Föstudagurinn 13. desember 2019

Þriðjudagurinn 12. júní 2012

«
11. júní

12. júní 2012
»
13. júní
Fréttir

Embættismenn ESB: Takmarka úttektarheimildir í grískum hraðbönkum og taka upp landamæra­eftirlit

Embættismenn ESB: Takmarka úttektarheimildir í grískum hraðbönkum og taka upp landamæra­eftirlit Embættismenn á evru-svæðinu hafa rætt áætlanir um að takmarka úttektarheimildir í hraðbönkum á Grikklandi, landamæra­eftirlit og gjaldeyris­eftirlit í nafni evru-svæðisins kæmi til þess að stjórnvöld í Aþenu ákveði að slíka evru-samstarfinu.

Vikið að Icesave-deilunni í samningsafstöðu Íslands gagnvart ESB - lofað að innleiða ákvæði varðandi stofnanir sem brjóta í bága við stjórnar­skrá

Í samningsafstöðu íslensku ríkis­stjórnar­innar vegna fjármálaþjónustu sem hefur verið kynnt ESB er vikið að Icesave-málaferlunum og látin í ljós sú von „að allir hlutað­eigandi aðilar munu virða niðurstöðu EFTA-dómstólsins varðandi þetta mál“. Hingað til hefur því verið haldið fram af hálfu íslenskra ...

Danmörk: Helle milli steins og sleggju

Um helmingur aðal­stjórnar Einingalistans í Danmörku hefur látið út ganga að ef ríkis­stjórn Helle Thorning-Schmidt geri samkomulag við Venstre um skattabreytingar muni Einingalistinn fella ríkis­stjórnina á þingi. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Blaðið segir spurninguna vera þá, hvort hægt sé að taka mark á þessari hótun.

Hundruð milljarða króna og 2.000 kínverskir farandverkamenn bíða eftir að komast til Grænlands - forseti Kína í Kaupmannahöfn í vikunni

Milljarðar danskra króna og 2.000 kínverskir farandverkamenna kunna að vera á leið til Grænlands segir í dönskum blöðum þriðjudaginn 12. júní. Þar kemur einnig fram að Danir kunni að eyðileggja eigið tækifæri til að hefja vinnslu járngrýtis og annarra verðmæta í jörðu á Grænlandi og í þeirra stað bj...

FT: Hjálparbeiðni frá Kýpur getur komið innan nokkurra daga

Financial Times segir í morgun, að búast megi við hjálparbeiðni frá Kýpur innan nokkurra daga og hefur eftir Vassos Shiarly, fjármála­ráðherra að beiðni Kýpur um neyðaraðstoð kunni að snúast um fleira en aðstoð við banka.

Evrópa: Hluta­bréf í bönkum lækka í verði-olíuverð lækkar

Þótt markaðir í Evrópu hafi hækkað við opnun í morgun hafa hluta­bréf í bönkum fallið í verði á nýjan leik. London hafði hækkað um 0,14% skömmu fyrir kl.

Leiðarar

Íslendingar læri af evru-vandanum - sjái í gegnum blekkingarnar

Frá fyrstu dögum ferðarinnar í átt að bandaríkjum Evrópu sem hófst með Kola- og stál­sambandinu fyrir rúmum sextíu árum hafa hugmyndasmiðirnir lagt áherslu á að vinna sem mest að framgangi hugsjóna sinna á bakvið tjöldin.

Í pottinum

Hvenær tekur grasrótin í ASÍ til hendi?

Atburðarásin innan Evrópu­sambandsins og þó sérstaklega á evru­svæðinu er orðin æsispennandi. Nú hefur Spánn neyðst til að fara fram á neyðaraðstoð þvert á fyrri yfirlýsingar. Einn af ráðherrum í spænsku ríkis­stjórninni sagði fyrir skömmu að „mennirnir í svörtu fötunum“ mundu ekki koma til Spánar og átti þá við eftirlitsmenn ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS