Laugardagurinn 21. apríl 2018

Þriðjudagurinn 14. ágúst 2012

«
13. ágúst

14. ágúst 2012
»
15. ágúst
Fréttir

Fulltrúi í ESB-viðræðu­nefnd utanríkis­ráðherra bætist í hóp efasemdarmanna um gagnsemi viðræðnanna - segir utanríkis­ráðherra halda vel á málum

Níu stuðningsmenn ríkis­stjórnar­innar af tólf í þing­flokki vinstri-grænna (VG) hafa lýst efasemdum um að rétt sé að halda óbreyttri stefnu í ESB-aðildarviðræðunum.

Austurríki: Milljarðamæringur boðar nýjan stjórnmála­flokk gegn evrunni

Frank Stronach (79 ára), austurrískur milljarðamæringur, ætlar að stofna nýjan stjórnmála­flokk í Austurríki með tvö meginmarkmið: að berjast gegn evrunni og spillingu. „Í lok september munum við kynna nýjan stjórnmála­flokk til sögunnar.

Bretland: Meirihluti þjóðar­innar telur áhrif ESB-aðildar neikvæð - 46% vilja ganga úr ESB

Ný könnun í Bretlandi, Angus Reid Public Opinion, sýnir að meirihluti svarenda telur að aðild landsins að ESB sé til ógagns fyrir þjóðina og næstum helmingur vill segja sig úr sambandinu. Í netkönnun meðal 2004 Breta sögðu 54% svarenda að ESB-aðild hefði verið neikvæð fyrir Bretland en aðeins 33% að hún sé jákvæð.

Noregur: Hvatt til aukinnar öryggisgæslu í ljósi fjöldamorðanna 22. júlí - aukafundar krafist í stórþinginu - Stoltenberg sætir gagnrýni

Rannsóknar­nefnd á voðaverkum Breiviks í Ósló og Útey 22. júlí 2011 skilaði skýrslu mánudaginn 13. ágúst. Þar er að finna harða gagnrýni á yfirvöld norskra öryggismála og þó sérstaklega lög­regluna vegna aðgæsluleysis og skorts á réttum viðbrögðum. Jens Stoltenberg, forsætis­ráðherra Noregs, viðurkenni...

Noregur: Vaxandi þrýstingur á Stoltenberg að segja af sér í kjölfar rannsóknarskýrslu

Vaxandi þrýstingur er nú í Noregi á Jens Stoltenberg, forsætis­ráðherra að segja af sér og axla þar með ábyrgð á atburðunum, sem urðu í miðborg Oslóar og á Útey á síðasta ári. Þessar kröfur koma fram í kjölfar mjög gagnrýninnar skýrslu rannsóknar­nefndar sem sett var á stofn vegna þessara atburða.

Holland: Sósíalistar líklegir sigurvegarar kosninga

Sósíalista­flokkurinn í Hollandi, sem er lengst til vinstri er líklegur sigurvegari í þingkosningum, sem fara fram þar í landi í næsta mánuði að því er fram kemur í Wall Street Journal í dag. Blaðið segir ástæðuna óánægju kjósenda með aðhalds­stefnu, sem sé undir áhrifum frá Þýzkalandi og björgunaraðgerðir vegna annarra evruríkja.

Gordon Brown: Sjálfstætt Skotland spor aftur á bak

Gordon Brown, fyrrverandi forsætis­ráðherra Bretlands, sagði í ræðu á alþjóðlegri bókamessu í Edinborg í gær, að sjálfstæði Skotlands yrði spor aftur á bak. Hann sagði samband Englands og Skotlands byggjast á sameiningu auðlinda og sameiginlegri nýtingu þeirra og benti á árangur reiðhólagengis Stóra-Bretlands á Olympíuleikunum sem dæmi um það að sameining auðlinda skilaði árangri.

Reuters: 0,3% hagvöxtur í Þýzkalandi-stöðnun í Frakklandi-0,2% samdráttur á evru­svæðinu

Hagvöxtur varð í Þýzkalandi á öðrum fjórðungi þessa árs en stöðnun í Frakklandi að þvi er fram kemur hjá Reuters-fréttastofunni í morgun. Um var að ræða 0,3% vöxt. Hins vegar hafa nýjar tölur um þróunina á þriðja fjórðungi ársins bent til minnkandi pantana, minni framleiðslu, minni innflutnings og útflutnings.

Leiðarar

Árni Páll biður um „plan B“ í ESB-málinu - ætlar hann að sjá um Jóhönnu og Össur?

Þvermóðska en ekki tillit til þjóðar­hags heldur ríkis­stjórninni á lífi. Jóhanna Sigurðar­dóttir er tákngervingur hinnar pólitísku þvermóðsku.

Í pottinum

Ríkisútvarpið: Gunnar Helgi mildar ummæli Jóhönnu en veitist samt að VG

Jóhanna Sigurðar­dóttir hljóp á sig í hádegisfréttatíma ríkisútvarpsins mánudaginn 13. ágúst þegar hún sakaði með­ráðherra úr VG um „panik viðbrögð“ og rætt var um „kosningaskjálfta“ í óvirðingarskyni við ráðherrana. Í hádegisútvarpi ríkisútvarpsins þriðjudaginn 14. ágúst tók Gunnar Helgi Kristinss...

Hver verða viðbrögð forystusveitar Samfylkingar við hugmyndum Stefáns Ólafssonar?

Mjög ákveðnar hugmyndir Stefáns Ólafssonar, prófessors, um að hugsanlega eigi að fresta viðræðum um aðild að Evrópu­sambandinu eru sterk vísbending um að áhrifafólk innan Samfylkingar­innar er farið að hugsa sinn gang.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS