« 5. október |
■ 6. október 2012 |
» 7. október |
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hampaði samstarfi Íslendinga og Kínverja en dró upp ófagra mynd af því sem gerast myndi í Kína vegna bráðnunar Grænlandsjökuls og á Suðurskautslandinu í ræðu sem hann flutti fimmtudaginn 4. október á Heimsþingi um umhverfismál, The 4th International EcoSummi...
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikkja, segir að atvinnuleysi magnist stöðugt í landi sínu og ástandið minni á lokadaga Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi. Viðræður Gríkkja og þríeykisins halda áfram í næstu viku. Christine Lagarde hjá AGS segir miða í rætt átt í viðræðunum. Angela Merkel ætlar að sýna Grikkjum samstöðu með heimsókn til Aþenu í næstu viku.
Tyrkir á leið í stríð við Sýrlendinga? Hvað gerir NATO eða Íranar?
Borgarastríðið sem háð hefur verið mánuðum saman í Sýrlandi og kostað hefur tugir þúsunda mannslífa kann að breytast í hernaðarátök milli nágrannaríkjanna Tyrklands og Sýrlands. Þjóðernisbylgja fer nú um Tyrkland eftir árásir sýrlenskra orrustuþotna yfir landamærin á tyrkneska borgara.
Einkaþjónn páfa fundinn sekur um skjalastuld - 18 mánaða fangelsi
Paolo Gabriele, fyrrverandi einkaþjónn Benedikts XVI. páfa var fundinn sekur í dómi sem féll í Páfagarði laugardaginn 6. október. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að stela og leka trúnaðarskjölum páfa. Ákæruvaldið krafðist 3 ára refsingar. Gabriele sagði dómurum þremur að „ofurást“ sín á ...
Formannskjör í SF: Annette Vilhelmsen vill evrópskan skatt á fjárhagslegar tilfærslur
Framundan er formannskosning hjá SF (Sosialistisk Folkeparti) í Danmörku. Meðal frambjóðenda er Annette Vilhelmsen, sem hvetur nú til þess að línur verði skerptar í danskri utanríkispólitík en fráfarandi formaður flokksins, Villy Sövndal er nú utanríkisráðherra Danmerkur.
NYTimes: Artur Mas full alvara með kröfu um sjálfstæði Katalóníu
New York Times segir í dag, að Artur Mas, leiðtoga Katalóníu, sé full alvara með kröfum um sjálfstæði héraðsins frá Spáni. Í Katalóníu búa 7,5 milljónir manna, 16% af íbúafjölda Spánar með 260 milljarða dollara efnahagskerfi.
Brussel: Beitir Cameron neitunarvaldi gegn aukningu útgjalda?
Hugmyndir eru um að skipta fjárhagsmálum Evrópusambandsins í tvennt þannig að framkvæmdastjórnin leggi fram sérstakt fjárlagafrumvarp fyrir evruríkin og annað fyrir ESB í heild.
William Hague: Til umræðu að kjósa um ESB samhliða þingkosningum
William Hague, utanríkisráðherra Breta, segir að til greina komi að kjósendur fái tækifæri til að samþykkja eða hafna áformum um að Bretar semji á ný við Evrópusambandið um tengsl Breta við ESB samhliða næstu þingkosningum í stað sjálfstæðrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag.
Aþena: Óvænt heimsókn Angelu Merkel á þriðjudag kallar á mótmæli og verkföll
Fyrirhuguð heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands til Aþenu á þriðjudag hefur að vonum vakið mikla athygli. Gríska dagblaðið Kathimerini hefur heimildir fyrir því, að heimsóknin hafi verið ákveðin í símtali á milli Merkel og Samaras, forsætisráðherra Grikklands á föstudag fyrir viku en þau hittust í Berlín í ágúst.
Í vikunni hefur skýrst betur en áður hve talsmenn ESB-aðildar leggja sig fram um að tengja málstað sinn gjaldeyrishöftunum og afnámi þeirra.
Formannskjör í SF: Fyrsta orustan háð í Suðvesturkjördæmi
Það fer ekki á milli mála, að fyrsta orustan í formannkosningu Samfylkingarinnar fer fram í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi.