« 11. nóvember |
■ 12. nóvember 2012 |
» 13. nóvember |
Tvær kannanir sitt hvort árið sýna að meirihluti Íslendinga vill afturkalla ESB-aðildarumsókn Íslands. Afstaðan gegn framhaldi ESB-viðræðna er eindregnust innan Sjálfstæðisflokksins. Málsvarar ríkisstjórnarinnar láta gjarnan eins og þeir séu að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar þegar þeir verja ESB-viðræðurnar.
Kvennamál fv. forstjóra CIA undir smásjá fjölmiðla - FBI finnur afbrýðisbréf í tölvu
David Petraeus, hershöfðingi og yfirmaður CIA, sagði af sér föstudaginn 9. nóvember af því að hann hélt fram hjá eiginkonu sinni. Hann gerði það með Paula Broadwell rithöfundi sem skráði ævisögu hans. Afsögnin hefur leitt til fleiri frétta um einkalíf hershöfðingjans. Látið er í veðri vaka að fleir...
BBC: Æðstu stjórnendur frétta stíga til hliðar vegna rannsóknar á meðferð fréttaefnis
Helen Boaden fréttastjóri og Stephen Mitchell varafréttastjóri BBC hafa verið beðin um að „stíga til hliðar“ á meðan unnið er að rannsókn á því hvernig BBC stóð að frásögnum af máli Jimmys Saviles sem starfaði lengi hjá BBC áður en hann dó. Nú er unnið að rannsókn á ásökunum á hendur Savile fyrir barnaníð.
Forstjóri SAS: Lokaútkall til starfsfólks - annað hvort samþykkið þið neyðaráætlun eða SAS hverfur
Rickard Gustafson forstjóri SAS, kynnti neyðaráætlun SAS til að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti klukkan 08.00 að morgni mánudags 12. nóvember í Stokkhólmi. Hann sagði við starfsmenn SAS að höfnuðu þeir áætluninni gætu þeir pakkað saman og farið heim, félagið yrði gjaldþrota. „Þetta er “lokaútkal...
Evrópuvaktin boðar til hádegisfundar í dag í Háskóla Íslands
Evrópuvaktin stendur að fundi með Alþjóðamálastofnun HÍ og RNH í stofu 201 í Odda, félagsvísindahúsi Háskóla Íslands, í dag, mánudaginn 12. nóvember klukkan 12-13 um samrunaþróun innan ESB og samkeppnishæfni Evrópu. Mats Persson, forstöðumaður hugveitunnar Open Europe, í London flytur fyrirlesturi...
Rússland: Amnesty fylgist með málum Pomora
Amnesty Intenational ætlar að fylgjast með málaferlum í Rússlandi gegn Ivan Moseev, leiðtoga Pomora að þvi er fram kemur í Barents Observer og haft eftir Patriciu Katee, sem er pólitískur ráðgjafi Amnesty í Noregi.
Grikkland: Fjárlög fyrir 2013 samþykkt í gær
Gríska þingið samþykkti í gær fjárlög fyrir árið 2013 með 167 atkvæðum gegn 28. Þessi afgreiðsla var ein af forsendunum fyrir því að Grikkir fái greiddar 31,5 milljarða evra í lánafyrirgreiðslu. Um tíu þúsund manns voru saman komin fyrir utan þinghúsið, þegar atkvæðagreiðslan fór fram að sögn BBC. ...
Hvernig er hægt að fara svona með fólk?
Nú eru Grikkir búnir að gera það, sem af þeim hefur verið krafizt í margra mánaða samningaþófi við lánardrottnana, ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu. Þeir hafa samþykkt tiltekinn niðurskurð, sem nemur 13,5 milljörðum evra og þeir hafa samþykkt fjárlög fyrir árið 2013, sem taka mið af þeim niðurskurði.
Í samtali við fréttastofu RÚV í gær, sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi: „Flokkurinn er með ákveðinn aftursætisbílstjóra uppi á Morgunblaði sem ennþá setur mjög mark sitt á flokkinn og gerir hverjum þeim sem ætlar að leiða flokkinn mjög erfitt fyrir.“ Hvað er prófessorinn að fara?