« 8. ágúst |
■ 9. ágúst 2012 |
» 10. ágúst |
Hollande lætur reka Róma-fólk (sígauna) frá Frakklandi - fylgir sömu stefnu og Sarkozy
Frönsk stjórnvöld ráku fimmtudaginn 9. ágúst 350 Róma (sígauna) úr búðum þeirra við borgina Lille skammt frá landamærum Belgíu. Innanríkisráðherra Frakklands lýsti miðvikudaginn 8. ágúst áhyggjum vegna „heilsuspillandi búða“. Með brottflutningnum fylgir stjórn sósíalista sömu stefnu gagnvart Róma-f...
Forseti gríska þingsins í einn dag - skipaði dóttur sína í embætti
Vyron Polydoras, þingmaður Nýja lýðræðisflokksins, var forseti gríska þingsins í einn dag á milli kosninganna 6. maí til 17. júní 2012. Hann réð þá dóttur sína í fast starf hjá þinginu. Nú er krafist afsagnar hans. Polydoras segist ekki hafa gert neitt rangt, lögum samkvæmt hafi hann mátt skipa sex...
Undirheimar - rússnesk yfirvöld finna neðanjarðarbyrgi þar sem fólk hefur búið í áratug
Rússnesk yfirvöld hafa fundið 70 manns, þar af um 20 börn á aldrinum 18 mánaða til 17 ára í neðanjarðarbyrgi nálægt borginni Kazan. Um er að ræða ismlamiskan sértrúarsöfnuð sem búið hefur neðanjarðar í hið minnsta áratug. Flest barnanna eru fædd í þessu 700 fermetra byrgi og höfðu þau aldrei komið undir bert loft að sögn lögreglu fyrr en eftir að það hópurinn fannst.
Réttarhöldum vegna morðákæru á hendur ættstórri kínverskri höfðingjafrú lokið
Allt frá dögum menningarbyltingarinnar fyrir tæpri hálfri öld hefur ekki verið fylgst með neinum kínverskum réttarhöldum af meiri áhuga en þeim sem lauk fimmtudaginn 9. ágúst. Dómsorð verður kveðið upp síðar um hvort Gu Kailai, eiginkona stjórnmálamannsins Bos Xilais, sem nú er fallinn í ónáð, hafi ...
Framkvæmdastjórn ESB verður að standa fast á kröfum sínum í makríl-málinu og um bann við hvalveiðum í aðildarviðræðunum við Íslendinga segir sérfræðingur hjá hugveitunni Centre for European Reform í London. Markmið hugveitunnar er að vinna að betri starfsháttum innan ESB, hún er hlynnt ESB en ekki gagnrýnislaust eins og segir á vefsíðu hennar.
Grikkland: Vandamál og tafir valda áhyggjum
Vandamál virðast komin upp innan grísku ríkisstjórnarinnar um 11,5 milljarða evra niðurskurð útgjalda á næstu tveimur árum, sem áður hafði náðst samkomulag um. Jafnframt hafa fulltrúar þríeykisins upplýst að niðurstöður þeirra um hvernig Grikkjum gengur að uppfylla lánaskilmála liggi ekki fyrir fyrr en í október en áður hafði verið búizt við að þær kæmu í september.
Seðlabanki Evrópu svartsýnni á evrusvæðið
Seðlabanki Evrópu er nú svartsýnni á efnahagsþróun á evrusvæðinu en hann hefur áður verið og telur skv. nýrri spá, að hagvöxtur á svæðinu öllu verði ekki nema 0,6% á næsta ári en fyrri spá gerði ráð fyrir 1% hagvexti. Þá telur SE að efnahagslægðin verði meiri í ár en hann hafði áður áætlað.
Tony Blair telur hættu á að Bretland yfirgefi ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu
Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, sem fjölmiðlar þar í landi telja að íhugi endurkomu í stjórnmálin segist í samtali við þýzka vikublaðið Die Zeit hafa miklar áhyggjur af því að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um afstö...
Standard Chartered íhugar málsókn gegn eftirlitsaðila vegna álitshnekkis
Standard Chartered, brezki bankinn, sem á yfir höf'ði sér að missa bankaleyfi í Bandaríkjunum vegna viðskipta við Íran, kannar nú möguleika á að hefja málsókn á hendur þeim bandariska eftirlitsaðila, sem hefur sakað bankann um að vera „svindlstofnun“. Lögfræðilegir ráðgjafar bankans telja að það get...
Evran vegur að fjölbreytninni, sjálfum kjarna Evrópu
Umræður um evru-vandann snúast í ríkara mæli en áður um annað en efnahagsmál og ríkisfjármál. Æ fleiri stjórnmálamenn og álitsgjafar innan Evrópusambandsins átta sig á að annað er í húfi en sameiginleg mynt. Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, sem aldrei hefur staðið frammi fyrir kjósendum heldur talar fyrir hönd ESB-elítunnar telur að þjóðþing einstakra ESB landa hafi of mikil völd.
Þurfa stjórnmálaflokkar að eiga blöð?
Hún er lífsseig sú skoðun manna í stjórnmálaflokkum, að þeir verði að eiga blað eða ráða yfir blaði til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri ef marka má fréttir DV og Smugunnar um að Framsóknarmenn ásælist Fréttatímann. Fjölmiðlun hefur breytzt mjög mikið á undanförnum áratugum.