« 3. október |
■ 4. október 2012 |
» 5. október |
Seðlabanki Evrópu (SE) er tilbúinn til að hefja skuldabréfakaup af spænska ríkinu fari ríkisstjórn Spánar fram á það og skrifar undir „skuldbindingar“ sem verði ekki þungbærari en önnur ríki hafa mátt þola sagði Mario Draghi, forseti bankastjórnar SE, fimmtudaginn 4. október. „Við getum gripið til ...
Sendiherra Þýskalands á Íslandi áréttar andstöðu við refsingar vegna makríls
Þýski sendiherrann á Íslandi, Thomas H. Meister, gat þess sérstaklega í fjölmennri móttöku sem hann bauð til í Hörpu miðvikudaginn 3. október að þýska ríkisstjórnin hefði ekki stutt reglurnar um refisaðgerðir sem ætlunin er að beita framkvæmdastjórn ESB gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílvei...
Kappræður forsetaframbjóðenda: Romney gjörsigrar Obama samkvæmt könnunum
Könnun sem gerð var að kvöldi miðvikudags 3. október eftir fyrstu kappræður Mitt Romneys og Baracks Obama vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum 6. nóvember sýnir að mikill meirihluti telur að Romney hafi sigrað í þeim. Bent er á að á sínum tíma hafi Romney snúið baráttunni fyrir embætti ríkisst...
Pólland: Vilja aðild að evru en ekki án þess að stöðugleiki hennar sé tryggður
Jacek Rostowski, fjármálaráðherra Póllands, segir í samtali við Financial Times, að Pólverjar vilji gerast aðilar að evrunni ef hægt verði að tryggja stöðugleika hennar. Hann segir Pólverja ekki hafa áhuga á aðild að evru, sem hrynji svo í kjölfarið.
Þýzkaland: Steinbruck sækir á Merkel í könnunum
Þýzkir jafnaðarmenn sækja nú á Kristilega demókrata eftir að Peer Steinbruck var útnefndur kanslaraefni þeirra.
Aðalhagfræðingur AGS: Efnahagsmál á heimsvísu ekki komin í réttan farveg fyrr en 2018
Efnahagsmál á heimsvísu verða ekki komin í réttan farveg fyrr en á árinu 2018 í fyrsta lagi að mati Olivier Blanchard, sem er aðalhagfræðingur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Portúgal: Veruleg skattahækkun boðuð-víðtækt verkfall um miðjan nóvember
Ríkisstjórn Portúgals hefur lagt fram tillögur um verulega skattahækkun og verkalýðssamtökin í landinu hafa svarað með boðun víðtæks verkfalls um miðjan nóvember. Þetta kemur fram á BBC í morgun. Skattþrepum verður fækkað úr átta í fimm en á móti er fallið frá hækkun á velferðarskatti. En jafnframt verður tekin upp sérstakur 4% skattur.
VG-ráðherrar bera ábyrgð á stærstu IPA-styrkjunum - gegn stefnu flokksins
Morgunblaðið birtir fimmtudaginn 4. október úttekt sem sýnir að Evrópusambandið styrkir níu íslensk verkefni með IPA-styrkjum um 2.346 milljónir króna og þess sé að vænta að verkefnum muni fjölga. IPA er skammstöfun á orðunum Instrument for Pre-Accession Assistance. Hlutverki sjóðsins er lýst þannig...
Romney sigraði Obama - Egill fordæmir kappræðurnar
Stjórnmáladeilur í Bandaríkjunum vekja oft heitari tilfinningar hér á landi en íslensk stjórnmálaátök.
Össur ætlar að láta ganga á eftir sér
Það er ekki hægt að útiloka, að aðferð Össurar Skarphéðinssonar til að ná kjöri sem formaður Samfylkingar verði sú að láta ganga á eftir sér. Nú birtast á netmiðlum fréttir þess efnis að í undirbúningi sé að skora á Össur að gefa kost á sér. Röksemdin verður þessi: Árni Páll er líklegur með sinni pólitík til að auka á sundurlyndi innan Samfylkingar.