Mánudagurinn 18. janúar 2021

Laugardagurinn 29. september 2012

«
28. september

29. september 2012
»
30. september
Fréttir

Páfagarður: Sakamál hefst vegna skjalastuldar frá páfa - dómrar vilja ekki skýrslu kardinála fyrir réttinn

Dómarar í Páfagarði hafa neitað að viðurkenna skýrslu þriggja kardínála í sakamáli gegn Paolo Gabriele, fyrrverandi einkaþjóni páfa, sem er ákærður fyrir að stela viðkvæmum skjölum úr einkahirslum Benedikts XVI. páfa. Lög­fræðingar Gabrieles vildu að dómararnir tækju til greina skýrslu sem kardínálar...

Grikkland: Færri fara til náms í öðrum löndum

Grískum námsmönnum, sem stunda nám í öðrum löndum fækkar stöðugt.

Írland: Ágreiningur milli Frakka og Þjóðverja um bankaskuldir Íra

Frakka og Þjóðverja greinir á um hvernig fara eigi með þær skuldir, sem Írar tóku á sig að kröfu ESB og Seðlabanka Evrópu vegna írsku einkabankanna. Frakkar vilja greina á milli ríkisskulda og bankaskulda en Þjóðverjar eru því andvígir. Þetta kemur fram í Irish Times í dag.

FT: Ástand fisk­stofna versnar stöðugt-þó ekki of seint að snúa við

Ástand fisk­stofna um heim allan versnar stöðugt. Meira en helmingur þeirra fer minnkandi og er fjárhagslegt tjón af þeim sökum metið á 50 milljarða dollara. Þetta er niðurstaða vísindamanna Í Kaiforníuháskóla (Santa Barbara), sem birt hefur verið á netútgáfu tímaritsins Science. Frá þessu segir Financial Times. Vísindamennirnir segja þó að hægt sé að snúa þróuninni við. Það sé ekki of seint.

Cameron: Tími kominn á nýtt samkomulag milli Breta og ESB-kallar á samþykki þjóðar­innar

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands gaf til kynna í ræðu í Brasilíu í gær að þjóðar­atkvæða­greiðsla kynni að fara fram eftir næstu þingkosningar í Bretlandi um afstöðu Breta til Evrópu­sambandsins. Hann sagði jafnframt að Bretar mundu ekki taka upp nýja ESB-löggjöf, sem væntanleg væri og varðar réttarkerfið.

Leiðarar

Jóhanna komst aðeins í ESB-forstofuna

Það er allur vindur úr seglum ESB-aðildarsinna. Jóhanna Sigurðar­dóttir forsætis­ráðherra er á förum.

Í pottinum

Össur setur sig í spor Ronalds Reagans á allsherjarþingi SÞ

Hinn 29. nóvember 2011 samþykkti alþingi samhljóða ályktun um að viðurkenna Palestínu sem frjálst og fullvalda ríki. Ríkis­stjórnir annars staðar á Norðurlöndum hafa ekki stigið þetta skref. Haustið 2011 var sérstakur áróðurspunktur af hálfu Össurar Skarphéðinssonar að Palestína ætti að fá viðurkenn...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS