Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Föstudagurinn 22. júní 2012

«
21. júní

22. júní 2012
»
23. júní
Fréttir

Þrír samningskaflar opnaðir á ríkjaráð­stefnu ESB og Íslands

Íslendingar tóku „umtalsvert skref“ í átt til ESB-aðildar föstudaginn 22. júní segir Daniel Mason hjá ensku vefsíðunni PublicServiceEurope.com og vísar til ríkjaráð­stefnu í Brussel þann sama dag, rúmum tveimur árum eftir upphaf viðræðna milli fulltrúa Íslands og ESB. Þrír nýir samningskaflar hafi ve...

Fjögurra evru-ríkja leiðtogafundur í Róm: Ætla að beita sér fyrir allt að 130 milljarða evra átaki til að örva hagvöxt

Leiðtogar fjögurra stærstu ríkja evru-svæðisins, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar hétu því á fundi í Róm föstudaginn 22. júní að varið yrði allt að 130 milljörðum evra til að örva hagvöxt innan ESB Þeir munu kynna tillögur um hvernig þetta verði gert á leiðtogafundi ESB í Brussel í 28. og 29...

Þýskaland: Stjórnlagaátök vegna laga um ESM-neyðar­sjóð til bjargar evrunni - forseti og dómarar setja kanslara og þingi stólinn fyrir dyrnar

Í Þýskalandi snúast umræður um leiðir til að bjarga evrunni enn á ný um hve langt Þjóðverjar geti gengið inna marka eigin stjórnar­skrár. Að þessu sinni beinist athyglin að átökum sem sögð séu á milli kanslarans og þingsins annars vegar og forsetans og stjórnlagadómstólsins hins vegar.

NYT: Lækkun Moody's eykur enn á vanda stórra banka í Bandaríkjunum - Moody´s telur fjármálakreppuna hafa sýnt veika innviði bankakerfisins

Talið er að ákvörðun Moody‘s um að lækka lánshæfismat 15 öflugra banka austan hafs og vestan fimmtudaginn 21. júní auki enn á vanda bankanna og valda meiri óróa á fjármálamörkuðum en til þessa, segir í aðalfrétt The New York Times (NYT) föstudaginn 22. júní. Í frétt NYT er minnt á að Moody‘s hafi þ...

Ed Miliband gefur til kynna breytta afstöðu Verkamanna­flokks til innflytjenda

Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna­flokksins í Bretlandi, hefur gefið til kynna breytta stefnu flokksins í málefnum innflytjenda að því er fram kemur í Guardian í dag. Hann leggur nú áherzlu á mikilvægi þess að veita aðstoð því fólki, sem nú þegar hafi búsetu í Bretlandi og segir flokk sinn hafa verið of fljótan á sér að lýsa áhyggjum fólks vegna of margra innflytjenda sem fordómum.

Lagarde hvetur til aðgerða, sem Þjóðverjar eru andvígir

Christine Lagarde, for­stjóri Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins, hvatti leiðtoga evruríkja í gær til þess að grípa nú þegar til aðgerða, sem Þjóðverjar hafa hingað til verið andsnúnir.

Evrópa: Hinir fjóru „stóru“ hittast í Róm í hádeginu

Leiðtogar Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar, hinir fjórir „stóru“ í Evrópu, eins og Reuters kallar þá hittast á fundi í Róm í dag. Markmiðið er að undirbúa leiðtogafund Evrópu­sambandsins í næstu viku. Mario Monti, forsætis­ráherra Ítalíu hefur lýst þeirri skoðun, að sá fundur sé síðasta tækifæri ESB til að ná tökum á þróuninni innan evru­svæðisins.

Leiðarar

Forystumenn allra flokka þurfa að ræða lok umsóknarferils

Stundum þurfa forystumenn í stjórnmálum að tala saman um málefni lands og þjóðar, hvað sem átökum um dægurmál líður. Nú er slík stund runnin upp. Þjóðin situr uppi með aðildarumsókn að Evrópu­sambandinu, sem samþykkt var á Alþingi í júlí 2009 við óvenjulegar aðstæður.

Í pottinum

Langvinnt dauðastríð ríkis­stjórnar framundan

Dauðastríð ríkis­stjórna getur verið misjafnlega langt.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS