Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, sagði þriðjudaginn 10. júlí að ekki væri unnt að útiloka að Ítalir yrðu að leita í neyðarsjóði evrunnar til að bjarga efnahag sínum. Féllu ummæli hans að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um „viðkvæma“ efnahagsstöðu Ítala. „Það er mjög erfitt að halda því fram að ...
Juncker áfram formaður evru-ráðherraráðsins
Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, hefur samþykkt að sitja áfram sem formaður ráðherraráðs evru-ríkjanna.
Írar fá fyrirheit um tilslökun á lánakjörum
Írar fengu vilyrði fyrir þvi á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær, að tekin yrði ákvörðun í október um tilslökun á lánaskilmálum þeirra vegna 60 milljarða evra neyðarláns frá ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu vegna írsku bankanna. Frá þessu segir Irish Times í dag.
Grikkir vanræktu algerlega framkvæmd lánaskilmála fyrir þingkosningar
Grikkir vanræktu algerlega að sinna þeim umbótum, sem þeir höfðu skuldbundið sig til mánuðina fyrir tvennar þingkosningar í vor og í sumar. Þetta kom fram á fundi fjármálaráðherra evruríkja í gær, sem Spiegel segir frá. Tímaritið segir, að nú sé til umræðu, hvort slaka eigi á kröfugerð gagnvart Grikkland.
Spænskir bankar fá 30 milljarða evra neyðarlán í júlí að uppfylltum skilyrðum
Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna ákváðu á níu klukkustunda löngum fundi sem hófst síðdegis mánudaginn 9. júlí í Brussel að veita spænskum bönkum 30 milljarða evru aðstoð innan allt að 100 milljarða evru lánsloforðs sem áður hafði verið gefið. Stefnt er að því að lánið verði reitt af hendi fyrir lok ...
Noregur: Ríkisstjórnin stöðvaði verkfall á olíuborpöllum í gær
Norska ríkisstjórnin beitti því valdi sem hún hefur skv. lögum til þess að stöðva verkfall starfsmanna á olíuborpöllum í gær. Olíuframleiðsla hefði ella stöðvast í dag. Hanne Bjurström, vinnumálaráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins kvaðst ekki hafa átt annarra kosta völ vegna norskra þjóðarhagsmuna. Næsta skref í deilunni verður eins konar gerðardómur.
Formaður utanríkismálanefndar kýs frekar Damanaki en íslenska hagsmuni
Alþingi er ætlað hið sama hlutverk hér á landi og þjóðþingum annarra landa: að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Þetta er sérstaklega mikilvægt á tveimur sviðum: í utanríkismálum og varðandi ráðstöfun á skattfé almennings. Sérstaða þessara málaflokka hefur endurspeglast í því að litið er á fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd sem mikilvægustu nefndir þingsins.
Réttarstaðan vegna makríls skýrð innanlands og gagnvart öðrum ríkjum
Íslensk stjórnvöld gerðu sér grein fyrir því á árinu 2009 að ekki yrði hjá því komist að taka stjórnvaldsákvarðanir vegna makrílveiða á Íslandsmiðum og huga að stefnumörkun um framtíðarveiðar.
Hvar er stjórnarandstaðan? Er hún enn í fríi?
Hvar er stjórnarandstaðan? Er hún komin í frí? Er hún ekki búin að vera í fríi frá því að Alþingi fór heim? Það er varasamt fyrir stjórnarandstöðuna að fara í of langt frí, ekki sízt nú, þegar í mesta lagi eru 10-11 mánuðir til næstu þingkosninga. Hvað ætlar stjónarandstaðan að gera til að greiða fyrir því að aðildarumsókninni verði lokið á einn eða annan veg?