Damanaki fær liðsstyrk frá Washington í baráttunni fyrir framsalskerfi á kvóta
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og Jane Lubchenco, forstöðumaður Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (National Oceanic and Atmospheric Administration NOAA), lýstu föstudaginn 1. júní samstöðu um gildi þess að koma á framsalskerfi á aflakvótum í því skyni að bjarga fiskstofnum. Damanaki...
Írar samþykkja ríkisfjármálasamning ESB með 60,3% í þjóðaratkvæðagreiðslu
Írar samþykktu aðild að ríkisfjármálasamningi ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu fimmtudaginn 31. maí. Riona Ni Fhlanghaile, formaður landskjörstjórnar kynnti úrslitinn síðdegis föstudaginn 1. júní og sagði að 60,3% kjósenda hefðu stutt fullgildingu írska þingsins á samningnum. Samkvæmt honum er unnt að gr...
Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, óttast að evru-samstarfið verði að engu náist ekki tafarlaust samkomulag um nýskipan sameiginlegrar fjármálastjórnar aðildarríkjanna 17. „Eins og málum er nú háttað og með núverandi skipan er verulega hætta á að evru-samstarfið verði að engu,“ segir Olli Rehn við ...
Grikkland: Könnun sýnir Syriza með mesta fylgið
Í síðustu könnun sem gríska blaðið Kathimerini mun birta fyrir þingkosningarnar í Grikklandi 17. júní nk. kemur fram að vinstra bandalagið Syriza hefur örugga forystu meðal stjórnmálaflokkanna en nær þó ekki meirihluta á þingi. Syriza fær 31,5%, Nýi lýðræðisflokkurinn 25,5% (mið-hægri), Pasok 13,5...
Meiri fjármagnsflótti er nú frá Spáni en nokkru sinni fyrr vegna orðróms um að ríkisstjórn landsins verði að leita neyðaraðstoðar vegna hruns bankakerfisins. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, segir evru-svæðið „ekki lífvænlegt“ að óbreyttu.
Forsætisráðherra Íra sannfærður um þjóðarsamþykkt ríkisfjármálasamnings
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, sagðist föstudaginn 1. júní vera sannfærður um að ríkisfjármálsamningur ESB hefði verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu Íra fimmtudaginn 31. maí. Talning atvæða hófst klukkan 08.00 að íslenskum tíma föstudaginn 1. júní og verða úrslit kunn síðar sama dag. Í...
Atvinnuleysi eykst enn innan ESB - er nú að meðaltali 11% á evru-svæðinu
Atvinnuleysi á evru-svæðinu jókst enn í apríl-mánuði samkvæmt tölum sem birtar voru föstudaginn 1. júní og er það nú að meðaltali 11% á svæðinu en mest á Spáni 24,3%. Um 17,4 milljónir manna voru án atvinnu í evru-ríkjunum 17 og jókst fjöldinn um 110.000 í apríl segir í frétt frá Eurostat, hagstofu ...
Fyrst Icesave, síðan ESB - Steingrímur J. gengur erinda Samfylkingarinnar
Atli Gíslason og Jón Bjarnason sátu í þingflokki vinstri-grænna (VG) vorið 2009 þegar unnið var að gerð Icesave-samningsins undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar. Vakti mikla athygli hve hratt þeir félagar unnu að málinu og hve mikil áhersla var lögð á að knýja fram samþykki...
Steingrímur J. tekur þátt í leikritinu í kringum Timo Summa
Þetta þingskjal var lagt fram föstudaginn 1. júní 2012: Svar efnahags- og viðskiptaráðherra [Steingríms J. Sigfússonar við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um áhrif ESB á umræður um ESB-aðild. 1. Hver er skoðun ráðherra á því að ESB, með fjármunum og þátttöku sendiherra og ...