« 29. ágúst |
■ 30. ágúst 2012 |
» 31. ágúst |
Unnið er að því meðal útgerðar- og sjómanna í Noregi og Evrópusambandsríkjunum að þrýsta á Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, fyrir viðræðufund um makríldeiluna sem verður í London mánudaginn 3. september. Til fundarins var boðað eftir Damanaki og sjávarútvegsráðherra Noregs höfðu hitt Steingrí...
Sarkozy boðnar 38,5 m kr. fyrir fyrirlestur hjá Morgan Stanley
Morgan Stanley fjármálafyrirtækið hefur boðið Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta, 250.000 evrur (38,5 m ISK) fyrir að tala á ráðstefnu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í franska vikublaðinu Le Canard Enchainé. Tilboðið felur í sér að Sarkozy tali í 45 mínútur og sitji einnig fyrir á mynd...
Grikkland: Minnkandi neyzla en hækkandi verð
Neyzla almennings í Grikklandi fer minnkandi og verðlag fer hækkandi.
Kínverjar halda áfram að fjárfesta í skuldabréfum evruríkja
Kínverjar munu halda áfram að fjárfesta í ríkisskuldabréfum Evrópuríkja að því er fram kom hjá Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína á fundi hans með Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands, sem er í Peking í morgun. Hins vegar tók forsætisráðherrann fram, að þau kaup mundu byggjast á áhættumati.
Bretland: SFO rannsakar þóknanir Barclays í Miðausturlöndum vegna sölu hlutafjár
Eftirlitsstofnun í Bretlandi, sem heitir Serious Fraud Office (SFO) (og hefur komið við sögu í rannsókn á viðskiptum hinna föllnu íslenzku einkabanka) hefur hafið rannsókn á viðskiptum Barclays banka, sem er einn stærsti banki Bretlands við fjárfestingarsjóð í Katar.
Merkel og Monti á öndverðum meið um bankaleyfi til ESM
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands og Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, staðfestu skoðanaágreining sinn eftir fund í Berlín í gær. Monti telur, að hinn varanlegi neyðarsjóður ESB (ESM) eigi að fá bankaleyfi, sem þýðir að hann getur tekið lán hjá Seðlabanka Evrópu í því skyni að kaupa skuldabréf og draga þar með úr lántökukostnaði ríkjanna við Miðjarðarhaf.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er ákafur ESB-aðildarsinni og skrifar stundum „pepp“-greinar fyrir ESB-málstaðinn. Hann færði rök fyrir því á Pressunni í maí 2011 að samingur við ESB lægi fyrir eftir rúmlega ár, það er um mitt ár 2012. Þá hæfist kynning á honum og undirbúningur...
Ráðningarmál í klessu hjá ríkisstjórninni - Jóhanna svarar út í hött
Jóhanna Sigurðardóttir svaraði fréttastofu ríkisútvarpsins eins og við var að búast þegar hún var spurð álits á nýjasta vandræðamáli ríkisstjórnarinnar: úrskurði kærunefndar jafnréttismála gegn Ögmundi Jónassonar innanríkisráðherra vegna skipunar í embætti sýslumannsins á Húsavík.
Ríkisráðið blessar ESB-aðlögun stjórnarráðsins – hreinsanir meðal embættismanna
Ríkisráðið kemur saman til fundar í dag, fimmtudaginn 30. ágúst klukkan 14.00. Þar verður iðnaðarráðuneytið formlega fært inn í nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti ásamt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, og efnahags- og viðskiptaráðuneytið verður sameinað fjármálaráðuneytinu. Ráðherra...