Laugardagurinn 14. desember 2019

Fimmtudagurinn 27. september 2012

«
26. september

27. september 2012
»
28. september
Fréttir

Forseti rússneska þingsins segir Rússahatara á Evrópu­ráðsþinginu

Sergei Naríjskín, forseti rússneska þingsins, hefur hætt við að ávarpa Evrópu­ráðsþingið í Strassborg mánudaginn 1. október með þeim orðum að þingmennirnir láti stjórnast af Rússahatri og orð sín færu fyrir ofan garð og neðan. Að því er stefnt að ræða rússnesk réttar- og stjórnarfar á komandi fundum...

ESB-dómstóllinn fjallar um lögmæti björgunar­sjóðs evrunnar, ESM - írskur þingmaður kærir til Lúexmborgar

ESB-dómstólsins sem á lokaorð um hvort samningurinn að baki sjóðnum standist sáttmála ESB. Þess er vænst að dómstóllinn taki málið fyrir hinn 23. október. Sér­fræðingur telur ólíklegt að dómararnir kippi stoðunum undan sjóðnum. Thomas Pringle, þingmaður utan flokka á Írlandi, er upphafsmaður þess a...

François Hollande á allsherjarþinginu - ferðin kostar 144 milljónir króna

Tveggja nátta ferðalag François Hollandes Frakklandsforseta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York kostaði 900 þúsund evrur (144 m. ISK) sem er 100 þús. evru (16 m.

El País: umsátursástand um þinghúsið í Madrid

Spænska dagblaðið El País segir að umsátursástand hafi skapast í gærkvöldi um þinghúsið í Madrid þegar þúsundir hafi komið þar saman á ný eftir mótmælin daginn áður. Fólk var saman komið á götunni fyrir framan þinghúsið og í hliðargötum. Bílar sem óku fram hjá þeyttu flautur og mótmælendur höfðu uppi hróp. Á þriðjudag voru 35 handteknir.

Vaclav Klaus: Yrði sigur fyrir Grikkland að yfirgefa evruna

Vaclav Klaus, forseti Tékklands, segir að brottför eins eða fleiri ríkja af evru­svæðinu muni ekki eyðileggja gjaldmiðilsbandalagið og að brottför Grikkja mundi verða sigur fyrir Grikkland, sem hafi orðið fórnarlamb evrunnar. Hann bætti við í samtali við Bloomberg í New York, að Grikkir yrðu betur staddir ef þeir væru ekki lengur í þeirri spennitreyju, sem evran sé fyrir þá.

Spánn: Ávöxtunarkrafan aftur komin yfir 6%

Ávöxtunarkrafan á 10 ára spænsk skulda­bréf er komin yfir 6% á ný að sögn Daily Telegraph í morgun. Spænska blaðið Expansion segir að ríkin þrjú Þýzkaland-Frakkland-Holland, sem sagt er frá í annarri frétt hér á Evrópu­vaktinni hafi með samkomulagi sínu sprengt í loft upp samkomulag leiðtoga ESB-ríkjanna.

Frakkland: Atvinnuleysi komið yfir 3 milljónir

Atvinnuleysi í Frakklandi er nú komið yfir 3 milljónir manna og er það í fyrsta sinn frá árinu 1999. Atvinnuleysi jókst í ágúst um 23900 manns og fór í 3.011.000 að því er fram kemur í BBC. Atvinnuleysi í Frakklandi hefur nú aukizt 16 mánuði í röð. Meðal fyrirtækja, sem hafa tilkynnt uppsagnir frá þ...

Leiðarar

Krafa Steingríms J. um að flýta „alvöruviðræðum“ við ESB að engu höfð

Í upphafi ESB-viðræðnanna kröfðust íslenskir ráðherrar þess að sem allra fyrst yrði tekið á „viðkvæmu og erfiðu“ málunum, það er fiskveiðum og landbúnaði. Þar myndi reyna á hvort almennt yrði unnt að ná sameiginlegri niðurstöðu enda ætti þjóðin „rétt“ eða „heimtingu“ á að vita fljótt hvernig hún stæði gagnvart ráðamönnum í Brussel og 27 ESB-ríkjum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS