« 5. september |
■ 6. september 2012 |
» 7. september |
Undanfarna daga hafa birst fréttir á vefsíðum í Noregi og Svíþjóð þar sem blaðamenn undrast þau kjör sem eru á lánum sem íslenska ríkið tók í þessum löndum árið 2009 til þess að ná sér á strik eftir bankahrunið.
Þýski seðlabankinn gagnrýnir harðlega ríkisskuldabréfakaup SE
Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands, gagnrýnir harðlega niðurstöðuna í 23 manna ráði Seðlabanka Evrópu (SE), sem miðar að því að kaupa ríkisskuldabréf til að lækka lántökukostnað skuldsettra evru-ríkja.
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, flutti þrumandi 50 mínútna ræðu á flokksþingi demókrata í Charlotte, Norður-Karólínu, að kvöldi miðvikudags 5. september. Hvatti hann flokksmenn til að fylkja sér á bakvið Barack Obama, hann þyrfti lengri tíma en fjögur ár til að taka til eftir óstjórn re...
Svíþjóð: Miklar fjárfestingar í samgöngum vegna námuvinnslu í Norður-Svíþjóð
Svíar ætla að leggja í miklar fjárfestingar í Norður-Svíþjóð og setja 3,5 milljarða sænskra króna í járnbrautir í þágu námuiðnaðarins í norðurhluta landsins. Þetta kemur fram á BarentsObserver. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir fjárframlögum til framkvæmda, sem eiga að ýta undir vöxt í námuiðnaðinum þar.
Grikkland: Vaxandi fylgi við Gullna Dögun-þriðji stærsti flokkurinn
Ný könnun, sem kynnt var í Grikklandi í morgun sýnir vaxandi fylgi við Gullna Dögun, sem gríski vefmiðillinn ekathimerini kallar nýfasistaflokk. Samkvæmt þessari könnun, sem birt var í vikublaðinu To Podiki er hin Gullna Dögun orðin þriðji stærsti flokkur Grikklands á eftir Nýja lýðræðiflokki Samaras og SYRIZA með 10,5% fylgi.
Holland: Verkamannaflokkurinn brunar fram-sósíalistar tapa fylgi
Verkamannaflokkurinn í Hollandi brunar nú fram í skoðanakönnunum og hefur þar með vikið til hliðar Sósíalistum, sem lengi sýndu mest fylgi vegna þingkosninga, sem fram fara í landinu á miðvikudag í næstu viku.
Frankfurt: Bankaráð SE hóf fund kl. 7.00 í morgun um kaup skuldabréfa Spánar og Ítalíu
Bankaráð Seðlabanka Evrópu kom saman til fundar kl.
Seðlabanki í evru-kreppu - fer hann inn á grátt svæði?
Innan Evrópusambandsins og þó sérstaklega á Spáni og Ítalíu bíða ráðamenn með öndina í hálsinum í dag, fimmtudaginn 6. september. Ráð Seðlabanka Evrópu (SE) kemur saman í Frankfurt og fjallar um evru-vandann. Bankinn er til vegna evrunnar og hlutverk hans er að halda henni á lífi innan þeirra marka...
Schengen II: Dagleg þátttaka í Schengensamstarfi
Þegar Íslendingar hófu virka þátttöku Schengensamstarfinu vorið 2001 voru aðildarríki þess 15, nú eru þau 26 með 500 milljón íbúum. Á þessum árum hefur fjölgað reglum sem tengjast framkvæmd samstarfsins og er talið að þær séu nú um 200 sem mynda hið svonefnda Schengen acquis eða Schengenréttarrreglurnar.
Verður samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið kölluð saman vegna launaákvarðana Guðbjarts?
Hinn 22. mars 2011 gaf Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra út siðareglur ráðherra. Í upphafi þeirra segir: *1. gr. Störf ráðherra.* *a. Ráðherra sinnir starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika. Hann beitir því valdi er fylgir embættinu á grundvelli laga og stjórnarskrár af hófsemi ...