Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Sunnudagurinn 29. júlí 2012

«
28. júlí

29. júlí 2012
»
30. júlí
Fréttir

Angela Merkel og Mario Monti heita evrunni stuðning eftir símafund

Angela Merkel Þýskalandskanslari og Mario Monti, forsætis­ráðherra Ítalíu, ætla að gera „allt í þeirra valdi til að vernda evru-svæðið“. Þetta segir í sameiginlegri tilkynningu þeirra að loknum símafundi laugardaginn 28. júlí. Fyrirheitið er í sama dúr og þau sem François Hollande Frakklands­forseti...

Þýskaland: Meirihlutinn telur efnahag betur borgið utan evru-svæðisins - 71% vilja Grikki á brott frá evru-svæðinu

Meirihluti Þjóðverja telur að þeim sé betur borgið án evru ef marka má niðurstöður skonaðakönnunar sem birt er sunnudaginn 29. júlí. Philipp Rösler, efnahagsmála­ráðherra Þýskalands og formaður FDP, ítrekar efasemdir um aðild Gríkkja að evrunni. Bild am Sonntag birtir 29. júlí niðurstöðu Emnid-könnu...

Rúmenía: Þjóðaratkvæða­greiðsla um hvort forsetinn skuli sitja áfram

Rúmenar greiða atkvæði í dag um hvort Traian Basescu, forseti Rúmeníu, skuli neyddur til að afsala sér embætti. Hann er sakaður um að hafa farið á svig við stjórnar­skrána. Vinstri­stjórn Victors Ponta fosætis­ráðherra beitti sér fyrir þjóðar­atkvæða­greiðslunni. Kannanir benda til að eina von Basescus sé að kosningaþátttaka verði undir 50% og kosningin því ekki bindandi.

Moskva: Réttarhöld hefjast yfir stúlknahljómsveit sem dansaði og söng gegn Pútín í kirkju

Á morgun, mánudag, hefjast í Moskvu réttarhöld yfir þriggja manna kvennahljómsveit, sem nefnist Pussy Riot. Stúlkurnar þrjár, sem skipa hljómsveitina eiga yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa efnt til mótmæla gegn Pútín í kirkju. Sumir, sem um þessi réttarhöld fjalla líkja þeim við réttarhöldin í Moskvu á fjórða áratug síðustu aldar.

Skotland: „Rækjustríði“ forðað við vesturströndina

Skozkum stjórnvöldum tókst að koma í veg fyrir „rækjustríð“ undan vesturströnd Skotlands að því er fram kom í The Scotsman fyrir helgi. Togurum, sem veiða yfirleitt í Norðursjó hefur verið bannað, tímabundið, að veiða á þessu svæði. Allt að 50 skip hafa siglt úr Norðursjó, þar sem lítið er um rækju vestur fyrir, sem hefur leitt til mótmæla sjómanna á vesturströndinni.

Observer: HSBC greiðir fyrir skattsvikum með svissneskum útibúum

Brezka sunnudagsblaðið The Observer segir í dag, að brezkir viðskiptavinir HSBC-bankans, sem nú er til rannsóknar vegna peningaþvottar fyrir fíkniefnabaróna og hryðjuverkamenn svo og vegna LIbor-vaxta svindls, hafi fengið aðstoð dóttur­fyrirtækis bankans í Sviss til að komast hjá greiðslu samtals 200 milljóna punda í skatta.

Open Europe: Björgun Spánar kostar 650 milljarða evra-þeir peningar eru ekki til

Allsherjar björgun Spánar vegna fjárhagserfiðleika spænska ríkisins mundi fram á mitt ár 2015 kosta um 650 milljarða evra að mati hugveitunnar Open Europe. Forsenda fyrir þessum útreikningum er sú að Spánn gæti ekki sótt peninga á alþóðalega fjármála­markaði í 3 ár vegna kostnaðar.

Grikkland: Samkomulag um niðurskurð en erfið greiðslustaða

Reuters segir í morgun, að forystumenn Grikkja hafi náð samkomulagi um mest af þeim niðurskurði upp á 11,5 milljarða evra á árunum 2013 og 2014, sem þeir hafa unnið að undanfarið. Þeir eigi að vísu eftir að finna 1,5 milljarð evra og horfi nú til lækkunar launa og eftirlauna í því sambandi.

Í pottinum

Sigríður Ingibjörg - frambjóðandi með framtíðarsýn í Samfylkingunni

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, segir frá því á visir.is sunnudaginn 29. júlí að Sigríður Ingibjörg Inga­dóttir, þingmaður og formaður fjárlaga­nefndar alþingis, útiloki ekki framboð til formanns Samfylkingar­innar á landsfundi flokksins í byrjun næsta árs ef svo fer að Jóhanna Sigurðardótti...

Hvað eiga þeir sameiginlegt Barroso, Fule, utanríkis­ráðherra Íslands og seðlabanka­stjóri?

Athyglisverðar upplýsingar birtust í Staksteinum Morgunblaðsins í gær um pólitíska fortíð þeirra José Manúel Barroso, forseta framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins og stækkunar­stjórans, Stefáns Fule, upplýsingar, sem af einhverjum ástæðum birtast ekki á opinberum ferilskrám þeirra. Í ljós kemur að Barroso var maóisti á sinni tíð!

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS