Þriðjudagurinn 24. maí 2022

Fimmtudagurinn 6. september 2012

«
5. september

6. september 2012
»
7. september
Fréttir

Vefsíður í Noregi og Svíþjóð undrast óhagstæð kjör á lánum til Íslands - telja að íslenskir skattgreiðendur sæti afarkostum - engar kvartanir frá íslenskum ráðamönnum

Undanfarna daga hafa birst fréttir á vefsíðum í Noregi og Svíþjóð þar sem blaðamenn undrast þau kjör sem eru á lánum sem íslenska ríkið tók í þessum löndum árið 2009 til þess að ná sér á strik eftir bankahrunið.

Þýski seðlabankinn gagnrýnir harðlega ríkisskulda­bréfakaup SE

Jens Weidmann, seðlabanka­stjóri Þýskalands, gagnrýnir harðlega niðurstöðuna í 23 manna ráði Seðlabanka Evrópu (SE), sem miðar að því að kaupa ríkisskulda­bréf til að lækka lántökukostnað skuldsettra evru-ríkja.

Seðlabanki Evrópu tekur til við kaup á ríkisskulda­bréfum - engin takmörk sett - ríki óski eftir stuðningi og fullnægi skilyrðum

Seðlabanki Evrópu (SE) ætlar að nýju að hefja kaup á ríkisskulda­bréfum evru-landa.

Bill Clinton veitir Obama öflugan stuðning - deilt um Guð og Jerúsalem á flokksþinginu - gyðingar reiðir

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja­forseti, flutti þrumandi 50 mínútna ræðu á flokksþingi demókrata í Charlotte, Norður-Karólínu, að kvöldi miðvikudags 5. september. Hvatti hann flokksmenn til að fylkja sér á bakvið Barack Obama, hann þyrfti lengri tíma en fjögur ár til að taka til eftir óstjórn re...

Svíþjóð: Miklar fjárfestingar í samgöngum vegna námuvinnslu í Norður-Svíþjóð

Svíar ætla að leggja í miklar fjárfestingar í Norður-Svíþjóð og setja 3,5 milljarða sænskra króna í járnbrautir í þágu námuiðnaðarins í norðurhluta landsins. Þetta kemur fram á BarentsObserver. Í fjárlaga­frumvarpi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir fjárframlögum til framkvæmda, sem eiga að ýta undir vöxt í námuiðnaðinum þar.

Grikkland: Vaxandi fylgi við Gullna Dögun-þriðji stærsti flokkurinn

Ný könnun, sem kynnt var í Grikklandi í morgun sýnir vaxandi fylgi við Gullna Dögun, sem gríski vefmiðillinn ekathimerini kallar nýfasista­flokk. Samkvæmt þessari könnun, sem birt var í vikublaðinu To Podiki er hin Gullna Dögun orðin þriðji stærsti flokkur Grikklands á eftir Nýja lýðræði­flokki Samaras og SYRIZA með 10,5% fylgi.

Holland: Verkamanna­flokkurinn brunar fram-sósíalistar tapa fylgi

Verkamanna­flokkurinn í Hollandi brunar nú fram í skoðanakönnunum og hefur þar með vikið til hliðar Sósíalistum, sem lengi sýndu mest fylgi vegna þingkosninga, sem fram fara í landinu á miðvikudag í næstu viku.

Leiðarar

Seðlabanki í evru-kreppu - fer hann inn á grátt svæði?

Innan Evrópu­sambandsins og þó sérstaklega á Spáni og Ítalíu bíða ráðamenn með öndina í hálsinum í dag, fimmtudaginn 6. september. Ráð Seðlabanka Evrópu (SE) kemur saman í Frankfurt og fjallar um evru-vandann. Bankinn er til vegna evrunnar og hlutverk hans er að halda henni á lífi innan þeirra marka...

Pistlar

Schengen II: Dagleg þátttaka í Schengen­samstarfi

Þegar Íslendingar hófu virka þátttöku Schengen­samstarfinu vorið 2001 voru aðildarríki þess 15, nú eru þau 26 með 500 milljón íbúum. Á þessum árum hefur fjölgað reglum sem tengjast framkvæmd samstarfsins og er talið að þær séu nú um 200 sem mynda hið svo­nefnda Schengen acquis eða Schengenréttarr­reglurnar.

Í pottinum

Verður samhæfingar­nefnd um siðferðileg viðmið kölluð saman vegna launaákvarðana Guðbjarts?

Hinn 22. mars 2011 gaf Jóhanna Sigurðar­dóttir forsætis­ráðherra út siða­reglur ráðherra. Í upphafi þeirra segir: *1. gr. Störf ráðherra.* *a. Ráðherra sinnir starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika. Hann beitir því valdi er fylgir embættinu á grundvelli laga og stjórnar­skrár af hófsemi ...

Annir framundan hjá Össuri

Ekki er ósennilegt að einhverjir þingmenn stjórnar­flokkanna fari að hugsa sér til hreyfings á næstu mánuðum til þess að tryggja stöðu sína að kosningum loknum. Nokkuð ljóst er að margir þeirra eiga ekki afturkvæmt á þing.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS