Grikkland: Stjórnarmyndun á lokastigi-flokkar ræða innri ágreining fyrir hádegi
Grísku flokkarnir þrír sem eru hlynntir samkomulagi við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) voru nær því en áður að kvöldi þriðjudags 19. júní að mynda nýja ríkisstjórn. Fréttamenn telja að hún verði jafnvel skipuð miðvikudaginn 20. júní. Flokkarnir hafa einsett sér að ná betra samkomulagi við ESB...
Óttinn við að Spánn þurfi alhliða fjárhagslega neyðaraðstoð magnast
Ótti við að óhjákvæmilegt verði að veita Spánverjum alhliða fjárhagslega neyðaraðstoð jókst til mikilla muna þriðjudaginn 19. júní þegar ávöxtunarkrafa á spænska ríkið við útgáfu skuldabréfa til skamms tíma hækkuðu, í 5,074% á 12 mánaða bréfum og 5,107% á 18 mánaða bréfum. Mánudaginn 18. júní fór á...
Svalbarði: Mikil fjölgun hreindýra vegna hlýninda
Hreindýrum fjölgar nú mjög á Svalbarða að sögn BarentsObserver og er ástæðan heitara loftslag en áður. Hreindýrastofninn hefur nær tvöfaldast á tæpum 20 árum. Meðalhiti að sumarlagi er nú tveimur stigum hærri en áður á Svalbarða.
DT: Grikkir þurfa meiri peninga
Grikkir þurfa meiri peninga strax ef væntanlegri nýrri ríkisstjórn Antonis Samaras tekst að ná fram breyttum greiðsluskilmálum á lánaskuldbindingum Grikklands. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag.
Spánn borgaði 5,074% fyrir 12 mánaða bréf í morgun
Spánverjar buðu í morgun út 12-18 mánaða skuldabréf og reyndist það útboð þeim dýrt.
Samkvæmt fréttum frá fundi leiðtoga G-20 ríkjanna í Mexikó virðast leiðtogar Evrópuríkja, sem þar voru staddir hafa skuldbundið sig til að taka ný skref í átt til samræmds bankakerfis í Evrópu, sem lúti sameiginlegu bankaeftirliti og byggi á sameiginlegu innistæðutryggingakerfi.Þrýstingur á Evrópur...
Stendur François Hollande undir hinum mikla sigri og ábyrgðinni sem honum fylgir?
François Hollande hefur einstakt tækifæri í frönskum stjórnmálum. Í fyrsta sinn í sögunni njóta sósíalistar meirihluta í fulltrúadeild og öldungadeild franska þingsins. Þeir hafa meirihluta á bakvið forsetann og stjórn hans án þess að styðjast við atkvæði græningja eða Vinstrifylkingarinnar.
Er meirihluti í þinginu?-Hvaða meirihluti er það?
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að sögn RÚV að það mundi ríkja meira traust á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, ef stjórnarandstaðan tæki tillit til þess að það sé meirihluti í þinginu. Er það? Er meirihluti í þinginu? Hver er sá meirihluti? Er Jón Bjarnason, stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar á öllum sviðum?