

Þóra Arnórs­dóttir forsetaframbjóðandi hét því í ræðu sem hún flutti þegar kosningaskrifstofa hennar var opnuð mánudaginn 28. maí að sjá til þess að þjóðin ætti lokaorðið í „hreinni og beinni atkvæða­greiðslu“ um afstöðuna til ESB-aðildar. Sjálf tók hún ekki afstöðu til ESB-málsins og taldi að forseti...

Markaðir hækkuðu við opnun í morgun

Markaðir í Evrópu hækkuðu við opnun í morgun, þrátt fyrir spennu á markaði vegna Spánar. Þannig hafði London hækkað um 0,23% um kl. níu í morgun að íslenzkum tíma, Frankfurt um 0,59% og París um 0,30% en brezku blöðin segja að staðan sé erfiðari í Madrid.

Bretland: Æðstu menn ræða viðbrögð við vanda evru­svæðisins

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, kallaði nokkra æðstu stjórnendur brezka ríkisins saman til fundar í gær til þess að ræða viðbrögð við hugsanlegu falli evru­svæðisins í kjölfar frétta frá Spáni um vanda banka þar. Á fundinum voru nokkrir helztu ráðherrar ríkis­stjórnar­innar, Sir Mervyn King, banka­stjóri Englandsbanka og Turner, lávarður, stjórnar­formaður FSA, brezka fjármála­eftirlitsins.

Spánn: Vaxandi efasemdir um getu stjórnvalda til að ráða við vanda Bankia og anarra banka

Mikil spenna ríkir nú um stöðu Spánar bæði á fjármálamörkuðum og í höfuðborgum evruríkja. Ástæðan er efasemdir um getu spænskra stjórnvalda til þess að leysa annars vegar fjárþörf Bankia, eins stærsta banka Spánar og hins vegar vaxandi fjárhagsvanda einstakra sjálf­stjórnar­svæða á Spáni og þá ekki sízt Catalóníu og Andalúsíu. Bankia fór sl.

Leiðarar
Í pottinum

Af hverju skrökvar Magnús Orri Schram að jafnöldrum sínum?

Magnúsi Orra Schram, þingmanni Samfylkingar var tíðrætt í eldhúsdagsumræðunum í kvöld, þriðjudagskvöld, um basl unga fólksins á Íslandi nú og fyrr. Hann vill losa unga fólkið undan þessu basli með aðild að Evrópu­sambandinu og lofar lækkun á matarverði, lækkun á vöxtum og að fólk geti farið að ferðast á ný. Í hvaða veröld ætli þessi ungi þingmaður lifi?

PASOK, SYRIZA og Lilja Móses­dóttir

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með því hvernig SYRIZA, sem er bandalag nokkurra smá­flokka á vinstri kantinum í Grikklandi hefur ýtt PASOK, hinum hefðbundna flokki sósíalista til hliðar í pólitíkinni þar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS