« 15. september |
■ 16. september 2012 |
» 17. september |
Nýr formaður Danska Þjóðarflokksins vill breytingar á innflytjendapólitík
Kristian Thuelsen Dahl, hefur nú tekið við af Piu Kjærsgaard, sem formaður Danska Þjóðarflokksins. Í fyrstu ræðu sinni lagði hann áherzlu á að breyta þyrfti innflytjendapólitíkinni í Danmörku, Hann vill takmarka fjölda innflytjenda frá öðrum löndum en vestrænum og taka upp aftur svokallað punktakerfi.
Mikill fjöldi fólks kom saman til mótmælafundar í Madrid í gær til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Fólk kom hvaðanæva að á Spáni til að taka þátt í mótmælunum. New York Times telur að tugir þúsunda hafi verið á götum borgarinnar. Mikill mannfjöldi mótmælti líka í Lissabon í Portúgal.
Darling: Það verður að auka eftirlit með starfi bankastjóra Englandsbanka
Áform um að breikka starfssvið Englandsbanka valda því að Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta telur nauðsynlegt að auka eftirlit með starfi Englandsbankastjóra.
Sunday Telegraph: Færri en 100 þorskar eldri en 13 ára í öllum Norðursjónum
Úrtak af lönduðum fiski í evrópskum höfnum bendir til þess að ekki einn einasti þorskur, eldri en 13 ára hafi veiðst í Norðursjó á síðasta ári. Þessar niðurstöður hafa vakið áhyggjur um stöðu þorskstofnsins á þessu svæði þar sem þorskurinn getur lifað í allt að 25 ár. Þetta bendi til hnignunar stofnsins. Frá þessu segir í Sunday Telegraph í dag.
ESB: Deilt um starfssvið sameiginlegs fjármálaeftirlits á ráðherrafundi á Kýpur
Harðar deilur urðu á fundi fjármálaráðherra ESB-ríkjanna á fundi á Kýpur í gær vegna tillögu Michel Barnier, eins fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB um að sameiginlegt bankaeftirlit taki til starfa í janúar. Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, segir, að þessi áform séu ekki framkvæmanleg á þessum tíma.
Prófessor Stefán grípur til uppnefna og ónefna til varnar vondum málstað
Þeir sem muna umræður hér á landi á tímum kalda stríðisins minnast þess að stundum gerðu menn mikið veður út af því að hinn eða þessi erlendi fræðimaðurinn eða boðandi ákveðinna skoðana kæmi hingað til lands og kynnti sjónarmið sín. Þessi tími er liðinn og almennt kippa menn sér ekki lengur upp við að hingað komi útlendingar og kynni sjónarmið sín, hver sem þau eru.