Grikkland: Þriggja flokka ríkisstjórn í aðsigi-viðræður flokksformanna ganga vel
Nú eru taldar líkur á að Antonis Samaras takist að mynda nýja ríkisstjórn í Grikklandi, jafnvel í dag, þriðjudag með þáttöku Nýja lýðræðisflokksins, PASOK og hugsanlega Lýðræðislega vinstri flokksins.Talsmaður NL segir við Reuters að búast megi við stjórnarmyndun í dag. Fundi á milli Samaras og K...
Antonis Samaras sem nú reynir að mynda ríkisstjórn í Grikklandi eftir að flokkur hans, Nýi lýðræðisflokkurinn (NL) sigraði í þingkosningunum sunnudaginn 17. júní er 62 ára að aldri. Hann hefur átt skrautlegan stjórnmálaferil til þess. Ungur að árum, 26 ára, varð hann þingmaður og 1989 utanríkisráðhe...
Finnland: 48% vilja ekki leggja fé af mörkum til að bjarga spænskum bönkum
Nærri helmingur Finna er andvígur því að finnska ríkið leggi fé af mörkum til aðstoðar spænskum bönkum, aðeins fjórðungur er hlynntur því að taka þátt í björgunaraðgerðunum.
Átök spænskra námumanna við lögreglu harðna
Spænskir námumenn hafa hannað eigin skotflaugar eins og sést að meðfylgjandi mynd til að fylgja eftir mótmælum sínum gegn aðgerðum stjórnvalda.
Juncker vill hraðar hendur við stjórnarmyndun í Grikklandi
Jean-Claude Juncker, formaður evru-ráðherraráðsins, segist vona að „með hraði“ verði mynduð ný ríkisstjórn í Grikklandi eftir kosningarnar sunnudaginn 17. júní. Hann segir miklu skipta að ný ríkisstjórn Grikklands taki aðlögunarmál að kröfu ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í sínar hendur. Um það haf...
Spænsk bréf í 7,1% í morgun-ítölsk yfir 6%
Ávöxtunarkrafan á 10 ára spænsk skuldabréf fór í 7,1% á eftirmarkaði í morgun og krafan á ítölsk bréf fór yfir 6%. Daily Telegraph túlkar þessa þróun á þann veg, að léttir markaða vegna úrslita þingkosninganna í Grikklandi hafi verið skammvinnur. Citigroup, einn stærsti banki í heimi telur óbreyttar...
Samaras reynir stjórnarmyndun-Óvíst hvort PASOK á aðild að stjórn eða veitir henni stuðning
Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í Grikklandi, sem vann sigur í þingkosningunum í gær, þótt SYRIZA, bandalag vinstri manna kæmi fast á eftir, mun væntanlega reyna stjórnarmyndun í dag.
Evrukreppan leystist ekki í Grikklandi í gær
Stjórnmálamenn í Evrópu og raunar víðar um heim eru rólegri eftir úrslit þingkosninganna í Grikklandi í gær en markaðir yppta öxlum.
Hræddur maður á ferð í stjórnarráðinu-Hvenær heldur Steingrímur J. fund með Jóhönnu?
Það er hræddur maður á ferð í stjórnarráðinu.