Miðvikudagurinn 25. apríl 2018

Mánudagurinn 16. júlí 2012

«
15. júlí

16. júlí 2012
»
17. júlí
Fréttir

Deutsche Bank reynir að bjarga eigin skinni með samstarfi við rannsókn á vaxta­svindli

Fulltrúar Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, vinna nú með þeim sem rannsaka svindlið á millibankavöxtum. Rekja má samvinnu bankans við eftirlitsaðila til þess að stjórnendur hans vilji leggja sig fram í því skyni að lækka hugsanlegar sektir á bankann.

Írski sjávar­útvegs­ráðherrann ræðst harkalega á Íslendinga og Færeyinga á ráðherrafundi í Brussel - krefst þess að makrílkröfur Íslendinga séu að engu hafðar

Simon Coveney, sjávar­útvegs­ráðherra Írlands, gagnrýndi Íslendinga og Færeyinga harðlega fyrir ofveiði á makríl á fundi sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra ESB-ríkjanna í Brussel mánudaginn 16. júlí. Í frétt á vefsíðu írska ráðuneytisins segir að ráðherrann hafi séð til þess að makrílmálið hafi orði...

Stjórnlagadómstóll Þýzkalands: Úrskurður 12. september um gildistöku laga um ESM

Þýzki stjórnlagadómstóllinn mun kveða upp úrskurð hinn 12. september n.k. hvort hann frestar tímabundið gildistöku laga um ESM, hinn varanlega neyðar­sjóð ESB, sem á að taka til starfa fyrir lok þessa mánaðar. Að sögn Der Spiegel þýðir þetta að aðgerðir til bjargar evrunni verði í lausu lofti í tvo...

Mario Draghi boðar stefnubreytingu gagnvart eigendum skulda­bréfa banka-verði að taka á sig töp

Seðlabanki Evrópu er að breyta um stefnu í grundvallar­atriðum, þegar um er að ræða fall banka og hagsmuni eigenda helztu skulda­bréfa, sem slíkir bankar hafa gefið út. Hingað til hefur ekki mátt ræða það að eigendur skulda­bréfa verði fyrir töpum.

Þýzkaland: Uppreisn í stjórnar­flokkum gegn lánum til Spánar

Þýzka þingið, Bundestag, kemur saman til fundar á fimmtudag, til þess a greiða atkvæði um 100 milljarða evra lánveitingu til spænskra banka. Financial Times segir í dag ólíklegt að allir þingmenn, sem að ríkis­stjórn Angelu Merkel standa, greiði atkvæði með þeirri lánveitingu og að hún þurfi því á að halda atkvæðum stjórnar­andstöðunnar til þess að fá lánveitinguna samþykkta.

Skýrsla G-20 ríkja: Olíuverðssvindl til viðbótar vaxta­svindli?

Skýrsla, sem unnin hefur verið á vegum G-20 ríkja hópsins hefur að sögn Daily Telegraph vakið upp spurningar um hvort fiktað hafi verið við markaðsverð á olíu ekki síður en á Libor-vöxtum. Blaðið segir að stjórnmálamenn og aðrir í Bretlandi hafi í gærkvöldi hvatt ríkis­stjórnina til þess að útvíkka rannsóknina á Libor-málinu þannig að hún nái einnig til olíuverðs.

Leiðarar

Stefnubreyting Seðlabanka Evrópu er mikilvæg fyrir Ísland

Í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal birtist í dag frétt, sem hefur mikla þýðingu fyrir almenna stöðu okkar Íslendinga í umræðum um fall íslenzku bankanna.

Pistlar

Um utanríkis­viðskipti og frí­verslun - verður EES-samningurinn okkur ofviða?

Hinn 11. júlí 2011 ritaði ég pistil á síður Evrópu­vaktarinnar sem ég nefndi *Utanríkis­viðskipti okkar Íslendinga í víðara samhengi*. Viðtal nú í síðustu viku við Össur Skarphéðinsson í netheimum um að í gangi væru viðræður við Kína um frí­verslunarsamning og að slíkur samningur myndi ekki hafa nein ...

Í pottinum

Síðbúin frétt í RÚV um makrílhótanir Íra - ekki minnst á aðalkröfu Íra

Það var ekki fyrr en í hádegi mánudaginn 16.júlí sem sagt var frá því í fréttum ríkisútvarpsins að Írar hefðu sent frá sér harðorða orðsendingu gegn Íslendingum og Færeyingum vegna fundar sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra ESB í Brussel þennan sama mánudag. Fréttin um orðsendingu Íra hefur verið á...

Grasrótin í VG er að rísa upp!

Eins og búast mátti við er grasrótin í VG farin að láta til sín heyra vegna ESB að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag. Gísli Árnason, formaður VG í Skagafirði segir: "Hljóðið í Vinstri grænum í Skagafirði er verulega þungt. Ég held að flokkurinn fái slæma útreið í næstu kosningum og þá ekki aðeins úti á landi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS