« 29. október |
■ 30. október 2012 |
» 31. október |
Samkomulag Grikkja og þríeykisins sagt í höfn - óvissa um stuðning á gríska þinginu
Náðst hefur samkomulag milli fulltrúa grísku ríkisstjórnarinnar og ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þríeykisins, um efnahags- og ríkisfjármálaaðgerðir Grikkja sem dugi til að þeir fái greitt af neyðarláni sem þeim þríeykið hefur veitt þeim.
Kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna hafði um 200 m. kr. í aukatekjur vegna ræðuhalda 2009 til 2012
Peer Steinbrück, kanslaraframbjóðandi þýskra jafnaðarmanna, hefur gripið til varna vegna umræðna um tekjur hans af ræðuhöldum.
Ríkisstjórnir Finnlands og Svíþjóðar tóku nýtt skref til samstarfs við NATO þriðjudaginn 30. október þegar þeir tilkynntu að þeir mundu svara fyrirspurn íslensku ríkisstjórnarinnar jákvætt og taka þátt í loftrýmisgæslu á vegum NATO frá Íslandi frá árinu 2014. Hugmyndir um þátttöku þjóðanna í þessu e...
Litháen: Forsetinn vill ekki sjá formann stjórnmálaflokks í ríkisstjórn - óvissa eftir kosningar
Litháar gengu til seinni umferðar þingkosninga sunnudaginn 28. október. Jafnaðarmenn og tveir flokkar sem kenndir eru við lýðskrum í Le Monde höfðu boðað stjórnarmyndun að kosningum loknum fengju þeir stuðning til þess. Þótt úrslit kosninganna yrðu á þann veg neitaði Dalia Grybauskaité, forseti Lith...
Frjálslyndi flokkurinn (VVD) og jafnaðarmenn (PDVA) í Hollandi kynntu mánudaginn 29. október stjórnarsáttmála sem leiðir til myndunar ríkisstjórnar á næstu dögum. Mark Rutte, forsætisráðherra úr flokki frjálslyndra situr áfram í embætti. Diederdik Samsom, formaður jafnaðarmanna, mun ekki taka sæti í...
Spánn: Rajoy segir Spánverja ekki þurfa á aðstoð að halda „á þessari stundu“
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á blaðamannafundi í Madrid í gær í tilefni af heimsókn Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, að Spánn þurfi ekki nauðsynlega á neyðaraðstoð að halda á þessai stundu. El País segir af þessu tilefni að Rajoy haldi öllum kostum opnum. Hann sagðist mundu leita eftir slíkri aðstoð ef og þegar hún væri nauðsynleg.
Bretland: Samstaða uppreisnarmanna í Íhaldsflokki og Verkamannaflokks?
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sagði á fundi í Berlín í gær, að það þjóni ekki hagsmunum Bretlands að stunda dægurpólitík með framtíð Bretlands innan ESB heldur eigi Bretar að taka þátt í mótun nýrrar Evrópu með uppbyggilegum hætti.
Grikkland: Átök fjölmiðlamanna og stjórnvalda
Í dag er gert ráð fyrir verkfalli hjá gríska ríkissjónvarpinu. Ástæðan er sú, að tveir dagskrárgerðarmenn hafa verið teknir úr verkefnum sínum eftir að hafa haft uppi að því er Guardian segir milda gagnrýni á ráðherra í ríkisstjórn landsins.
Schauble: Það er þörf fyrir Bretland í Evrópu
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands sagði í ræðu við Oxford háskóla í gær, að það væri þörf fyrir rödd Bretlands í þeirri samkeppni hugmynda, sem fram færi í Evrópu.
Stækkunardeild ESB leiðir utanríkisráðuneytið - hvað með utanríkismálanefnd?
Stækkunardeild Evrópusamsbandsins stendur straum af starfsemi Evrópustofu hér á landi.