« 2. október |
■ 3. október 2012 |
» 4. október |
Trierweiler, sambýliskona Frakklandsforseta, harmar tístið um fyrrverandi sambýliskonu hans
Valerie Trierweiler, sambýliskona François Hollandes Frakklandsforseta, hefur viðurkennt að sér hafi orðið á mistök þegar hún sendi frá sér tíst á Twitter samskiptavefnum sem beindust gegn Segolèné Royal, fyrrverandi sambýliskonu Hollandes, fyrir þingkosningar í sumar þar sem Royal náði ekki kjöri. „Þetta voru mistök og ég harma þau.
Verði hugmyndir Liikanen-hópsins um skýr skil milli viðskiptaþjónustu banka og fjárfestingarþjónustu að veruleika hefur það mikil áhrif á stóra banka innan ESB eins og Deutsche Bank.
Um 1.000 skjöl af skrifborði páfa heima hjá einkaþjóni hans
Paolo Gabriele, fyrrverandi einkaþjónn Benedikts XVI páfa, hafði undir höndum skjöl sem flokkuð voru sem „algjört trúnaðarmál“ og höfðu verið merkt „til eyðingar“, sögðu lögreglumenn fyrir rétti miðvikudaginn 3. október í sakamáli á hendur Gabriele. Við leit á heimili einkaþjónsins fundu lögreglumen...
Þjóðverjar fagna sameiningu þýzku ríkjanna í dag-austurhlutinn á enn undir högg að sækja
Þjóðverjar dagna því í dag að 22 ár eru liðin frá sameiningu þýzku ríkjanna. Aðal hátíðahöldin af því tilefni fara fram í Munchen að þessu sinni. Fulltrúar allra hinna svonefndu 16 „landa“ Þýzkalands verða viðstaddir svo og forseti landsins og kanslari.
Grikkland: Þríeykið krefst meiri lækkunar launa og lífeyris og lengri vinnutíma
Daily Telegraph fullyrðir í morgun, að þríeykið, ESB/AGS/SE geri nú stífari kröfur til stjórnvalda í Aþenu um enn meiri lækkun launa og lífeyris og með því að krefjast lengri vinnutíma.
Spánn: Fyrirtækjaskattar hafa hrunið
Fyrirtækjaskattar hafa hrunið á Spáni um nánast tvo þriðju frá því fyrir evrukreppuna. Lítil fyrirtæki hafa farið í þrot og stærri fyrirtæki hafa aukið umsvif sín í öðrum löndum. Spænsk fyrirtæki, sem leita aukinna umsvifa í öðrum löndum geta notið þess í skattafríðindum heima fyrir.
Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með því í evrureppunni hvað stjórnkerfi Evrópusambandsins er þunglamalegt. Nú orðið eru nánast engar ákvarðanir teknar nema á leiðtogafundum en á milli þeirra eru embættismenn á þönum á milli höfuðborga og tala og tala. Skýrt dæmi um þetta er staða Spánar um þessar mundir.
Mörður og Þuríður forðast kjarna málsins í gagnrýninni í Strassborg á landsdómsmálið
Þriðjudaginn 2. október birtust fréttir um að hollenski þingmaðurinn Pieter Omtzigt, kristilegur demókrati, hefði lagt fram „information memorandum“ framvinduskýrslu (10 bls.) í laganefnd þings Evrópuráðsins um rannsókn sína á landsdómsmálinu gegn Geir. Þingmaðurinn var hér á landi 6. til 9. maí ...