Laugardagurinn 23. febrúar 2019

Föstudagurinn 3. ágúst 2012

«
2. ágúst

3. ágúst 2012
»
4. ágúst
Fréttir

Mariano Rajoy: Útilokar ekki að Spánn óski eftir neyðarláni - ætlar enn að auka niðurskurð ríkisútgjalda

Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar, gaf til kynna föstudaginn 3. ágúst að hann væri ekki lengur fráhverfur neyðarláni frá ESB. Lántökukostnaður spænska ríkisins lækkaði niður fyrir 7% eftir yfirlýsingu ráðherrans. Þá boðaði forsætis­ráðherrann enn frekari niðurskurð er nú nefnd talan 102,2 millj...

Ítalía: Sólhlífum lokað á baðströndum til að mótmæla afskiptasemi ESB

Þúsundir einkarekinna ítalskra baðstrandstaða voru lokaðir á háannatíma föstudaginn 3. ágúst þar sem eigendur staðanna mótmæltu nýrri ESB-tilskipun sem þeir telja ógna tilveru sinni. Eigendur um 30.000 strandstaða sem spanna um fjórðung strandlengju Ítalíu og bjóða einfalda þjónustu með sólhlíf og b...

Danmörk: Hælisleitendum fjölgar vegna nýrrar stjórnar­stefnu - sífellt fleiri reyna að lauma sér í Norrænu í Hirtshals

Hælisleitendum hefur fjölgað mikið í Danmörku frá því að Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Jafnaðarmanna­flokksins, myndaði ríkis­stjórn með radíkölum og sósilaískum vinstrimönnum (SF) sem rýmkaði dönsku útlendingalöggjöfina. Hælisleitendur eru nú fleiri í Danmörku en þeir hafa verið undanfarin 10 ár. Sér­fræðingur telur að það megi rekja beint til stefnu og ákvarðana ríkis­stjórnar­innar.

Slóvenar þokast í átt að neyðarláni frá ESB - Moody's lækkar lánshæfiseinkunn - bankar í vanda

Slóvenía gæti orðið næst evru-ríkja til að óska eftir neyðarláni; Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn landsins um þrjú brot föstudaginn 3. ágúst frá A2 í Baa2. Slóvenar standa tvö skref frá því að lenda í rusl­flokki. Þegar þjóðin varð aðili að ESB árið 2004 var henni fagnað sem „besta nemandanum í bekk...

Bild: Þýzkaland græðir á evrukreppunni

Þýzka dagblaðið Bild segir að Þjóðverjar græði á evrukreppunni. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar græða þeir á því að peningar leita til Þýzkalands, sem veldur því að vextir þar lækka. Hins vegar hefur evrukreppan orðið til þess að veikja evruna en sú veiking hefur orðið til þess að örva útflutning Þýzkalands.

Rússar vilja eignast námur við Kirkenes í N-Noregi

Rússar vilja eignast námur í Kirkenesi, sem er nyrzt í Norður-Noregi, eins konar útvörður Noregs við landamæri Noregs og Rússlands. Þetta kemur fram í BarentsObserver í dag. Eigandi járngrýtisnáma við Kirkenes, Australian Northern Iron, kveðst hafa fengið tilboð að upphæð 449 milljónir evra í námurnar.

AGS: Það versta á eftir að koma á evru­svæðinu

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn segir skv. frétt í Guardian í dag að það versta eigi eftir að koma á evru­svæðinu. Mikið áfall á svæðinu geti leitt til 5% efnahagslegs samdráttar.

Leiðarar

Evrukreppan fer að hafa neikvæð áhrif hér eins og annars staðar

Í morgun var ávöxtunarkrafan á spænsk ríkisskulda­bréf á eftir­markaði komin í 7,37% og er því að nálgast það hæsta, sem hún komst í fyrir skömmu. Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn segir í nýrri skýrslu að það versta sé eftir að koma á evru­svæðinu og spáir miklu áfalli, sem geti komið vegna hækkandi lántökukostnaðar einstakra ríkja, minnkandi eftirspurnar frá neytendum og sviptinga í eignaverði.

Í pottinum

Er Össur hræddur um sig?

Breytingar á ríkis­stjórnum valda alltaf áhyggjum þeirra ráðherra sem fyrir eru. Þeir eru yfirleitt ekki í rónni fyrr en þær eru afstaðnar. Þeir eru alltaf hræddir um að breytingarnar snúi að þeim. Þetta er að gerast núna innan Samfylkingar­innar. Katrín Júlíus­dóttir er að koma úr fæðingarorlofi. Væntanlega fær hún sæti í ríkis­stjórninni á ný. Hvernig gerist það? Fer Oddný út?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS