« 31. október |
■ 1. nóvember 2012 |
» 2. nóvember |
Grikkland: Sýknaður af ákæru vegna birtingar á „Lagarde-listanum“
Gríski blaðamaðurinn Costas Vaxevanis sem sakaður var um að brjóta gegn lögum um persónuvernd með því að birta lista með nöfnum grískra eigenda bankareikninga í Sviss var sýknaður fimmtudaginn 1. nóvember og gengur nú laus. „Dómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að þú sért saklaust,“ sagði Mal...
SAS enn á ný í vandræðum - forystumenn í Kaupmannahöfn óttast afleiðingar fyrir Kastrup og borgina
Fréttir berast af því að SAS sem að verulegu leyti er í ríkiseigu eigi enn einu sinni í erfiðleikum með að fjármagna tap á rekstri sínum og hafi því gripið til hins sama ráðs og oft áður að skera niður útgjöld og draga úr þjónustu.
Fjármálaráðherra Breta segir hlustað á þingmenn vegna ESB-fjárlaga - prófraunin sjálf sé eftir ár
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir að raunverulega muni reyna á vald ríkisstjórnarinnar þegar tillaga um efni fjárlaga ESB verði lagt fyrir breska þingið.
Utanríkismálanefnd alþingis hefur á nokkrum fundum rætt afstöðu Íslands vegna 12. kafla í aðildarviðræðunum við ESB. Í þessum kafla er fjallað um matvælaöryggi og heilbrigði dýra og platna. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, fjallar um meðferð þessa kafla innan stjórnkerfisins í l...
Írland: Kenny ræðir við Merkel í dag-erfitt að finna lausn á vanda Íra
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands hittir Angelu Merkel á fundi í Berlín í dag. Í frétt Irish Times um fundinn kemur fram, að umræðuefnin verði fleiri en bankaskuldir Írlands. Írland tekur við forsæti ESB um áramót af Kýpur og Kenny ætlar að ræða við Merkel um áherzlur Íra í því sambandi en eftir sem áður eru bankaskuldirnar kjarnaatriði í samtali þeirra tveggja.
Ítalía: Erum í vítahring vaxandi efnahagslægðar segir seðlabankastjóri Ítalíu
Ítalía er í efnahagslegum vítahring lítils hagvaxtar og skorts á sjálfstrausti, segir Ignazio Visco, ítalski seðlabankastjórinn. Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira og efnahagslægðin er að dýpka. Meira en 35% af ungu fólki á Ítalíu er án atvinnu. Gjaldþrot, lokanir verksmiðja og niðurskurður í opinberum útgjöldum hafa skapað andúð á aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnar Mario Monti.
DT: Allar tölur um efnahagsstöðu Grikklands verri en áætlað var
Allar tölur um efnahagsstöðu Grikkja eru verri en áætlað hafði verið. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag.
ESB-aðild grefur undan Cameron
David Cameron, forsætisráðherra Breta, varð undir í atkvæðagreiðslu í neðri deild breska þingsins miðvikudaginn 31. október þegar 53 þingmenn úr flokki hans og þingmenn stjórnarandstöðunnar í Verkamannaflokknum risu gegn stefnu hans gagnvart ESB. Niðurstaðan er ekki aðeins áfall fyrir Cameron og stj...