Miðvikudagurinn 11. desember 2019

Föstudagurinn 27. júlí 2012

«
26. júlí

27. júlí 2012
»
28. júlí
Fréttir

Moody‘s lækkar lánshæfiseinkunn banka Slóveníu – ríkið þarf líklega neyðarlán

Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunn þriggja stærstu banka Slóveníu NLB (Nova Ljubljana Banka), Nova Kreditna Banka Maribor (NKBM) Abanka Vipa í vikunni. Þá eru horfur fyrir þá einnig sagðar neikvæðar. Þetta er í annað sinn á árinu sem lánshæfiseinkunn bankanna er lækkuð. Slóvenska ríkið er meirihluta eigandi allra bankanna. Að sögn fjölmiðla kemur þessi lækkun bankanna ekki á óvart.

Mitt Romney mislagðar hendur í London - Boris Johnson hendir gaman að honum

Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum sem ekki hafa látið að sér kveða á alþjóða­vettvangi leggja gjarnan land undir fót áður en lokaslagurinn hefst á heimavelli til að ræða við erlenda ráðamenn. Mitt Romney, frambjóðandi repúblíkana, er á slíku ferðalagi núna. London er fyrsti viðkomustaður hans í vikuferð til Bretlands, Ísraels og Póllands.

Fjármála­ráðherra Lettlands: Grikkir segi sem allra fyrst skilið við evru-samstarfið

Andris Vilks, fjármála­ráðherra Lettlands, vill að Grikkir segi skilið við evru-samstarfið „eins fljótt og kostur er“. Ráðherrann sagði þetta föstudaginn 27. júlí en Lettar stefna að því taka upp evru árið 2014. Segir Vilks að aðild Grikkja að evrunni grafi undan henni. „Finna verður leið til að kip...

Írar seldu 5,2 milljarða evra á markaði í gær fyrir 5,95%

Írar seldu 4,2 milljarða evra í skulda­bréfum á markaði í gær og framlengdu einn milljarð til viðbótar í allt að átta ár.

Spánn: Rato svarar fyrir sig-beinir spjótum að sósíalistum og Seðlabanka Spánar

Rodrigo Rato, brottrekinn stjórnar­formaður Bankia, spænska bankans, sem myndaður var með sameiningu nokkurra spari­sjóða og komst svo í þrot, er nú byrjaður að svara fyrir sig en Rato er bæði fyrrverandi efnahags­ráðherra Spánar og fyrrverandi for­stjóri Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins.

Spánn: Atvinnuleysi eykst enn-5,7 milljónir án vinnu

Atvinnuleysi eykst enn á Spáni skv. nýjum tölum, sem BBC segir frá í morgun. Á öðrum fjórðungi ársins var atvinnuleysi 24,6% og hafði aukizt úr 24,4% á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta þýðir að nú eru um 5,7 milljónir Spánverja án atvinnu.

Barclays-banki: Frekari rannsóknir á meintu misferli og ný málaferli í Bandaríkjunum

Barclays banki tilkynnti í morgun að brezka fjármála­eftirlitið hefði hafið nýja rannsókn á starfsemi bankans og starfsháttum fjögurra núverandi og fyrrverandi starfsmanna hans að því er fram kemur á Reuters.

Leiðarar

Það er hægt að tala og tala en að lokum eru það verkin sem skipta máli

Það er hægt að tala og tala og allt talið veitir stundum stundarfrest frá vandamálunum en að lokum eru það bara verkin sem skipta máli. Frammi fyrir þessum veruleika standa forráðamenn evru­svæðisins nú. Eftir hrun í viðskiptum með spænsk ríkisskulda­bréf fyrir og eftir helgi fóru spænskir ráðamenn í ferðalag til Berlínar og Parísar.

Í pottinum

Romney og Cameron í sandkassaleik

Pólitíkin er öðrum þræði sandkassaleikur, hvort sem sá sandkassi er á smáeyju norður í höfum eða hjá heimsveldunum. Mitt Romney, sem er í framboði til að verða forseti í Bandaríkjunum kann sig ekki. Hann kemur til London og er boðið í Downingstræti en segir fyrst við bandaríska sjónvarpsstöð, að honum lítist nú eiginlega ekkert á þetta með Olympíuleikana, það sé eiginlega allt í klessu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS