« 11. ágúst |
■ 12. ágúst 2012 |
» 13. ágúst |
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði ríkisútvarpinu að kvöldi sunnudags að teldu stjórnarflokkarnir sig ekki geta staðið við sáttmála sinn um ESB við myndun ríkisstjórnarinnar þyrftu menn „menn auðvitað að skoða stöðuna algerlega upp á nýtt“. Nokkuð uppnám hefur orðið vegna ummæla tveggja r...
Ítalía: Smygl á verðmætum úr landi stóreykst - peningahundar þefa uppi smyglara á flugvöllum
Efnahagsbrotalögregla Ítalíu skýrði frá því laugardaginn 11. ágúst að hún hefði aldrei fyrr gert jafnmikið upptækt af reiðufé, gulli og silfri sem flytja átti ólöglega úr landi. Alls hefur lögreglan á þessu ári lagt hald á vermæti sem virt eru á 41 milljarð evra í höfnum og flughöfnum landsins, er þ...
Grikkland: Ágreiningur um frekari niðurskurð er enn óleystur
Þótt fréttir fyrir skömmu hafi bent til þess að stjórnarflokkarnir í Grikklandi hafi náð samkomulagi sín í milli um 11,5 milljarða niðurskurð opinberra útgjalda á árunum 2013 og 2014 er ljóst að svo er ekki.
Fyrrverandi innanríkisráðherra Austurríkis og þingmaður á Evrópuþinginu, Ernst Strasser, hefur verið ákærður fyrir að taka við mútum gegn því að beita áhrifum sínum á lagasetningu á Evrópuþinginu. Það voru blaðamenn frá Sunday Times, sem kynntu sig sem fulltrúa tiltekins fyrirtækis og buðu þingmanninum 100 þúsund evrur árlega fyrir að beita áhrifum sínum á þann veg.
Noregur: Stóraukinn fiskútflutningur til Rússlands-minnkandi til ESB-ríkja
Útflutningur Norðmanna á fiskafurðum til Spánar og Ítalíu hefur dregizt mikið saman að sögn BarentsObserver en Rússlandsmarkaður hefur tekið við og að einhverju leyti Kína og Brasilía.
VG verður að hrökkva eða stökkva
Um hvað ætli Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir vilji ræða við Samfylkinguna eins og þær báðar lögðu áherzlu á í samtali við RÚV í gær? Báðar lögðu áherzlu á breytta stöðu innan ESB frá því að aðildarumsóknin var lögð fram. Getur verið að sú breytta staða hafi ekki verið rædd í ríkisstjórninni?