Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir við Bild sem kemur út mánudaginn 23. júlí að Grikkir verði að taka sig á við umbætur sínar til að uppfylla skilyrðin sem alþjóðlegir lánveitendur þeirra hafa sett þeim. „Hafi orðið tafir verða Grikkir að vinna þær upp,“segir ráðherrann við Bild. ...
Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir að 69% af kjósendum Hægriflokksins segja að þeir myndu hafna aðild að ESB yrði greitt atkvæði um það nú.
Þegar gengisskráningu var hætt föstudaginn 20. júlí var evran skráð á 7,37 norskar krónur. Það eru 10 ár liðin frá því að evran var skráð svo lágt gagnvart norskri krónu. Þá hélt Seðlabanki Noregs uppi gengi krónunnar með 7% stýrivöxtum. Nú eru stýrivextir 1,5%. Þetta veldur því að fyrirtæki glíma...
Le Monde: Niðurskurðaráfallið og Spánverjar í uppnámi
Augljóst er að vandi Spánverja eða banka þeirra leystist ekki í síðustu viku þegar þeim var tilkynnt að fjármálaráðherrar evru-ríkjanna hefðu samþykkt að greiða bönkunum fyrstu útgreiðslu allt að 100 milljarða evru láns fyrir lok júlí.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur látið þau boð berast til ESB að sjóðurinn muni ekki leggja fram meira fé til að bjarga Grikklandi.
Spánn: Hrópað og hrækt á ráðherra
Cristina Cifuentes, sem sæti á í ríkisstjórn Mariano Rajoy á Spáni og hefur m.a. verið talsmaður ríkisstjórnarinnar í málum, sem varða mótmæli í spænskum borgum stóð allt í einu um helgina frammi fyrir mótmælendum augliti til auglitis af tilviljun, þegar hún var í verzlunarferð. Þeir þekktu hana og ...
Kouvelis: Hættan af brottför Grikklands af evrusvæðinu ekki liðin hjá
Fotis Kouvelis, leiðtogi Lýðræðislega vinstrabandalagsins, sem er einn þeirra þriggja flokka, sem standa að ríkisstjórn Samaras, sagði í viðtali við Skai-sjónvarpsstöðina í Grikkandi í morgun, að sú hætta væri ekki liðin hjá, að Grikkland yrði að yfirgefa evrusvæðið.
Evrópski fjárfestingarbankinn lánar 1,5 milljarða evra til Grikklands
Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) mun lána tæplega 1,5 milljarð evra til grískra fyrirtækja að því er fram kemur í Financial Times í gær. Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands skýrði frá þessu í gær. Bankinn hefur fram til þessa verið tregur til að lána til Grikklands og voru lánveitingar til Grikkja nánast komnar niður í ekki neitt eða um 10 millljónir evra á þessu ári.
Observer: 21 trilljón dollarar ofurríkra geymd í skattaskjólum
Ný rannsókn, sem sagt er frá í brezka sunnudagsblaðinu The Observer í dag, sýnir að um 21 trilljón dollara í eigu ofurríkrar elítu er geymd í skattaskjólum víða um heim. Þetta jafngildir samanlagðri vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna og Japan. Skýrslan er unnin af James Henry, fyrrum aðalhagfræðingi McKinsey, ráðgjafafyrirtækisins, sem er sérfræðingur í skattaskjólum.
Árásir Ólafs Ragnars og skammarleg þögn fréttastofu ríkisútvarpsins
Í viðtali við Sunnudagsmoggann rifjaði Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi og starfsmaður ríkisútvarpsins, upp það sem hún kallaði ótrúlegar árásir Ólafs Ragnars Grímssonar á mann hennar. Ólafur Ragnar sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá ríkisútvarpinu til að koma höggi á sig, forsetann.
Hvers konar flokkur er Framsóknarflokkurinn?
Hvers konar flokkur er Framsóknarflokkurinn í dag? Er hann flokkur landsbyggðarinnar? Landbúnaðarins? Samvinnuhreyfingarinnar? Er hann hægri flokkur? Hvað er hann? Þetta eru áleitnar spurningar, sem skipta máli vegna þess, að líkurnar eru að verða meiri en minni á því, að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi saman næstu ríkisstjórn.