« 30. ágúst |
■ 31. ágúst 2012 |
» 1. september |
Spænsk stjórnvöld stofna „vondan banka“ með öllum „eitruðum eignum“ skuldsettra banka landsins
Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að stofna „vondan banka“ þar sem öllum „eitruðum eignum“ skuldsettra banka landsins verður skipaður sess. Markmiðið er að með þessu léttist byrði bankanna og þeir verði betur í stakk búnir til að takast á við verkefni líðandi stundar og framtíðarinnar.
Fjölmiðlar skýra frá því að seðlabankastjóri Þýskalands hafi íhugað að segja af sér til að mótmæla áformum Seðlabanka Evrópu (SE) um að kaupa ríkisskuldabréf. Ráðamenn í Berlín vilja hins vegar ekki að hann hverfi úr starfi sínu án þess að hugað sé frekar að málinu.
Boris Berezovsky tapar milljarðamáli gegn Roman Abramovitsj í London
Roman Abramovitsj, rússneski auðkýfingurinn sem á Chelsea-knattspyrnufélagsins, hefur unnið dómsmál gegn Boris Berezovsky, landflótta rússneskum auðkýfingi. Málið var rekið fyrir dómstóli í London þar sem Berezovsky (65 ára) býr. Hann taldi að Abramovitsj (45 ára) hefði svikið sig í viðskiptum.
Evru-svæðið: Fjöldi atvinnulausra í fyrsta sinn yfir 18 milljónir
Fjöldi atvinnulausra í evru-ríkjunum 17 fór yfir 18 milljónir manna í júli að sögn hagstofu ESB föstudaginn 31. ágúst. Atvinnulausum fjölgaði um 88.000 í júlímánuði en hlutfallið hélst hið sama og í júní 11,3% að sögn Eurostat. Tala atvinnulausra, 18.002.000 hefur ekki verið hærri síðan skýrslutaka...
Spánn: Valencia þarf 4,5 milljarða evra, Katalónía 5 milljarða og Murcia 300 milljónir evra
Valencia, eitt spænsku sjálfsstjónarsvæðanna tilkynnti í gær, að héraðið mundi sækja um eins milljarðs evra aðstoð til sérstaks neyðarsjóðs fyrir héruðin, sem spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja á fót. Áður hafði Valencia tilkynnt um 3,5 milljarða fjárþörf. Þessar óskir koma til viðbótar 5 milljörðum evra, sem Katalónía segist þurfa til þess að geta greitt skuldir sínar í ár.
Aþena: Lögrelumenn, slökkviliðsmenn og strandgæzla mótmæla í dag
Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og starfsmenn grísku strandgæzlunnar efna til mótmælafundar í Aþenu í dag vegna fyrirhugaðs frekari niðurskurðar í opinberum útgjöldum. Þetta kemur fram á ekathimerini í morgun. Þessir hópar eiga yfir höfði sér frekari lækkun launa, bónusa og hlunninda.
Átök um starfssvið sameiginlegs evrópsks fjármálaeftirlits milli Brussel og Berlínar
Financial Times segir í dag, að tillögur framkvæmdastjórnar ESB um sameiginlegt fjármálaeftirlit fyrir svæðið allt muni leiða til átaka á milli framkvæmdastjórnarinnar annars vegar og Þýzkalands og Seðlabanka Evrópu hins vegar. Síðarnefndu aðilarnir hvetji til þess að rólega verði farið í myndun bankabandalags en framkvæmdastjórnin geri ráð fyrir í tillögum sínum.
Wolfgang Schauble: Reynzlan sýnir að fjármálafyrirtæki þurfa strangt eftirlit
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands segir í grein í Financial Times í dag að kjarni þess, sem læra megi af fjármálakreppunni, sem skall á haustið 2008 sé að eigið eftirlit og eins konar málamynda eftirlit virki ekki í fjármálageiranum. Án viðunandi regluverks og vandaðs eftirlits muni hagsmunir einstalinga og kerfisins rekast á.
Markaðurinn ræður ekki við eftirlit með fjármálafyrirtækjum- segir Schauble
Í umræðum um eftirlit með margvíslegri starfsemi í viðskipta- og atvinnulífi hafa talsmenn hins frjálsa markaðar oft orð á því, að markaðurinn hafi eftirlit með sjálfum sér og refsi þeim, sem standi sig ekki eða brjóti lög og reglur. Þess vegna sé hann bezti eftirlitsaðilinn með sjálfum sér.
Fréttastofan rekur Magnús Hlyn á Suðurlandi – býr hún sig undir landvinninga í Brussel?
Eiríkur Jónsson segir þessa frétt á vefsíðu sinni, erikurjonsson.is, föstudaginn 31. ágúst: „Ég er bæði sár og svekktur og veit ekki hvað ég hef gert af mér,“ segir hinn ástsæli sjónvarpsmaður á Suðurlandi, Magnús Hlynur Hreiðarsson, en Ríkisútvarpið sagði honum upp í morgun. Með þessu ætlar ...