« 9. október |
■ 10. október 2012 |
» 11. október |
Spænski Rauði krossinn einbeitir sér að spænskum skjólstæðingum - í fyrsta sinn í 100 ár
Spænski Rauða krossinn hefur hætt að veita aðstoð til stríðshrjáðra svæða og þess í stað ákveðið að einbeita sér að aðstoð við Spánverja sjálfa sem eiga um sárt að binda vegna krafna ESB um niðurskurð ríkisútgjalda segir í frétt EUobserver miðvikudaginn 10. október. „Fleiri en þú getur ímyndað þér ...
Framkvæmdastjórn ESB er sannfærð um að geta lagt fram aðildarniðurstöðu að óskum Íslendinga
Framkvæmdastjórn ESB kynnti miðvikudaginn 10. október skýrslu um framvindu aðildarviðræðnanna við Ísland frá október 2011 til október 2012. Í skýrslunni segir að Íslendingar fullnægi öllum pólitískum skilyrðum ESB-aðildar og standi vel að vígi gagnvart aðild. Miklar umræður séu um málið á Íslandi. F...
Framkvæmastjórn ESB ætlar að auka afskipti af stjórn ríkisfjármála í umsóknarríkjum
Framkvæmdastjórn ESB boðar aukin afskipti af stjórn ríkisfjármála og efnahagsmála í ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu. Markmiðið er að laga stjórn þessara mála að kröfum ESB fyrir aðild og auka þess vegna þunga í eftirliti á þessu sviði.
Aþena: Friðsamleg mótmæli en samt grjótkast og táragas
Mótmæli um 300 þúsund (að sögn brezka dagblaðsins Guardian) Grikkja á götum Aþenu í gær vegna heimsóknar Angelu Merkel voru að mestu friðsamleg að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini. Lögreglan stoppaði og leitaði á 217 einstaklingum og 24 voru handteknir. Sumir þeirra voru handteknir fyrirfram en aðrir vegna árása á lögreglu. Ungmenni köstuðu grjóti í lögreglu, sem beitti táragasi á móti.
AGS: Evrukreppan mesta hættan fyrir fjárhagslegan stöðugleika á heimsvísu
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir að fjárhagslegum stöðugleika á heimsvísu stafi mest hætta af kreppunni á evrusvæðinu að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag.
Ítalía: Skattar lækkaðir hjá hinum lægstlaunuðu
Ríkisstjórn Ítalíu ákvað snemma í morgun, eftir 8 klukkustunda fund að lækka tekjuskatt hjá lægstlaunaða fólkinu og draga úr áformaðri hækkun á söluskatti, þannig að sú hækkun verður eitt prósentustig. Samt segist ríkisstjórnin muni standa við fjárlagaáætlanir. Mario Monti, forsætisráðherra sagði að þessar ákvarðanir sýndu, að vit væri í aga í fjárlögum.
Evrukreppan ógnar fjárhagslegum stöðugleika á heimsvísu
Það er óneitanlega athyglisvert að á sama tíma og talsmenn aðildar að Evrópusambandinu hér á Íslandi og um leið talsmenn upptöku evru í stað íslenzku krónunnar halda því fram, að með hvoru tveggju mundu Íslendingar nái meiri stöðugleika í efnahagslíf þjóðarinnar kemur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fra...
Steingrímur J. er byrjaður í feluleik
Steingrímur J. Sigfússon hefur haft hægt um sig að undanförnu. Er hugsanlegt að hann sé í eins konar felum? Það er ekki hægt að útiloka það. Forráðamenn vinstri stjórnarinnar eiga eftir að útskýra margt fyrir fólki á næstu mánuðum í aðdraganda kosninga en enginn þarf að útskýra meira en Steing...