« 18. ágúst |
■ 19. ágúst 2012 |
» 20. ágúst |
Mario Monti: Evran má ekki verða „fleygur“ sem skiptir ESB
Evran má ekki verða „fleygur“ milli norðurhluta Evrópu og suðurhlutans þar sem ríki berjast við skuldir sagði Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sunnudaginn 19. ágúst. „Sorglegast yrði fyrir Ítalíu og Evrópu að sjá evruna verða, vegna mistaka okkar, að fleyg sem leiðir til fordóma íbúa í ...
Þess sjást merki að leitað sé á samnefnara milli Samfylkingar og VG í ESB-málum eftir uppnám undanfarna daga vegna vaxandi gagnrýni innan VG á stöðu ESB-viðræðnanna og þróunina innan ESB. Svandís Svavarsdóttir (VG) umhverfisráðherra leitast við að milda Samfylkinguna, samstarfsflokkinn í ríkisstjórn...
Ítalía: „Snekkjuliðið“ fær ekki frið fyrir skattheimtumönnum og umhverfisgæzlumönnum
Snekkjueigendur eða leigutakar á lúxussnekkjum, sem leggja snekkjum sínum nálægt eyjum undan ströndum Ítalíu, eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. „Snekkjuliðið“ (the yachtowning classes) fær ekki frið fyrir skattheimtumönnum og umhverfisverndarmönnum, sem nota þyrlur til að fylgjast með þeim og að þeir leggi ekki snekkjum sínum á svæðum, þar sem það er bannað.
Rothschild lávarður tekur stöðu gegn evrunni
Rothschild, lávarður, sem er meðlimur hinnar þekktu bankafjölskyldu, sem ber sama nafn hefur tekið 130 milljón punda stöðu gegn evrunni, að því er fram kemur í Daily Telegraph. Þetta gerir hann í gegnum RIT Capital Partners, sem er tæplega tveggja milljarða punda fjárfestingarsjóður, en lávarðurinn er starfandi stjórnarformaður sjóðsins.
VG: Verður aðildarumsóknin ekki rædd á flokksráðsfundinum?!!!
Í Morgunblaðinu í gær kemur fram, að ESB er ekki á dagskrá flokksráðsfundar VG, sem haldinn verður um næstu helgi.