Angela Merkel og Mario Monti heita evrunni stuðning eftir símafund
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, ætla að gera „allt í þeirra valdi til að vernda evru-svæðið“. Þetta segir í sameiginlegri tilkynningu þeirra að loknum símafundi laugardaginn 28. júlí. Fyrirheitið er í sama dúr og þau sem François Hollande Frakklandsforseti...
Meirihluti Þjóðverja telur að þeim sé betur borgið án evru ef marka má niðurstöður skonaðakönnunar sem birt er sunnudaginn 29. júlí. Philipp Rösler, efnahagsmálaráðherra Þýskalands og formaður FDP, ítrekar efasemdir um aðild Gríkkja að evrunni. Bild am Sonntag birtir 29. júlí niðurstöðu Emnid-könnu...
Rúmenía: Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort forsetinn skuli sitja áfram
Rúmenar greiða atkvæði í dag um hvort Traian Basescu, forseti Rúmeníu, skuli neyddur til að afsala sér embætti. Hann er sakaður um að hafa farið á svig við stjórnarskrána. Vinstristjórn Victors Ponta fosætisráðherra beitti sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni. Kannanir benda til að eina von Basescus sé að kosningaþátttaka verði undir 50% og kosningin því ekki bindandi.
Moskva: Réttarhöld hefjast yfir stúlknahljómsveit sem dansaði og söng gegn Pútín í kirkju
Á morgun, mánudag, hefjast í Moskvu réttarhöld yfir þriggja manna kvennahljómsveit, sem nefnist Pussy Riot. Stúlkurnar þrjár, sem skipa hljómsveitina eiga yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa efnt til mótmæla gegn Pútín í kirkju. Sumir, sem um þessi réttarhöld fjalla líkja þeim við réttarhöldin í Moskvu á fjórða áratug síðustu aldar.
Skotland: „Rækjustríði“ forðað við vesturströndina
Skozkum stjórnvöldum tókst að koma í veg fyrir „rækjustríð“ undan vesturströnd Skotlands að því er fram kom í The Scotsman fyrir helgi. Togurum, sem veiða yfirleitt í Norðursjó hefur verið bannað, tímabundið, að veiða á þessu svæði. Allt að 50 skip hafa siglt úr Norðursjó, þar sem lítið er um rækju vestur fyrir, sem hefur leitt til mótmæla sjómanna á vesturströndinni.
Observer: HSBC greiðir fyrir skattsvikum með svissneskum útibúum
Brezka sunnudagsblaðið The Observer segir í dag, að brezkir viðskiptavinir HSBC-bankans, sem nú er til rannsóknar vegna peningaþvottar fyrir fíkniefnabaróna og hryðjuverkamenn svo og vegna LIbor-vaxta svindls, hafi fengið aðstoð dótturfyrirtækis bankans í Sviss til að komast hjá greiðslu samtals 200 milljóna punda í skatta.
Open Europe: Björgun Spánar kostar 650 milljarða evra-þeir peningar eru ekki til
Allsherjar björgun Spánar vegna fjárhagserfiðleika spænska ríkisins mundi fram á mitt ár 2015 kosta um 650 milljarða evra að mati hugveitunnar Open Europe. Forsenda fyrir þessum útreikningum er sú að Spánn gæti ekki sótt peninga á alþóðalega fjármálamarkaði í 3 ár vegna kostnaðar.
Grikkland: Samkomulag um niðurskurð en erfið greiðslustaða
Reuters segir í morgun, að forystumenn Grikkja hafi náð samkomulagi um mest af þeim niðurskurði upp á 11,5 milljarða evra á árunum 2013 og 2014, sem þeir hafa unnið að undanfarið. Þeir eigi að vísu eftir að finna 1,5 milljarð evra og horfi nú til lækkunar launa og eftirlauna í því sambandi.
Sigríður Ingibjörg - frambjóðandi með framtíðarsýn í Samfylkingunni
Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, segir frá því á visir.is sunnudaginn 29. júlí að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar alþingis, útiloki ekki framboð til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í byrjun næsta árs ef svo fer að Jóhanna Sigurðardótti...
Hvað eiga þeir sameiginlegt Barroso, Fule, utanríkisráðherra Íslands og seðlabankastjóri?
Athyglisverðar upplýsingar birtust í Staksteinum Morgunblaðsins í gær um pólitíska fortíð þeirra José Manúel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og stækkunarstjórans, Stefáns Fule, upplýsingar, sem af einhverjum ástæðum birtast ekki á opinberum ferilskrám þeirra. Í ljós kemur að Barroso var maóisti á sinni tíð!