Fimmtudagurinn 12. desember 2019

Föstudagurinn 14. september 2012

«
13. september

14. september 2012
»
15. september
Fréttir

Hugveita í London: Stöðva ber allar fiskveiðar innan ESB í fimm ár - eina leiðin til að gera veiðar sjálfbærar

Hugveita (þanka-tankur) í London, New Economics Foundation (NEF) hefur lagt til að allar fiskveiðar verði bannaðar innan lögsögu ESB, aðeins á þann veg verði unnt að bjarga fisk­stofnum, þeir yrðu sjálfbærir innan fimm ára.

Spánn: Ríkissjónvarpið gagnrýnt fyrir að birta frétt um gönguna í Barcelona sem fimmtu frétt

Ríkissjónvarpið á Spáni liggur nú undir ámæli fyrir að reyna að gera lítið úr kröfugöngunni í Barcelona sl. þriðjudag, en frétt um gönguna var fimmta frétt í kvöldfréttum Spánarsjónvarpsins.

NYTimes: Fjármálakreppan kallar fram skilnaðarkröfu í Katalóníu

Sl. þriðjudag tóku hundruðir þúsunda þátt í kröfugöngu í Barcelona á Spáni, þar sem krafizt var sjálfstæðis Katalóníu frá Spáni. New York Times segir að fjármálakreppan hafi kallað fram þjóðmenningarleg viðhorf og efnahagslega reiði, sem lengi hafi verið fyrir hendi í héraðinu, sem hafi eigið tungmál og finni til sérstakrar þjóðar­vitundar.

Spánn: Frakkar og Ítalir hvetja til umsóknar um neyðarlán-Þjóðverjar andvígir

Spánn liggur nú undir miklum þrýstingi frá öðrum aildarríkjum evru­svæðisins, þar sem togað er í báðar áttir. Fréttaritari Daily Telegraph í Brussel segir að Frakkar leggi hart að Spáni að sækja um neyðaraðstoð og kyngja þeim skilmálum, sem fylgi. Ein ástæðan er sú að Frakkland hafi lánað mikið til ríkjanna við Miðjarðarhaf.

DT: Skipulagður hópur þingmanna Íhalds­flokks vill knýja fram leiðtogakjör

Hópur þingmanna Íhalds­flokksins vinnur nú að því að fá fram leiðtogakjör í flokknum. Til þess þurfa 46 þingmenn að skrifa undir áskorun um slíka kosningu. Nú þegar hafa 12 þingmenn skrifað undir slíkt bréf. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í morgun. Blaðið kveðst hafa talað við tvo þingmenn, sem hafi verið beðnir um að skrifa undir.

Leiðarar

Alþingi vill ekki ræða aðildarumsóknina-Á að efna til þjóðfundar?

Það er alveg sama hvað þingmenn tala mikið um að þeir þurfi að endurreisa virðingu Alþingis. Það gerist ekki meðan þingið sér ekki ástæðu til að ræða stærstu mál þjóðar­innar eins og aðildarumsóknina að Evrópu­sambandinu, verkefnin í Nýja Norðrinu og önnur slík mál. Hvað gerðist í umræðum um stefnuræðu forsætis­ráðherra í fyrrakvöld?

Pistlar

Tímaskekkja Fréttablaðsins vegna ESB-umsóknarinnar

Þórður Snær Júlíusson skrifar leiðara í Fréttablaðið föstudaginn 14. september undir fyrirsögninni: Besti tíminn. Með þeim orðum vísar hann til þess að nú sé besti tíminn fyrir Íslendinga til að ljúka samningum við Evrópu­sambandið. Kenningin er sett fram tveimur dögum eftir að 659 þingmenn á ESB-þin...

Í pottinum

Verður Össur bjargvættur Samfylkingar?

Út á við lætur Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, sem hann hafi engan áhuga á að taka við formennsku í Samfylkingunni á ný. Inn á við gegnir öðru máli. Ráðherrann er iðinn við að koma því sjónarmiði á framfæri að hann sé eini maðurinn, sem hafi burði til að halda Samfylkingunni í ríkis­stjórn eftir kosningar. Staða Össurar er að þessu leyti sterk.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS