Föstudagurinn 20. maí 2022

Laugardagurinn 6. október 2012

«
5. október

6. október 2012
»
7. október
Fréttir

Ólafur Ragnar í Ohio: Telur Íslendinga og Kínverja hafa skapað „aha-augnablik“ í rannsóknum á jöklum og ís - hvetur aðra til dáða

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hampaði samstarfi Íslendinga og Kínverja en dró upp ófagra mynd af því sem gerast myndi í Kína vegna bráðnunar Grænlandsjökuls og á Suðurskautslandinu í ræðu sem hann flutti fimmtudaginn 4. október á Heimsþingi um umhverfismál, The 4th International EcoSummi...

Samaras: Grikkland líkist Weimar-lýðveldinu - jákvæður tónn en engin niðurstaða við þríeykið - ríkis­sjóður að tæmast

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikkja, segir að atvinnuleysi magnist stöðugt í landi sínu og ástandið minni á lokadaga Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi. Viðræður Gríkkja og þríeykisins halda áfram í næstu viku. Christine Lagarde hjá AGS segir miða í rætt átt í viðræðunum. Angela Merkel ætlar að sýna Grikkjum samstöðu með heimsókn til Aþenu í næstu viku.

Tyrkir á leið í stríð við Sýrlendinga? Hvað gerir NATO eða Íranar?

Borgarastríðið sem háð hefur verið mánuðum saman í Sýrlandi og kostað hefur tugir þúsunda mannslífa kann að breytast í hernaðarátök milli nágrannaríkjanna Tyrklands og Sýrlands. Þjóðernisbylgja fer nú um Tyrkland eftir árásir sýrlenskra orrustuþotna yfir landamærin á tyrkneska borgara.

Einkaþjónn páfa fundinn sekur um skjalastuld - 18 mánaða fangelsi

Paolo Gabriele, fyrrverandi einkaþjónn Benedikts XVI. páfa var fundinn sekur í dómi sem féll í Páfagarði laugardaginn 6. október. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að stela og leka trúnaðarskjölum páfa. Ákæruvaldið krafðist 3 ára refsingar. Gabriele sagði dómurum þremur að „ofurást“ sín á ...

Formannskjör í SF: Annette Vilhelmsen vill evrópskan skatt á fjárhagslegar tilfærslur

Framundan er formannskosning hjá SF (Sosialistisk Folkeparti) í Danmörku. Meðal frambjóðenda er Annette Vilhelmsen, sem hvetur nú til þess að línur verði skerptar í danskri utanríkis­pólitík en fráfarandi formaður flokksins, Villy Sövndal er nú utanríkis­ráðherra Danmerkur.

NYTimes: Artur Mas full alvara með kröfu um sjálfstæði Katalóníu

New York Times segir í dag, að Artur Mas, leiðtoga Katalóníu, sé full alvara með kröfum um sjálfstæði héraðsins frá Spáni. Í Katalóníu búa 7,5 milljónir manna, 16% af íbúafjölda Spánar með 260 milljarða dollara efnahagskerfi.

Brussel: Beitir Cameron neitunarvaldi gegn aukningu útgjalda?

Hugmyndir eru um að skipta fjárhagsmálum Evrópu­sambandsins í tvennt þannig að framkvæmda­stjórnin leggi fram sérstakt fjárlaga­frumvarp fyrir evruríkin og annað fyrir ESB í heild.

William Hague: Til umræðu að kjósa um ESB samhliða þingkosningum

William Hague, utanríkis­ráðherra Breta, segir að til greina komi að kjósendur fái tækifæri til að samþykkja eða hafna áformum um að Bretar semji á ný við Evrópu­sambandið um tengsl Breta við ESB samhliða næstu þingkosningum í stað sjálfstæðrar þjóðar­atkvæða­greiðslu. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag.

Aþena: Óvænt heimsókn Angelu Merkel á þriðjudag kallar á mótmæli og verkföll

Fyrirhuguð heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands til Aþenu á þriðjudag hefur að vonum vakið mikla athygli. Gríska dagblaðið Kathimerini hefur heimildir fyrir því, að heimsóknin hafi verið ákveðin í símtali á milli Merkel og Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands á föstudag fyrir viku en þau hittust í Berlín í ágúst.

Leiðarar

Gjaldeyris­höftin - ESB-aðild

Í vikunni hefur skýrst betur en áður hve talsmenn ESB-aðildar leggja sig fram um að tengja málstað sinn gjaldeyris­höftunum og afnámi þeirra.

Í pottinum

Formannskjör í SF: Fyrsta orustan háð í Suðvestur­kjördæmi

Það fer ekki á milli mála, að fyrsta orustan í formannkosningu Samfylkingar­innar fer fram í prófkjöri flokksins í Suðvestur­kjördæmi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS