« 7. október |
■ 8. október 2012 |
» 9. október |
Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum, flutti mánudaginn 8. október ræðu um utanríkismál í Virginia Military Institute í Lexington, Virginíuríki, þar sem hann sakaði Barack Obama forseta um að sýna ekki þá forystu á alþjóðavettvangi sem sæmdi Bandaríkjunum. Talsmenn Romneys l...
Merkel til Aþenu - 7000 lögreglumenn til gæslustarfa
Angela Merkel Þýskalandskanslari er væntanleg í opinbera heimsókn til Aþenu þriðjudaginn 9. október. Hefur aldrei verið gripið til eins mikilla öryggisráðstafana vegna komu nokkurs erlends stjórnmálamanns til landsins síðan Bill Clinton, þv. Bandaríkjaforseti, kom þangað undir lok árs 1999. Þá átti ...
ESM - varanlegi björgunarsjóður evrunnar tekur til starfa - deilur um heimildir hans
Hinn varanlegi evru björgunarsjóður evrunnar, European Stability Mechanism (ESM), tekur loks formlega til starfa mánudaginn 8. október þegar fjármálaráðherrar aðildarríkjanna staðfesta endanlega samþykki ríkja sinna á stofnskrá hans á fundi í Lúxemborg. Upphaflega var ætlunin að sjóðurinn tæki til ...
Spánn: Mótmæli í 57 borgum í gær-Yfir 70 þúsund manns í Madrid
Tugþúsundir Spánverja fylltu götur 57 spænskra borga í gær til þess að mótmæla niðurskurði stjórnvalda. Mótmælin voru skipulögð af tveimur verkalýðssamtökum og um 150 öðrum félagasamtökum. Skipuleggjendur halda því fram, að rúmleg 70 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Madrid. Frá þessu segir í spænska dagblaðinu El País. Þetta eru önnur mótmælin sem verkalýðssamtökin standa fyrir.
Danmörk: Stuðningur við evruna hrynur-22% Dana vilja evru
Danir hafa minnkandi trú á evrunni skv. skoðanakönnun, sem Berlingske Tidende segir frá í dag. Einungis 22% Dana mundu nú styðja upptöku evru. Í febrúar 2011 var það 41% kjósenda, sem kváðust vilja evru. Stuðningur við evruna hefur ekki verið lægri frá því að mælingar Berlingske hófust.
Írland: Atvinnuleysi er 14,8%-Aukið aðhald framundan
Atvinnuleysi á Írlandi er nú 14,8% en var 4,5% árið 2007. Þetta kemur fram í frétt í Wall Street Journal í dag, sem segir að Írar séu illa undir það búnir að takast á við enn meiri aðhaldsaðgerðir. WSJ minnir á að Írar hafi á árinu 2010 fengið 67,5 milljarða evra neyðarlán frá ESB/AGS/SE og meðal sk...
FT: Ný efnahagslægð á heimsvísu er yfirvofandi
Ný efnahagslægð á heimsvísu er yfirvofandi segir Financial Times og byggir á upplýsingum frá Brookings Institute. Í fréttinni kemur fram, að efnahagsleg uppsveifla sé að fjara út þrátt fyrir viðleitni seðlabanka um allan heim til örvandi aðgerða.
Joerg Asmussen: Lenging grískra lána eða vaxtalækkun brot á lögum um SE
Joerg Asmusen, sem sæti á í bankaráði Seðlabanka Evrópu, segir að bankinn geti hvorki lengt í lánum Grikklands né lækkað vexti, þar sem það mundi skilgreint sem beinn fjárhagsstuðningur við Grikkland og þar með brot á þeim lögum, sem bankinn starfi eftir.
Ískyggilegar efnahagshorfur á heimsbyggðinni
Ráðamenn í núverandi ríkisstjórn ganga of langt í að „tala upp“ efnahagsástandið á Íslandi. Við höfum alltaf og munum allltaf verða fyrir miklum áhrifum af því, sem gerist í öðrum löndum. Nú benda nýjar spár til þess að sú veikburða uppsveifla á heimsvísu, sem talin hefur verið í gangi allra síðustu misseri sé að breytast í nýja efnahagslægð.
Stjórnlagaráð setur Steingrím J. í vanda - reiðist enn einu sinni á alþingi
Kristján Þór Júlíusson, 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím J. Sigfússon, formann VG, lykilspurningar á alþingi mánudaginn 8. október. Hann vildi vita um afstöðu flokksformannsins til spurningar 5 sem lögð verður fyrir þjóðina í 250 milljón króna skoðanakönnuninni 20. október. Sp...