Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Laugardagurinn 10. nóvember 2012

«
9. nóvember

10. nóvember 2012
»
11. nóvember
Fréttir

Daily Express: Leiðtogafundi ESB hugsanlega aflýst vegna fjárlagaágreinings - segir ESB vilja losna við Breta

Í Daily Express í Bretlandi birtist laugardaginn 10. nóvember frétt um að í Brussel ræði menn að hugsanlega verði hætt við leiðtogafund ESB-ríkjanna 22. og 23. nóvember vegna þess að betra sé að halda hann ekki en opinbera ágreining milli leiðtoganna um fjárlög ESB 2014 til 2020. Breska blaðið segi...

Vínarborg: Fiðlusali dæmdur fyrir svik og pretti - svindlaði á bönkum með verðlausum fiðlum

Einn helsti fiðlu- og strengjahljóðfæra sali heims hefur verið fangelsaður fyrir svik og svindl.

Brussel: Átta klukkustunda árangurslausar viðræður um fjárlög

Samninga­viðræður um fjárlög Evrópu­sambandsins fyrir næstu fjögur ár fóru út um þúfur í gærkvöldi eftir átta klukkustunda samningaþóf. Fundarmenn gengur út eftir að þingmenn á Evrópu­þingi neituðu að falla frá kröfum um 13,8 milljarða sterlingspunda aukningu á útgjöldum ESB fyrir næsta ár að því er fram kemur í Daily Telegraph.

Spánn: Stjórnvöld reyna að stöðva útburð fólks úr íbúðar­húsnæði

Í gær stökk kona út um glugga á sjöttu hæð í Baskalandi og fyrirfór sér vegna þess, að hún var í þann veginn að verða borin út vegna vangoldinna húsnæðis­greiðslna. Þetta er í annað sinn á nokkrum vikum, sem slíkt gerist á Spáni. Á fjórum árum hafa 350 þúsund manns verið borin út úr húsnæði af þessum sökum.

Þýzkaland: Schauble biður „hina vitru“ skoða stöðu Frakklands

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands hefur beðið hóp svokallaðra „vitra manna“, sem eru þýzku ríkis­stjórninni til ráðgjafar í efnahagsmálum að skoða hugsanlegar umbætur í efnahagsmálum í Frakklandi, að því er þýzka vikublaðið Die Zeit heldur fram.

Leiðarar

Össur og hin sterka evra

Hinn 26. apríl 2012 sagði Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra á alþingi: „Siglingin á evru­svæðinu verður vafalítið kröpp enn um sinn. Þar hafa menn, eins og við vitum og höfum rætt í þessum sal, gripið til mjög róttækra ráðstafana til að takast á við núverandi vanda og til að koma í veg fyr...

Í pottinum

VG getur orðið aðildarsinnum auðveld bráð

Staðan innan VG er umhugsunarefni. Ögmundur Jónasson er að verða einn eftir af þeim hópi, sem í upphafi lagði áherzlu á að Vinstri grænir yrðu að standa við stefnumál sin. Guðfríður Lilja er á förum. Það þýðir að Ögmundur verður einn eftir, að vísu í mun fámennari þingmannahópi eftir kosningar en eftir sem áður einangraður.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS