« 1. nóvember |
■ 2. nóvember 2012 |
» 3. nóvember |
Dagens Industri í Svíþjóð skýrði frá því 28. október að fulltrúar SAS og ríkisstjórna Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hefðu efnt til lánardrottnum flugfélagsins til að ræða framtíð þess. Eftir að fréttin birtist hafa málsvarar SAS keppst við að bera fréttir um yfirvofandi gjaldþrot félagsins til ba...
Ný þýsk kvikmynd um Rommel: Lýst sem veiklunduðum þjóni Hitlers fram í andlátið
Ný kvikmynd um Erwin Rommel var sýnd í þýsku sjónvarpi að kvöldi fimmtudags 1. nóvember. Þar er dregin mynd af veiklunduðum manni sem hafi brotnað vegna tengsla sinna við Adolf Hitler. Rommel var gjarnan kallaður „Eyðimerkurrefurinn“ eftir baráttu hans við bandamenn í Norður-Afríku í síðari heimssty...
Í kynningu utanríkisráðuneytis Íslands á afstöðu Íslands til byggðamála í ESB-aðildarviðræðunum hefur verið lögð áhersla á að Ísland sé hrjóstrugt, strjálbýlt land og látið er í veðri vaka að þessi skilgreining leiði til þess að landsmenn verði styrkhæfir innan ESB eins og bændur fyrir norðan 62. br...
Hæsta bygging Evrópu er í Moskvu, Mercury City Tower eins og hún heitir á ensku og er 338 metra há, hærri en Shard í London. Á fyrstu 40 hæðunum verða skrifstofur en þar fyrir ofan glæsiíbúðir. Um milljarði dollara, 120 milljörðum ISK hefur verið varið til smíði hússins á sex árum. Skýjakljúfurinn er í fjármálahverfi Moskvu.
Írland: Þýzkir stjórnmálamenn ræða hækkun fyrirtækjaskatta gegn tilslökun vegna bankaskulda
Angela Merkel hrósaði Írum fyrir frammstöðu þeirra í fjármálakreppunni eftir fund hennar og Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands í Berlín í gær en Irish Times segir að þýzkir stjónmálamenn hafi tekið upp spurninguna um lága skatta á Írlandi á fyrirtæki í tengslum við óskir Íra um tilslakanir vegna bankaskulda þeirra.
Grikkland: Venizelos í vanda vegna Lagarde-listans
Evangelos Venizelos, leiðtogi PASOK, eins stjórnarflokkanna í Grikklandi er nú kominn í mikinn vanda heima fyrir vegna Lagarde-listans um eignir yfir 2000 Grikkja í bönkum í útlöndum.Venizelos var fjármálaráðherra frá því í september 2009 og þar til í júní á þessu ári og gæti staðið frammi fyrir því...
Svona eru Írar teygðir og togaðir
Það er ekki síður lærdómsríkt að fylgjast með samskiptum Íra við Evrópusambandið en þeim fréttum sem nú hafa verið staðfestar opinberlega af sjónarvotti, að kanslari Þýzkalands og forseti Frakklands tóku persónulega að sér að setja þumalskrúfur á Papandreou fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands til þess að hann félli frá ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi.
Jóhanna og fylgisaukning Samfylkingar og ríkisstjórnarinnar
Samfylkingin jók fylgi sitt milli mánaða segir nýjasta könnun Gallup. Hvað gerðist í október í starfi Samfylkingarinnar? Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti að hún ætlaði að hætta formennsku í flokknum. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst einnig í október miðað við september. Hvað gerðist merkilegast í lífi ríkisstjórnarinnar í október?
Er makrílinn að „skaða“ norrænt samstarf?-Og hvað með það?
Í fyrradag sagði Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaformaður Vestnorræna ráðsins í samtali við RÚV að makríldeilan „væri farin að skaða norrænt samstarf“. Og hvað með það? „Skaðar“ það ekki alltaf samstarf á milli þjóða ef hagsmunir þeirra rekast á? Hvort „skaðar“ það meir...