Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Miðvikudagurinn 31. október 2012

«
30. október

31. október 2012
»
1. nóvember
Fréttir

Ríkis­stjórn Camerons tapar atkvæða­greiðslu í þingi um fjárlög ESB - versta áfall stjórnar­innar til þessa

Breska ríkis­stjórnin varð undir í atkvæða­greiðslu í neðri deild breska þingsins miðvikudaginn 31. október þegar tekist var á um fjárlög ESB árin 2014 til 2020. 53 þingmenn Íhalds­flokksins studdu ekki tillögu ríkis­stjórnar­innar þrátt fyrir mikinn þrýsting flokksforystunnar og sérstaklega Davids Camer...

ESB: Hörð átök framundan um fjárlög 2014 til 2020 - ríki og stofnanir ESB deila um aukin útgjöld eða aðhald

Hörð átök eru nú háð í Brussel milli stofnana ESB og annarra sem eiga hagsmuna að gæta við gerð fjárlaga ESB fyrir árin 2014 til 2020. Leiðtogaráð ESB mun fjalla um málið á fundi sínum 22. og 23. nóvember. Fastafulltrúi Kýpur sem nú fer með formennsku í ráðherraráði ESB sendi mánudaginn 29. október...

Brussel: Fullyrðingu Samaras um samkomulag um fjármál Grikkja hafnað

Framkvæmda­stjórn ESB neitaði miðvikudaginn 31. október að fyrir lægi samningur milli alþjóðlegra lánardrottna og grísku ríkis­stjórnar­innar um aðgerðir af hálfu grískra stjórnvalda annars vegar og greiðslu lánsfjár til Grikkja hins vegar. Mótmæltu embættismenn í Brussel því yfirlýsingu Antonis Samara...

Enn eykst atvinnuleysi á evru-svæðinu - tæpar 26 milljónir án vinnu innan ESB

Atvinnuleysi hélt áfram að aukast á evru-svæðinu í september og fjölgaði fólki án atvinnu um 150.000 í mánuðinum. Meðalatvinnuleysi í evru-löndnum 17 var 11,6% í september en 11,5% í ágúst, án atvinnu eru nú 18,49 milljónir manna að sögn Eurostat, hagstofu ESB. Á einu ári hefur atvinnulausum fjölga...

Svíar vilja mikinn niðurskurð á fjárlagatillögum Brussel

Svíar ganga lengst í kröfum um niðurskurð á fjárlagatillögum framkvæmda­stjórnar ESB í Brussel fyrir næstu sjö ár að sögn euobserver. Þeir krefjast þess nú að þær tillögur verði skornar niður um 150 milljarða evra.

Francois Baroin: Merkel og Sarkozy þvinguðu sjálf Papandreou til að falla frá þjóðar­atkvæða­greiðslu

Það voru Angela Merkel og Nicholas Sarkozy, þá Frakklands­forseti, sem persónulega þvinguðu Papandreou, þáverandi fosætis­ráðherra Grikklands til þess að falla frá fyrirhugaðri þjóðar­atkvæða­greiðslu um aðhaldsaðgerðir, sem gríski forsætis­ráðherrann þáverandi hafði tilkynnt opinberlega að mundi fara fram.

FT: Vaxandi spenna innan þingmeirihluta Merkel

Spennan innan þess þingmeirihuta, sem stendur að baki ríkis­stjórn Angelu Merkel, eykst stöðugt að mati Financial Times, sem segir að fjöldi þeirra þingmanna stjórnar­flokkanna, sem eru ýmist í uppreisn eða sitja hjá hafi aukizt úr 6 í 25. Þetta þýði, að það sé á mörkunum að Merkel sé með tryggan meir...

Leiðarar

Svona var Papandreou „pyntaður“ samkvæmt frásögn sjónarvotts

Í ræðu sinni á flokks­stjórnar­fundi Samfylkingar fyrir helgi sagði Jóhanna Sigurðar­dóttir, fráfarandi formaður flokksins m.a.: „Og öll þekkjum við þær sam­félagslegu umbætur, frið og farsæld, sem ESB hefur haft í för með sér...“ Þessi orð Jóhönnu eru í samræmi við þá mynd af Evrópu­sambandinu, se...

Í pottinum

Steingrímur J. tengir Finna og Svía við NATO með loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli

Einhverjir hefðu talið ástæðu til að láta segja sér tvisvar að formaður vinstri-grænna (VG) mundi sitja á ráðherrafundi í Helsinki og gegna lykilhlutverki við að Svíar og Finnar stigu fyrsta skref sitt til hernaðarlegs samstarfs við NATO á norðurslóðum með því að nota Keflavíkurflugvöll sem sameiginlegan vettvang.

Það er vofa á kreiki í höfuðstöðvum Samfylkingar

Hin „ráðandi öfl“ í Samfylkingunni eru í vanda stödd. Fyrst horfðu þau til Guðbjarts Hannessonar sem eftirmanns Jóhönnu Sigurðardóttur en hann gerði út um það mál á skrifstofu for­stjóra Land­spítalans. Þá svipuðust þau um og staðnæmdust við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, sem sennilega hefur ekki nógu mikinn áhuga. Nú er farið að harðna á dalnum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS