Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn 15 stórbanka austan hafs og vestan
Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunn 15 banka og fjármálastofnana í Evrópu og Bandaríkjunum.
Stjórn og stjórnarandstaða í Þýskalandi sömdu fimmtudaginn 21. júní um að staðfesta ríkisfjármálasamning ESB og samninginn um ESM, varanlegan björgunarsjóð evrunnar. Stjórnlagadómstóll Þýskalands vill hins vegar fá ráðrúm til að meta hvort og hvenær ESM-samningurinn taki gildi. Inngrip stjórnlagadó...
Endurskoðendafyrirtæki telja að spænskir bankar þurfi allt að 62 milljörðum evra sér til bjargar. Það er innan 100 milljarða evra markanna sem evru-ráðherrahópurinn hefur lýst sig reiðubúinn að leggja fram til að tryggja bönkum á Spáni nægilegt eigið fé.
Berlusconi lætur í sér heyra-kosningar á Ítalíu?
Silvio Berlusconi hefur látið í sér heyra í fyrsta sinn frá því að hann hraktist frá völdum í nóvembermánuði sl. Hann er enn fomaður þess flokks, sem hann hefur leitt undanfarin ár og er einn þeirra flokka, sem standa að baki ríkisstjórn Mario Monti. Berlusconi gefur nú til kynna að nýjar kosningar geti verið framundan á Ítalíu.
FT: Versnandi efnahagshorfur í Þýzkalandi
Efnahagshorfur í Þýzkalandi fara versnandi að sögn Financial Times í morgun, sem bendir til þess að sögn blaðsins að áhrifa evrukrísunnar sé farið að gæta þar. Sérstakur mælikvarði, sem byggir á upplýsingum frá innkaupastjórum bendir til þess að samdráttur sé jafn hraður nú í júní og hann var í maí en þá hafði hann ekki verið meiri í þrjú ár.
Spánn: Ávöxtunarkrafan hækkaði verulega í útboði í morgun
Spánverjar buðu út skuldabréf á markaði í morgun. Þeir seldu 2,2 milljarða evra af fimm ára bréfum á 6,072% en í síðasta útboði var krafan á slík bréf 4,96%. Þriggja ára bréf fóru á 5,547% en í fyrra útboði á 4,876%. Tveggja ára bréf fóru á 4,706% en í fyrra útboði á 2,069%.
Grikkland: Ráðherrum fækkar úr 49 í 28-samstarfsflokkar tilnefna ekki ráðherra
Antonis Samaras leggur fram ráðherralista sinn í Grikklandi í dag. Niðurstaða samstarfsflokka hans, PASOK og Lýðræðislega vinstri flokksins varð sú, að tilnefna ekki ráðherra til setu í ríkisstjórninni. Evangelos Venizelos þurfti að taka töluvert á í flokki sínum til að sannfæra þingmenn um að styðja ríkisstjórnina án ráðherrastóla.
Froðukennd yfirlýsing á G20-fundi breytir engu um evru-vandann
Mál hafa skýrst í bili á evru-svæðinu þegar litið er til stjórnmálaviðburða. Ný, lýðræðislega kjörin ríkisstjórn hefur verið mynduð í Grikklandi og sósíalistar hafa öll ráð Frakka í hendi sér.