Deutsche Bank reynir að bjarga eigin skinni með samstarfi við rannsókn á vaxtasvindli
Fulltrúar Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, vinna nú með þeim sem rannsaka svindlið á millibankavöxtum. Rekja má samvinnu bankans við eftirlitsaðila til þess að stjórnendur hans vilji leggja sig fram í því skyni að lækka hugsanlegar sektir á bankann.
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, gagnrýndi Íslendinga og Færeyinga harðlega fyrir ofveiði á makríl á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ESB-ríkjanna í Brussel mánudaginn 16. júlí. Í frétt á vefsíðu írska ráðuneytisins segir að ráðherrann hafi séð til þess að makrílmálið hafi orði...
Stjórnlagadómstóll Þýzkalands: Úrskurður 12. september um gildistöku laga um ESM
Þýzki stjórnlagadómstóllinn mun kveða upp úrskurð hinn 12. september n.k. hvort hann frestar tímabundið gildistöku laga um ESM, hinn varanlega neyðarsjóð ESB, sem á að taka til starfa fyrir lok þessa mánaðar. Að sögn Der Spiegel þýðir þetta að aðgerðir til bjargar evrunni verði í lausu lofti í tvo...
Mario Draghi boðar stefnubreytingu gagnvart eigendum skuldabréfa banka-verði að taka á sig töp
Seðlabanki Evrópu er að breyta um stefnu í grundvallaratriðum, þegar um er að ræða fall banka og hagsmuni eigenda helztu skuldabréfa, sem slíkir bankar hafa gefið út. Hingað til hefur ekki mátt ræða það að eigendur skuldabréfa verði fyrir töpum.
Þýzkaland: Uppreisn í stjórnarflokkum gegn lánum til Spánar
Þýzka þingið, Bundestag, kemur saman til fundar á fimmtudag, til þess a greiða atkvæði um 100 milljarða evra lánveitingu til spænskra banka. Financial Times segir í dag ólíklegt að allir þingmenn, sem að ríkisstjórn Angelu Merkel standa, greiði atkvæði með þeirri lánveitingu og að hún þurfi því á að halda atkvæðum stjórnarandstöðunnar til þess að fá lánveitinguna samþykkta.
Skýrsla G-20 ríkja: Olíuverðssvindl til viðbótar vaxtasvindli?
Skýrsla, sem unnin hefur verið á vegum G-20 ríkja hópsins hefur að sögn Daily Telegraph vakið upp spurningar um hvort fiktað hafi verið við markaðsverð á olíu ekki síður en á Libor-vöxtum. Blaðið segir að stjórnmálamenn og aðrir í Bretlandi hafi í gærkvöldi hvatt ríkisstjórnina til þess að útvíkka rannsóknina á Libor-málinu þannig að hún nái einnig til olíuverðs.
Stefnubreyting Seðlabanka Evrópu er mikilvæg fyrir Ísland
Í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal birtist í dag frétt, sem hefur mikla þýðingu fyrir almenna stöðu okkar Íslendinga í umræðum um fall íslenzku bankanna.
Um utanríkisviðskipti og fríverslun - verður EES-samningurinn okkur ofviða?
Hinn 11. júlí 2011 ritaði ég pistil á síður Evrópuvaktarinnar sem ég nefndi *Utanríkisviðskipti okkar Íslendinga í víðara samhengi*. Viðtal nú í síðustu viku við Össur Skarphéðinsson í netheimum um að í gangi væru viðræður við Kína um fríverslunarsamning og að slíkur samningur myndi ekki hafa nein ...
Síðbúin frétt í RÚV um makrílhótanir Íra - ekki minnst á aðalkröfu Íra
Það var ekki fyrr en í hádegi mánudaginn 16.júlí sem sagt var frá því í fréttum ríkisútvarpsins að Írar hefðu sent frá sér harðorða orðsendingu gegn Íslendingum og Færeyingum vegna fundar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ESB í Brussel þennan sama mánudag. Fréttin um orðsendingu Íra hefur verið á...
Grasrótin í VG er að rísa upp!
Eins og búast mátti við er grasrótin í VG farin að láta til sín heyra vegna ESB að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag. Gísli Árnason, formaður VG í Skagafirði segir: "Hljóðið í Vinstri grænum í Skagafirði er verulega þungt. Ég held að flokkurinn fái slæma útreið í næstu kosningum og þá ekki aðeins úti á landi.