Sunnudagurinn 11. apríl 2021

Mánudagurinn 15. október 2012

«
14. október

15. október 2012
»
16. október
Fréttir

Belgía: Flæmskir aðskilnaðarsinnar sigra í Antwerpen - krefjast aukinnar sjálf­stjórnar

Flæmskir aðskilnaðarsinnar sigruðu í sveitar­stjórnakosningum í norðurhluta Belgíu sunnudaginn 14. október. Bart De Wever, leiðtogi Nýja flæmska bandalagsins (NVA) verður borgar­stjóri í hafnarborginni Antwerpen þar sem sósíalistar hafa stjórnað undanfarin 90 ár. Fréttaskýrendur segja að sigur Flæm...

Króatía: Óánægja með skiptingu ESB á landinu með tilliti til byggðastyrkja

Innan Evrópu­sambandsins nota menn skammstöfunina Nuts um reglurnar sem gilda um skiptingu landsvæða á grundvelli tölfræðilegra upplýsinga til að skilgreina hvort þau séu hæf sem styrkþegar úr byggða­sjóðum ESB. Því lægri einkunn sem land­svæði fá þeim mun meiri líkur á að þangað séu veittir byggðastyr...

Portúgal: Mótmælendur umkringja þinghúsið

New York Times segir að andstaða í Portúgal við aðhaldsaðgerðir þar í landi fari vaxandi, og að mótmælendur hyggist í dag umkringja þinghúsið í Lissabon en þar fara fram í dag umræður um fjárlaga­frumvarp næsta árs. Blaðið segir að hingað til hafi verið litið til Portúgals sem fyrirmyndarríkis um framkvæmd aðhalds en það sé að breytast.

Bretland: Menntamála­ráðherrann segir Breta tilbúna til að yfirgefa ESB

Michael Gove, menntamála­ráðherra Bretlands, ( sem nú er talað um, sem verðandi leiðtoga Íhalds­flokksins), sagði um helgina að sögn The Scotsman, að Bretar væru tilbúnir til að yfirgefa Evrópu­sambandið. Blaðið segir að þetta sé skýrasta aðvörun til Brussel til þessa frá háttsettum ráðherra í brezku ríkis­stjórninni.

Litháen: Vinstir flokkar ná völdum - ætla að fresta upptöku evru

Fyrstu tölur úr þingkosningunum í Litháen sunnudaginn 14. október gefa til kynna að vinstri flokkarnir, Verkamanna­flokkurinn og Jafnaðarmanna­flokkurinn, hafi sigrað og þar með ýtt Ættjarðar­sambandinu (mið-hægri flokki) úr ríkis­stjórn. Í frétt BBC segir að Andrius Kubilius forsætis­ráðherra og ríkiss...

Svartfjallaland: Stjórnar­flokkar halda velli í þingkosningum

Stjórnar­flokkarnir í Svartfjallalandi sigruðu í þingkosningunum í landinu sunnudaginn 14. október. Milo Djukanovic forsætis­ráðherra og flokkarnir sem standa að stjórn hans höfðu 46% atkvæða en stjórnar­andstaðan um 23% þegar talið hafði verið í helstu kjördæmum. Miðað við þessar tölur hefur stjórn u...

Leiðarar

Eru Bretar á leið út úr ESB?

Það vakti athygli þeirra, sem ræddu við Michel Rockard, fyrrum forsætis­ráðherra Frakklands og nú sendiherra Frakka á norðurslóðum, sem hér var á ferð fyrir nokkrum dögum, að hann talaði á þann veg, að Bretar væru í raun búnir að yfirgefa Evrópu­sambandið.

Í pottinum

Tillaga um pallborðsumræður VG um „löðrunginn“

Í Morgunblaðinu í morgun segir í frétt um stöðu aðildarviðræðna við ESB, sem byggir á ummælum Steingríms J. Sigfússonar: „Steingrímur taldi, að þeir, sem hefðu talið að við værum að aðlaga okkur mikið að Evrópu­sambandinu fyrirfram hefðu orðið fyrir nokkrum löðrungi í þessari skýrslu ESB“. Hver...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS