Laugardagurinn 7. desember 2019

Miðvikudagurinn 10. október 2012

«
9. október

10. október 2012
»
11. október
Fréttir

Spænski Rauði krossinn einbeitir sér að spænskum skjólstæðingum - í fyrsta sinn í 100 ár

Spænski Rauða krossinn hefur hætt að veita aðstoð til stríðshrjáðra svæða og þess í stað ákveðið að einbeita sér að aðstoð við Spánverja sjálfa sem eiga um sárt að binda vegna krafna ESB um niðurskurð ríkisútgjalda segir í frétt EUobserver miðvikudaginn 10. október. „Fleiri en þú getur ímyndað þér ...

Framkvæmda­stjórn ESB er sannfærð um að geta lagt fram aðildarniðurstöðu að óskum Íslendinga

Framkvæmda­stjórn ESB kynnti miðvikudaginn 10. október skýrslu um framvindu aðildarviðræðnanna við Ísland frá október 2011 til október 2012. Í skýrslunni segir að Íslendingar fullnægi öllum pólitískum skilyrðum ESB-aðildar og standi vel að vígi gagnvart aðild. Miklar umræður séu um málið á Íslandi. F...

Framkvæma­stjórn ESB ætlar að auka afskipti af stjórn ríkisfjármála í umsóknarríkjum

Framkvæmda­stjórn ESB boðar aukin afskipti af stjórn ríkisfjármála og efnahagsmála í ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópu­sambandinu. Markmiðið er að laga stjórn þessara mála að kröfum ESB fyrir aðild og auka þess vegna þunga í eftirliti á þessu sviði.

Aþena: Friðsamleg mótmæli en samt grjótkast og táragas

Mótmæli um 300 þúsund (að sögn brezka dagblaðsins Guardian) Grikkja á götum Aþenu í gær vegna heimsóknar Angelu Merkel voru að mestu friðsamleg að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini. Lög­reglan stoppaði og leitaði á 217 einstaklingum og 24 voru handteknir. Sumir þeirra voru handteknir fyrirfram en aðrir vegna árása á lög­reglu. Ungmenni köstuðu grjóti í lög­reglu, sem beitti táragasi á móti.

AGS: Evrukreppan mesta hættan fyrir fjárhagslegan stöðugleika á heimsvísu

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn segir að fjárhagslegum stöðugleika á heimsvísu stafi mest hætta af kreppunni á evru­svæðinu að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag.

Ítalía: Skattar lækkaðir hjá hinum lægstlaunuðu

Ríkis­stjórn Ítalíu ákvað snemma í morgun, eftir 8 klukkustunda fund að lækka tekjuskatt hjá lægstlaunaða fólkinu og draga úr áformaðri hækkun á söluskatti, þannig að sú hækkun verður eitt prósentustig. Samt segist ríkis­stjórnin muni standa við fjárlagaáætlanir. Mario Monti, forsætis­ráðherra sagði að þessar ákvarðanir sýndu, að vit væri í aga í fjárlögum.

Leiðarar

Evrukreppan ógnar fjárhagslegum stöðugleika á heimsvísu

Það er óneitanlega athyglisvert að á sama tíma og talsmenn aðildar að Evrópu­sambandinu hér á Íslandi og um leið talsmenn upptöku evru í stað íslenzku krónunnar halda því fram, að með hvoru tveggju mundu Íslendingar nái meiri stöðugleika í efnahagslíf þjóðar­innar kemur Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn fra...

Í pottinum

Steingrímur J. er byrjaður í feluleik

Steingrímur J. Sigfússon hefur haft hægt um sig að undanförnu. Er hugsanlegt að hann sé í eins konar felum? Það er ekki hægt að útiloka það. Forráðamenn vinstri stjórnar­innar eiga eftir að útskýra margt fyrir fólki á næstu mánuðum í aðdraganda kosninga en enginn þarf að útskýra meira en Steing...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS