Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, fordæmdi ónefnd „norðlæg“ ESB-ríki sunnudaginn 8. júlí fyrir að taka afstöðu sem stuðlaði að því að halda lántökukostnaði Ítala og Spánverja háum. Með orðum sínum vísaði hann ótvírætt til Finna og Hollendinga sem gert hafa athugasemdir við ýmsar ákvarðanir leið...
Þrotabú Landsbankans ræðir sölu á Hamleys til fransks leikfangasala
Groupe Ludendo sem á leikfangabúðir í Frakklandi, Belgíu, Sviss og á Spáni ræðir nú við eigendur Hamleys leikfangakeðjunnar um kaup á fyrirtækinu. Þrotabú Landsbankans er stærsti eigandi Hamleys eftir að það eignaðist hlutabréf Baugs í fyrirtækinu.
Nouriel Roubini: Finnar kunna að verða fyrstir til að segja skilið við evruna
Finnar kunna að segja skilið við evruna á undan Grikkjum að mati Nouriels Roubinis, heimsþekkts hagfræðings. Kemur þessi skoðun heim og saman við vangaveltur margra annarra um upplausn evru-samstarfsins, flestir hafa þó verið þeirrar skoðunar að Grikkir yrðu fyrstir til að velja aðra mynt en evru.
Þýskalandsforseti: Angela Merkel verður að skýra betur hvernig unnið er að því að bjarga evrunni
Joachim Gauck, forseti Þýskalands, hvetur Angelu Merkel Þýskalandskanslara til að skýra betur fyrir þýsku þjóðinni til hvaða ráða hafi verið gripið til að bjarga evrunni.
Barclays óttast reiði almennings vegna starfslokagreiðslna til Diamond
Forráðamenn Barcalysbanka leggja nú hart að Bob Diamond, fyrrverandi forstjóra bankans, sem knúinn var til að segja af sér að gera ekki kröfu um að fá öll starfslokalaun, sem hann á rétt á greidd en þau nema um 17 milljónum sterlingspunda eða um 3,5 milljörðum íslenzkra króna. Þeir óttast að gífurleg reiðialda brjótist út á meðal almennings og uppnám verði meðal hluthafa bankans.
Harðar umræður í gríska þinginu í gær-þið eruð landsölumenn sagði Tsipras
Harðar deilur urðu í gríska þinginu í gær, laugardag, en þar stendur nú yfir þriggja daga umræða um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Antonis Samaras, á milli Alexis Tsipras, leiðtoga SYRIZA annars vegar og Samaras og Venizelos, leiðtoga PASOK hins vegar. Tsipras sakaði þá um svik við þjóðina og kallaði þá landsölumenn.
ESB kynnir endurnýjaða stefnu í málefnum norðurslóða-80 milljarðar evra til rannsókna
Evrópusambandið hefur að sögn BarentsObserver kynnt endurnýjaða stefnu í málefnum norðurslóða. Það var gert í fyrradag. Í yfirlýsingu frá Catherine Ashton, utanríkisstjóra ESB sagði að með þessari nýju stefnumörkun sýndi ESB, að því væri full alvara með áhuga sínum á þessu svæði. Stefnuyfirlýsingin byggjast á 28 punktum.
Ráðherrastörf geta verið afhjúpandi
George Osborne, fjármálaráðherra Breta, sem lengi hefur verið talinn líklegur eftirmaður David Cameron, sem leiðtogi Íhaldsflokksins á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir.