Michalis Sarris: Kýpur verður að leita eftir neyðaraðstoð til að endurfjármagna bankana
Michalis Sarris, stjórnarformaður Cyprus Popular Bank, næst stærsta banka Kýpur segir í viðtali við AP-fréttastofuna, að Kýpur verði að sækja um neyðaraðstoð til Evrópusambandsins til þess að endurfjármagna bankana, sem hafi orðið illa úti vegna vandamála Grikkja. Jafnframt segir Sarris að Kýpur verði að vera tilbúin til að taka erfiðar ákvarðanir í fjármálum lýðveldisins.
BBC: Obama óþolinmóður gagnvart Evrópu
Obama, Bandaríkjaforseti, hvatti evrópska leiðtoga í dag til þess að taka erfiðar ákvarðanir, sem væru nauðsynlegar til að komast hjá frekari efnahagslegum samdrætti. Forsetinn sagði að Bandaríkin mundu veita Evrópuríkjum þann stuðning, sem þau þyrfu á að halda til að koma í framkvæmd erfiðum ákvörðunum.
Alexis Tsipras: Segjum engum opinberum starfsmanni upp-þurfum ekki ráð frá öðrum löndum
Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, bandalags smáflokka til vinstri í Grikklandi, sagði á fundi í gær, að flokkur hans mundi ekki segja upp neinum opinberum starfmanni komist flokkurinn til valda í þingkosningunum 17. júní n.k. og muni leggja eigið mat á stöðuna í opinbera geiranum án samráðs við verke...
Fitch lækkar lánshæfismat Spánar um þrjú stig
Fitch lækkaði lánshæfismat Spánar um þrjú stig í gær niður í BBB. Rökin fyrir þessari ákvörðun er kostnaður við endurskipulagningu og endurfjármögnun spænsku bankanna. Lánshæfismatsfyrirtækið telur, að Spánn þurfi 60 milljarða evra og allt að 100 milljarða evra í versta falli til að bjarga bönkunum ...
Reuters: Símafundur evruráðherranna hefst kl. 14.00
BBC segíst í morgun hafa heimildir fyrir því að fjármálaráðherrar evruríkja muni á símafundi í dag ræða neyðaraðstoð vegna spænskra banka. Heimildir BBC hjá Evrópusambandinu segja að stjórnvöld í Madrid kunni að leggja fram slíka beiðni nú um helgina.
Maria Damanaki á Grænlandi - hefur aldrei heimsótt Ísland
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, heimsækir Grænland 7. til 9. júní. Fimmtudaginn 7. júni var hún í Ilulissat og skoðaði fiskvinnslu Royal Greenland auk þess sem siglt var með hana um Disko-flóa. Damanaki verður í Nuuk-höfuðstað Grænlands föstudaginn 8. júní og hittir grænlenska ráðamenn. Á f...
Merkel setur Hollande í vanda með því að viðra nú hugmyndir um tveggja hraða ESB
François Hollande Frakklandsforseti virðist ekki una því vel að rætt sé um frekara pólitískt samstarf undir merkjum ESB segir Le Figaro föstudaginn 8. júní. Hann sé ekki sammála Angelu Merkel Þýskalandskanslara að slíkt samstarf sé nauðsynlegt til að takast á við evru-vandann. Í blaðinu er minnt ...
Tillögur ESB um bankana eru málefnalegur sigur fyrir Ísland
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í fyrradag nýjar tillögur um starfsemi banka, sem Michel Barnier, sem fer með málefni fjármálageirans í framkvæmdastjórninni hefur unnið að undanfarin misseri. Sagt var frá efni þessara tillagna hér á Evrópuvaktinni í gær. Grunnhugsunin í hinum nýju tillögum framkvæmdastjórnarinnar er sú, að skattgreiðendur eigi ekki að taka á sig tap vegna bankareksturs.
Útlínur kosningabaráttu að skýrast: Aðildarumsóknin-stjórnarskrá-Icesave
Útlínur kosningabaráttunnar fyrir næstu þingkosningar eru að byrja að skýrast, þótt ekki sé ljóst hvenær kosið verður. Aðildarumsóknin að ESB verður lykilatriði í kosningabaráttunni.