« 6. nóvember |
■ 7. nóvember 2012 |
» 8. nóvember |
Ríkisstjórn Íslands hefur ráðið bandarískt almannatengslafyrirtæki, Burson-Marsteller, til að bæta ímynd lands og þjóðar út á við vegna umtals um heim allan eftir fjármálakreppu þjóðarinnar.
ESB: Viðvörunarljós kveikt vegna efnahagshættu í Frakklandi - enginn bati á Spáni
Frakkland er á leið inn á hættusvæði þar sem ólíklegt er talið að takist að halda útgjöldum ríkisins innan ESB-reglna á árinu 2013 segir í skýrslu frá ESB miðvikudaginn 7. nóvember. Í haustpá ESB um efnahagsþróun á næsta ári segir að hallinn á fjárlögum Frakklands verði 3,5% af vergri landsframleiðs...
Merkel í London: Reynir að brúa bilið gagnvart Bretum - ótti við að þeir hverfi úr ESB eykst
Angela Merkel Þýskalandskanslari verður kvöldverðargestur hjá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, miðvikudaginn 7. nóvember. Þar ætlar kanslarinn að leggja sig fram um að sannfæra Cameron um að hann eigi ekki að setja úrslitakosti í leiðtogaráði ESB síðar í mánuðinum þegar rætt verður um fjár...
Brusselmenn fagna endurkjöri Obama
Forystumenn Evrópusambandsins fögnuðu endurkjöri Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, þegar úrslit lágu fyrir að morgni miðvikudags 7. nóvember. Fyrstu viðbrögðin komu frá Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, sem tísti á Twitter: „Gleðst mjög yfir endurkjöri Obama forseta.“+‘ Herman Van R...
Starfsfólk ESB í verkfall á morgun-mótmæla niðurskurði á fjárlögum
Starfsfólk Evrópusambandsins ætlar að efna til verkfalls á morgun, fimmtudag, að sögn euobserver. Markmið verkfallsins er að lýsa óánægju starfsmanna með niðurskurð á fjárlögum. Þeir segja að með áætluðum niðurskurði sé stofnunum ESB gert ókleift að starfa með eðlilegum hætti.
Artur Mas: Þeir reyna að grafa undan sjálfstæðishreyfingu Katalóníu
Artur Mas, forsætisráðherra Katalóníu sagði sl. sunnudag á fundi í Barcelona, að nú væri sótt að sér frá Madrid og stjórnvöld reyndu að grafa undan sér og sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann hvatti kjósendur til að sýna ráðamönnum í Madrid og Brussel að hann hefði sterkan stuðning heima fyrir.
FT: Snjóhengja ríkisfjármála bíður Obama
Financial Times segir í dag að tvennt valdi fjármálamörkuðum mestum áhyggjum nú þegar Barac Obama hefur náð endurkjöri, sem forseti Bandaríkjanna.
Grikkland: Atkvæðagreiðsla í þinginu í dag um nýjar aðgerðir
Gríska þingið greiðir atkvæði síðar í dag eða í kvöld um nýjar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda, sem nema um 13,5 milljörðum evra og svo á sunnudag um endurskoðuð fjárlög fyrir næsta ár. Samþykki hvoru tveggja er forsenda fyrir því að Grikkland fái greiddan 31,5 milljarð evra í nýjum lánum frá ESB/AGS/SE nú í nóvember.
Bandaríkin munu leggja aukinn þrýsting á ESB
Endurkjör Obama mun ekki gera lífið auðveldara fyrir forráðamenn Evrópusambandsins og þó sérstaklega evruríkjanna. Bandaríkjamenn hafa lengi verið gagnrýnir á viðbrögð evruríkjanna við kreppunni, sem skollið hefur yfir evrusvæðið.
Ríkisfjármál og ESB III: Þjóðverjar samþykkja ESM og ríkisfjármálasamninginn
Þótt Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi verið hvatamaður þess að ríkisfjármálasamningur ESB var gerður og undirritaður af 25 af 27 þáttakendum í fundi leiðtogaráð ESB 2. mars 2012 ríkti óvissa um framgang samningsins og lagafrumvarps um aðild Þjóðverja að stöðugleikasjóðnum (ESM) á þýska þing...
Olíuvinnsla við Ísland (V): Þjóðarsamstaða?
Umræður um hugsanlega olíuvinnslu á íslenzku yfirráðasvæði hafa verið mjög takmarkaðar, sennilega vegna þess, að fólki finnst sú hugmynd mjög fjarlæg. Það fannst Eyjólfi Konráð Jónssyni, alþingismanni hins vegar ekki, þegar hann fyrir meira en þremur áratugum hóf mikla baráttu fyrir réttindum Íslendinga bæði á Jan Mayen-svæðinu og reyndar líka á Hatton Rockall-svæðinu.
Í skýrslu auðlindastefnunefndar, sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er gerður athyglisverður greinarmunur á þeim tekjum, sem þjóðin kann að hafa af endurnýjanlegum auðlindum sínum og hinum, sem ekki teljast endurnýjanlegar.
Olíuvinnsla við Ísland (III): Umhugsunarverð þjóðfélagsleg áhrif
Í ræðu sinni á ráðstefnu Arionbanka í júní sl. sem vikið var að í grein nr.
Það er óneitanlega athyglisvert að fylgjast með baráttunni um næsta leiðtoga Samfylkingarinnar, ef baráttu skyldi kalla. Árni Páll sækir fram en að öðru leyti er völlurinn auður. Það er enginn að taka á móti. Samfylkingarfólk segist bíða eftir úslitum prófkjöra en það er ekki auðvelt að sjá, að nýr, öflugur frambjóðandi til formanns birtist að þeim loknum. Hver ætti það að vera?