Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna krefjast þess af Spánverjum að þeir endurskipuleggi fjármálakerfi sitt í stað aðstoðar við spænska vandræðabanka sagði háttsettur embættismaður ESB við AFP-fréttastofuna síðdegis laugardaginn 9. júní. Fyrr um daginn efndu ráðherrarnir til fjarfundar um vandann á Spáni...
Vandræðabankar nýtt skotmark ESB-embættismanna til bjargar evrunni
Framkvæmdastjórn ESB hótar að beita samkeppnisreglum sambandsins til að loka vandræðabönkum í Grikklandi, Portúgal og á Spáni. ATE-bankinn á Grikklandi er fyrsti bankinn sem skoðaður verður í þessu ljósi. Reglur ESB um ríkisaðstoð eiga að koma í veg fyrir að ríkisstjórnir einstakra landa misbeiti valdi sínu og raski samkeppni sem aðstoð við vandræðabanka.
Þýskur ráðherra kallaður á teppið vegna innflutnings frá Kabúl
Dirk Niebel, þróunarráðherra Þýskalands, hefur sætt gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir að hafa látið flytja afganskt teppi fyrir sig frá Kabúl til Berlínar ókeypis með flugvél leyniþjónustunnar. Talsmaður ráðherrans sagði að öll opinber gjöld vegna teppisins yrðu innt af hendi. Tollar voru ekki greiddir þegar teppið kom til Berlínar í síðasta mánuði.
Finnland: Rússneskur hershöfðingi varar Finna við of nánu samsarfi við NATÓ
Nikolai Makarov, rússneskur hershöfðingi, sem er æðsti stjórnandi rússneska heraflans og aðstoðarutanríkisráðhera Rússlands segir að aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu yrði ógnun við Rússland.
Ítalía: Hrun í trausti fólks á Mario Monti
Skoðanakönnun á Ítalíu, sem birt var í gær bendir il að stuðningur kjósenda við ríkisstjórn Mario Monti og þann þingmeirihluta, sem hún byggir á fari minnkandi. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Blaðið segir að niðurstöðurnar endurspegli vonbrigði almennings með minnkandi hagvöxt á evrusvæðinu og óákveðni evrópskra stjórnmálaleiðtoga frammi fyrir evrukreppunni.
Frakkland: UMP á í vök að verjast-Le Pen sækir á
UMP, flokkur Sarkozy fyrrum Frakklandsforseta, á í vök að verjast í frönsku þingkosningunum að mati Financial Times. Ein af ástæðunum er sú, að flokkurinn gengur foringjalaus til kosninga en eftirmaður Sarkozy verður ekki valinn fyrr en í haust. Francois Fillon, fyrrum forsætisráðherra Sarkozy segir að Hollande skilji ekki að undir fótum Evrópubúa sé efnahagslegt eldfjall að brjótast um.
Olíuverð fer lækkandi vegna minnkandi hagvaxtar í Kína
Olíuverð á markaði í London hefur lækkað svo mjög að það hefur ekki verið lægra í 17 mánuði. Ástæðan er að sögn BBC áhyggjur af þróun efnahagsmála í Kína en hægi á hagvexti í Kína minnkar eftirspurn eftir eldsneyti þar. Olíuverð hefur líka sveiflast niður á við á köflum á markaði í Bandaríkjunum. Þó hefur tunnan af Brent hráolíu staðið í nær 100 dollurum, sem er þó 25% lægra en verðið var í marz.
Enn ein örlagahelgi evru-samstarfsins
Enn ein helgin er gengin í garð þar sem þess er vænst að gripið verði til aðgerða til bjargar evrunni. Undanfarna daga hafa leiðtogar austan hafs og vestan skipst á yfirlýsingum um nauðsyn aðgerða. Þær eru eins og áður til skamms tíma og langs tíma.
Evru-krísan - leiðin til lausnar og breytinga á ESB
Hvað er krísa? Orðið hefur tvær merkingar. Önnur er þáttaskil: læknar tala um krísu sjúkdóms í þeim skilningi. Hin merkingin er óljósari en hún er að um sé að ræða ógnarvanda sem staðið geti í langan tíma. Ein ástæðan fyrir því að evru-krísan virðist svona gjörsamlega óviðráðanleg er að báðar merkingarnar eiga við um hana.
Hvað veldur nánum tengslum háskóla á Íslandi við Evrópusambandið?
Evrópusambandið virðist eiga hauka í horni, þar sem háskólar á Íslandi eru. Hvað ætli valdi því? Alþekkt er að hingað kemur fylking fyrirlesara á hverju ári til að flytja boðskap Evrópusambandsins í nafni Háskóla Íslands og í gær var málþing í Háskólanum á Akureyri, augljóslega í samstarfi við Evrópusambandið þar sem kynntar voru niðurstöður könnunar um þekkingu Íslendinga á Evópusambandinu.