Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Föstudagurinn 13. júlí 2012

«
12. júlí

13. júlí 2012
»
14. júlí
Fréttir

Þjóðverjar leggjast gegn lengri samningstíma við Grikki - búist við svartri skýrslu þríeykisins um stöðuna í Grikklandi

Yannis Stournaras, fjármála­ráðherra Grikklands, gaf til kynna fimmtudaginn 12. júlí að grísku stjórnar­flokkarnir hefðu ákveðið að óska eftir lengri tíma til að ná þeim markmiðum aðhaldssamnings Grikklands og þríeykisins, ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins (AGS). Hefur verið talað um...

Hans-Olaf Henkel: Þarf atburð á borð við kjarnorkuslys til að menn átti sig á eðli evru-vandans og reyni að leysa hann

Hans-Olaf Henkel, fyrrverandi formaður samtaka þýskra atvinnurekenda og for­stjóri IBM í Þýskalandi, segir að aðeins dramatískur atburður á borð við kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan geti breytt afstöðu Þjóðverja til evru-samstarfsins. Taki Finnar ákvörðun um að segja skilið við evruna kunni það að verða til þess að menn líti raunsæjum augum á evru-vandann.

Spánn: Daglegir mótmælafundir í júlí og ágúst

Mikill fjöldi opinberra starfsmanna streymdi út á götur Madrid í gær, fimmtudag, til að mótmæla nýjum aðhaldsaðgerðum ríkis­stjórnar Mariano Rajoy að því er fram kemur á elpais.com. Fólkið hrópaði: Gungur, Gungur. Upp með hendur. Þetta er rán. Umferð stöðvaðist um ýmsar helztu götur Madrid. Mótmæl...

NYTimes: Geithner vakti athygli Englandsbanka á Libor-málinu 2008

Timothy Geithner, fjármála­ráðherra Bandaríkjanna, komst að þeirri niðurstöðu árið 2008, þegar hann stjórnaði Seðlabanka New York ríkis, að grundvallar­vandi væri á ferðinni vegna Libor-vaxta. Þetta kemur fram í New York Times í dag, sem byggir á skjölum, sem blaðið hefur undir höndum.

Morgan Stanley: Libormálið getur kostað 12 banka um 22 milljarða dollara

Nú er því spáð að kostnaður tólf alþjóðlegra banka vegna Libor-hneykslisins muni nema um 22 milljörðum dollara vegna sektar­greiðslna og skaðabóta til fjárfesta og annarra viðskiptavina. Það er bandaríska fjármála­fyrirtækið Morgan Stanley, sem hefur reiknað þetta út að sögn Financial Times.

Moody's lækkar lánshæfismat Ítalíu en lántökukostnaður lækkaði samt í morgun

Moody´s, bandaríska lánshæfismats­fyrirtækið tilkynnti í morgun, að lánshæfismat Ítalíu hefði verið lækkað um tvö stig í Baa2 og varaði við því að það kynni að lækka enn frekar. Þetta þýðir að matið á Ítalíu er aðeins tveimur stigum fyrir ofan rusl­flokk. Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum fyrir skulda­bréfaútboð ítalska ríkisins.

Leiðarar

Umbrot í Finnlandi-efasemdir í Bretlandi

Það fer tæplega á milli mála, að Finnar eru á báðum áttum í afstöðu sinni til Evrópu­sambandsins og evruríkjanna. Yfirlýsing Jyrki Katainen, forsætis­ráðherra Finnlands fyrir skömmu um að evran væri í hættulegri stöðu hefur vakið athygli víðar en í Finnlandi.

Í pottinum

Ásta Ragnheiður sannfærir Mörð algjörlega – en um hvað?

Fréttablaðið ræðir föstudaginn 13. júlí við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta alþingis, um tillögu að nýju skipulagi í nágrenni við Alþingis­húsið. Forseti þingsins segir meðal annars: „Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að...

Geta stjórnar­flokkarnir dregið lærdóm af úrslitum forsetakosninga?

Margir hafa orðið til þess að túlka úrslit forsetakosninganna á þann veg, að þar væri fyrst og fremst um að ræða mótmæli gegn núverandi ríkis­stjórn. Fólk hafi fundið í forsetakosningunum farveg til þess að koma andúð sinni á ríkis­stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á framfæri. Ef þessi túlkun á úrslitum forsetakosninganna er rétt er hún mikið umhugsunarefni fyrir stjórnar­flokkana báða.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS