« 14. október |
■ 15. október 2012 |
» 16. október |
Belgía: Flæmskir aðskilnaðarsinnar sigra í Antwerpen - krefjast aukinnar sjálfstjórnar
Flæmskir aðskilnaðarsinnar sigruðu í sveitarstjórnakosningum í norðurhluta Belgíu sunnudaginn 14. október. Bart De Wever, leiðtogi Nýja flæmska bandalagsins (NVA) verður borgarstjóri í hafnarborginni Antwerpen þar sem sósíalistar hafa stjórnað undanfarin 90 ár. Fréttaskýrendur segja að sigur Flæm...
Króatía: Óánægja með skiptingu ESB á landinu með tilliti til byggðastyrkja
Innan Evrópusambandsins nota menn skammstöfunina Nuts um reglurnar sem gilda um skiptingu landsvæða á grundvelli tölfræðilegra upplýsinga til að skilgreina hvort þau séu hæf sem styrkþegar úr byggðasjóðum ESB. Því lægri einkunn sem landsvæði fá þeim mun meiri líkur á að þangað séu veittir byggðastyr...
Portúgal: Mótmælendur umkringja þinghúsið
New York Times segir að andstaða í Portúgal við aðhaldsaðgerðir þar í landi fari vaxandi, og að mótmælendur hyggist í dag umkringja þinghúsið í Lissabon en þar fara fram í dag umræður um fjárlagafrumvarp næsta árs. Blaðið segir að hingað til hafi verið litið til Portúgals sem fyrirmyndarríkis um framkvæmd aðhalds en það sé að breytast.
Bretland: Menntamálaráðherrann segir Breta tilbúna til að yfirgefa ESB
Michael Gove, menntamálaráðherra Bretlands, ( sem nú er talað um, sem verðandi leiðtoga Íhaldsflokksins), sagði um helgina að sögn The Scotsman, að Bretar væru tilbúnir til að yfirgefa Evrópusambandið. Blaðið segir að þetta sé skýrasta aðvörun til Brussel til þessa frá háttsettum ráðherra í brezku ríkisstjórninni.
Litháen: Vinstir flokkar ná völdum - ætla að fresta upptöku evru
Fyrstu tölur úr þingkosningunum í Litháen sunnudaginn 14. október gefa til kynna að vinstri flokkarnir, Verkamannaflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafi sigrað og þar með ýtt Ættjarðarsambandinu (mið-hægri flokki) úr ríkisstjórn. Í frétt BBC segir að Andrius Kubilius forsætisráðherra og ríkiss...
Svartfjallaland: Stjórnarflokkar halda velli í þingkosningum
Stjórnarflokkarnir í Svartfjallalandi sigruðu í þingkosningunum í landinu sunnudaginn 14. október. Milo Djukanovic forsætisráðherra og flokkarnir sem standa að stjórn hans höfðu 46% atkvæða en stjórnarandstaðan um 23% þegar talið hafði verið í helstu kjördæmum. Miðað við þessar tölur hefur stjórn u...
Það vakti athygli þeirra, sem ræddu við Michel Rockard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands og nú sendiherra Frakka á norðurslóðum, sem hér var á ferð fyrir nokkrum dögum, að hann talaði á þann veg, að Bretar væru í raun búnir að yfirgefa Evrópusambandið.
Tillaga um pallborðsumræður VG um „löðrunginn“
Í Morgunblaðinu í morgun segir í frétt um stöðu aðildarviðræðna við ESB, sem byggir á ummælum Steingríms J. Sigfússonar: „Steingrímur taldi, að þeir, sem hefðu talið að við værum að aðlaga okkur mikið að Evrópusambandinu fyrirfram hefðu orðið fyrir nokkrum löðrungi í þessari skýrslu ESB“. Hver...