Fimmtudagurinn 5. desember 2019

Fimmtudagurinn 26. júlí 2012

«
25. júlí

26. júlí 2012
»
27. júlí
Fréttir

Danskur sér­fræðingur: Hláka á Grænlandsjökli kallar ekki á örþrifaráð

Myndir frá NASA, bandarísku geimrannsókna­stofnunin, sem sýna bráðnun á Grænlandsjökli fyrri hluta í júlí hafa vakið mikla athygli um heim allan og hafa þær víða verið túlkaðar á þann veg að nú sé jökullinn að bráðna og við það muni yfirborð sjávar hækka mikið með alvarlegum afleiðingum. Allt megi rekja þetta til loftslagshlýnunar. Menn kippa sér þó mismunandi mikið upp við myndirnar.

Barroso hvetur Grikki til að standa við skuldbindingar sínar - annars ekki í evru-samstarfinu

José Manuel Barroso, formaður framkvæmda­stjórnar ESB, hvatti Grikki fimmtudaginn 26. júlí til þess að standa við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum sínum til að halda áfram evru-samstarfinu. „Til að viðhalda trausti samstarfsþjóða sinna innan ESB og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins verður öllum t...

Mario Draghi: Seðlabanki Evrópu mun verja evruna!

Mario Draghi, forseti banka­stjórnar Seðlabanka Evrópu (SE), hét því í ræðu á fundi með fjárfestum í London fimmtudaginn 26. júlí að bankinn mundi verja evruna. Skömmu síðar hækkaði olíuverð á heimsmörkuðum og lántökukostnaður Spánverja lækkaði í 7% á tíu ára bréfum úr 7,6%. „SE er til þess búinn ...

Danmörk: Samkeppnisstaða styrkist við lækkun á gengi evru og krónunnar

Lækkun á gengi evrunnar kemur Dönum að gangi við útflutning á matvælum og eykur almennt efnahagsstarfsemi í Danmörku.

Lántökukostnaður Ítalíu hækkaði enn í morgun

Lántökukostnaður Ítalíu náði nýjum hæðum í morgun að sögn Irish Times.

Alcatel Lucent segir upp 5000 manns

Alcatel Lucent, sem er franskt-bandarískt fyrirtæki, með höfuðstöðvar í París og framleiðir fjarskiptabúnað hefur ákveðið að fækka störfum um 5000 eftir taprekstur á öðrum fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið er nú með 78 þúsund starfsmenn víða um heim. BBC bendir á að nýlega hafi Nokia-Siemens Network skýrt frá væntanlegum uppsögnum 17 þúsund starfsmanna eða um 25% af starfsmannafjölda sínum.

Héraðsleiðtogi á Spáni: Niðurlægjandi að ganga með „betlistaf“ milli Berlínar og Parísar - betra að kveðja evru-samstarfið

Francisco Alvarez Cascos, fyrrverandi héraðs­stjóri í Asturias á Spáni, hefur orðið fyrstur áhrifamanna landsins til að krefjast róttækrar stefnubreytingar og slita á evru-samstarfinu nema því sé breytt á róttækan hátt. Cascos er fyrrverandi framkvæmda­stjóri Lýðfylkingarinnar (PP), flokks Marianos Rajoys forsætis­ráðherra.

Aðalfor­stjóri Nomura segir af sér vegna innherjasvika

Aðalfor­stjóri Nomura Holdings, sem er stærsti fjárfestingarbanki Japans hefur sagt af sér og þar með tekið ábyrgð á innherjasvikum innan bankans. Kenichi Watanabe stjórnaði yfirtöku Nomura á eignum hins gjaldþrota Lehman Brothers banka í Evrópu og Asíu. Reuters segir að afsögn Watanabe veki upp spurningar um uppbyggingu bankans í framtíðinni.

Moody's lækkar lánshæfiseinkunn 17 þýskra banka

Moody‘s lækkaði lánshæfiseinkunn 17 þýskra banka miðvikudaginn 25. júli. Þar er um að ræða nokkra svo­nefnda „landsesbank“ það er banka í einstökum sambandslöndum Þýskalands sem njóta opinbers stuðnings en einnig IKB Deutsche Industriebank og Deutsche Postbank. Margir „landesbankar“ hafa átt í mikl...

Leiðarar

Evru-dæmið gengur einfaldlega ekki upp - raddir um úrsögn á Spáni

Frá því er sagt hér á Evrópu­vaktinni í dag að Francisco Alvarez Cascos, fyrrerandi héraðs­stjórií Asturias á Spáni, hafi orðið fyrstur áhrifamanna landsins til að krefjast róttækrar stefnubreytingar og slita á evru-samstarfinu nema því sé breytt á róttækan hátt. Cascos er fyrrverandi framkvæmda­stjóri Lýðfylkingarinnar (PP), flokks Marianos Rajoys forsætis­ráðherra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS