Mánudagurinn 27. júní 2022

Miðvikudagurinn 20. júní 2012

«
19. júní

20. júní 2012
»
21. júní
Fréttir

Kýpverjar í skulda- og bankakreppu taka við formennsku í ESB

Kýpverjar taka við formennsku í ráðherraráði ESB af Dönum 1. júlí nk. Talið er að á leiðtogafundi ESB nokkrum dögum fyrr fari þeir fram á aðstoð evru-ríkjanna til að bjarga bönkum landsins frá falli á sama hátt og spænska ríkis­stjórnin gerði fyrir skömmu. Embættismaður ESB sagði við AFP-fréttasto...

G20-leiðtogafundurinn: ESB-ríkin kaupa sér frið með því að lofa frekari samruna - sameiginlegt banka­eftirlit og samræmdar reglur um innstæðutryggingar

Leiðtogum ESB-ríkja sem sátu fund G20 leiðtogahópsins í Los Cabos 18. og 19. júní tókst að kaupa sér tíma gagnvart öðrum þátttakendum í fundinum með fyrirheiti um róttækar aðgerðir til að leysa skulda- og efnahagsvandann sem ríkir á evru-svæðinu. Þeir hétu nánari samruna á sviði bankamála og að þeir...

Antonis Samaras sver embættiseið sem nýr forsætis­ráðherra Grikklands

Antonis Samaras formaður Nýja lýðræðis­flokksins (mið-hægri), vann miðvikudaginn 20. júní embættiseið sem nýr forsætis­ráðherra í Grikklandi. Stofnað var til grísk-orþodoks-athafnarinnar skömmu eftir að samkomulag tókst um þriggja flokka meirihluta­stjórn með þátttöku sósíalista í Pasok-flokknum og min...

Samkomulag um stjórnar­myndun í Grikklandi

Þrír stjórnmála­flokkar á Grikklandi hafa náð samkomulagi um stjórnar­myndun að sögn BBC og Reuters. Flokkarnir eru Nýi lýðræðis­flokkurinn, PASOK og Lýðræðislegi vinstri flokkurinn. Engar upplýsingar hafa enn komið fram um hverjir muni eiga sæti í hinni nýju ríkis­stjórn. PASOK mun styðja stjórnina á þingi.

DT: 600 milljarða evra neyðaraðstoð til Spánar og Ítalíu

Daily Telegraph gengur lengra í fréttum af fundi leiðtoga G-20 ríkjanna, sem lauk í gær en aðrir fjölmiðlar og segir að þar hafi verið samþykkt að koma Spáni og Ítalíu til aðstoðar með 600 milljörðum evra.

G-20-fundurinn: Evruríkin skuldbinda sig til að draga úr lántökukostnaði-stefnt á bankabandalag

Forystumenn evruríkjanna hafa skuldbundið sig til ráðstafana til að draga úr lántökukostnaði á evru­svæðinu að því er fram kemur í yfirlýsingu G-20 fundarins í Mexikó.

Leiðarar

Þrátefli á milli stjórnar­flokka um aðildarumsókn?

Það er ljóst að engar forsendur eru fyrir því á Íslandi að landið gangi í Evrópu­sambandið. Smátt og smátt hefur verið að skýrast að innan Evrópu­sambandsins er hörð andstaða við aðild Íslands af hálfu þeirra þjóða, sem hafa hagsmuna að gæta vegna makrílveiða á Norður-Atlantshafi.

Í pottinum

Flokkarnir verða að vanda sig betur við val á frambjóðendum

Það segir nokkra sögu um afstöðu fólks í landinu til Alþingis nú um stundir hve fegið fólk er að þingið hafi verið sent heim. Argaþrasið í þinginu undanfarnar vikur hefur farið í taugarnar á fólki enda ljóst, að um innantómt orðaskak hefur verið að ræða. Það er varasamt fyrir lýðræðið og þingræðið, þegar almenningur andar léttar yfir því að þjóðþingið sé ekki að störfum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS