Þrír samningskaflar opnaðir á ríkjaráðstefnu ESB og Íslands
Íslendingar tóku „umtalsvert skref“ í átt til ESB-aðildar föstudaginn 22. júní segir Daniel Mason hjá ensku vefsíðunni PublicServiceEurope.com og vísar til ríkjaráðstefnu í Brussel þann sama dag, rúmum tveimur árum eftir upphaf viðræðna milli fulltrúa Íslands og ESB. Þrír nýir samningskaflar hafi ve...
Leiðtogar fjögurra stærstu ríkja evru-svæðisins, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar hétu því á fundi í Róm föstudaginn 22. júní að varið yrði allt að 130 milljörðum evra til að örva hagvöxt innan ESB Þeir munu kynna tillögur um hvernig þetta verði gert á leiðtogafundi ESB í Brussel í 28. og 29...
Í Þýskalandi snúast umræður um leiðir til að bjarga evrunni enn á ný um hve langt Þjóðverjar geti gengið inna marka eigin stjórnarskrár. Að þessu sinni beinist athyglin að átökum sem sögð séu á milli kanslarans og þingsins annars vegar og forsetans og stjórnlagadómstólsins hins vegar.
Talið er að ákvörðun Moody‘s um að lækka lánshæfismat 15 öflugra banka austan hafs og vestan fimmtudaginn 21. júní auki enn á vanda bankanna og valda meiri óróa á fjármálamörkuðum en til þessa, segir í aðalfrétt The New York Times (NYT) föstudaginn 22. júní. Í frétt NYT er minnt á að Moody‘s hafi þ...
Ed Miliband gefur til kynna breytta afstöðu Verkamannaflokks til innflytjenda
Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, hefur gefið til kynna breytta stefnu flokksins í málefnum innflytjenda að því er fram kemur í Guardian í dag. Hann leggur nú áherzlu á mikilvægi þess að veita aðstoð því fólki, sem nú þegar hafi búsetu í Bretlandi og segir flokk sinn hafa verið of fljótan á sér að lýsa áhyggjum fólks vegna of margra innflytjenda sem fordómum.
Lagarde hvetur til aðgerða, sem Þjóðverjar eru andvígir
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, hvatti leiðtoga evruríkja í gær til þess að grípa nú þegar til aðgerða, sem Þjóðverjar hafa hingað til verið andsnúnir.
Evrópa: Hinir fjóru „stóru“ hittast í Róm í hádeginu
Leiðtogar Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar, hinir fjórir „stóru“ í Evrópu, eins og Reuters kallar þá hittast á fundi í Róm í dag. Markmiðið er að undirbúa leiðtogafund Evrópusambandsins í næstu viku. Mario Monti, forsætisráherra Ítalíu hefur lýst þeirri skoðun, að sá fundur sé síðasta tækifæri ESB til að ná tökum á þróuninni innan evrusvæðisins.
Forystumenn allra flokka þurfa að ræða lok umsóknarferils
Stundum þurfa forystumenn í stjórnmálum að tala saman um málefni lands og þjóðar, hvað sem átökum um dægurmál líður. Nú er slík stund runnin upp. Þjóðin situr uppi með aðildarumsókn að Evrópusambandinu, sem samþykkt var á Alþingi í júlí 2009 við óvenjulegar aðstæður.
Langvinnt dauðastríð ríkisstjórnar framundan
Dauðastríð ríkisstjórna getur verið misjafnlega langt.