Mánudagurinn 27. júní 2022

Þriðjudagurinn 13. nóvember 2012

«
12. nóvember

13. nóvember 2012
»
14. nóvember
Fréttir

Grikkir eru á barmi gjaldþrots segir fjármála­ráðherra þeirra

Grikkir standa „mjög nærri“ gjaldþroti sagði Yannis Stournaras, fjármála­ráðherra Grikklands, þriðjudaginn 13. nóvember og hvatti félaga sína innan ESB til að viðurkenna að Grikkir ættu mjög erfitt um vik við lausn eigin skuldavanda. „Gjaldþrot, greiðsluþrot. Við verðum að vera mjög varkár. Ég skil ...

Frakkland: Dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir að blekkja aðalsfólk með hótun um samsæri frímúrara

Thierry Tilly (48 ára) sem taldi franskri aðalsfjölskyldu trú um að hún væri fórnarlamb í samsæri frímúrara hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann var sakfelldur í Bordeaux fyrir að hafa haldið veikgeðja fólki innilokuðu með því að misnota fáfræði þess og veiklyndi. Samverkamaður hans hlaut fjögurra ára fangelsisdóm.

Amazon fær 200 m evru reikning frá frönskum skattayfirvöldum

Amazon-netsölu­fyrirtækið skýrði mánudaginn 12. nóvember frá því að frönsk skattayfirvöld hefðu sent því 198 milljóna evru reikning sem tæki mið af veltu þess í Frakklandi. Amazon ætlar að leita réttar síns vegna málsins fyrir dómstólum segir vefsíðan 20minutes.fr. Fjárhæðin nær til allra sekta og v...

Grikkjum tekst að afla fjár með sölu ríkisskulda­bréfa til skamms tíma - eiga fyrir afborgunum föstudaginn 16. nóvember

Grísku ríkis­stjórninni hefur tekist að selja ríkisskulda­bréf til skamms tíma fyrir 4,06 milljarða evra.

Rússland: Starfsemi RAIPON stöðvuð-fulltrúar 300 þúsund manna

Dómsmála­ráðuneytið í Rússlandi hefur fyrirskipað stöðvun á starfsemi RAIPON, sem eru samtök fólks af ýmsum þjóðernum á norðurslóðum, í Síberíu og fjarlægum austurhéruðum Rússlands. Þessi samtök hafa haft samstarfssamning við Barentsráðið. Að sögn Barents Observer gegna samtökin lykilhlutverki hjá þjóð­félags­hópum, sem eiga sér sérstakar rætur á fyrr­nefndum svæðum í Rússlandi.

NYTimes: Merkel talaði af skilningi við mótmælendur í Lissabon

Þegar Angela Mekel, kanslari Þýzkalands, kom til Lissabon í opinbera heimsókn í gær var tekið á móti henni með styttum, sem voru umvafðar svörtum slæðum og nokkur hundruð mótmælendur hrópuðu: Burt með Merkel. New York Times segir að Merkel hafi svarað mótmælendum rólega, sýnt samúð með stöðu þeirra og talað af bjartsýni um framtíðina.

Lagarde og Juncker deildu opinberlega um Grikkland í gær

Ágreiningur ESB og AGS um Grikkland hefur nú brotizt upp á yfirborðið.

Evru­svæðið: Grikkir fá tveggja ára frest en engin ákvörðun um útborgun láns

Fjármála­ráðherrar evruríkja samþykktu formlega í gær, að Grikkir fengju tvö ár í viðbót til þess að framkvæma niðurskurðaraðgerðir en hins vegar frestuðu þeir ákvörðun um að greiða út 31,5 milljarð evra í nýjum lánum til Grikklands.

Leiðarar

Ísland á röngu róli gagnvart ESB

Evrópu­vaktin stóð í fyrsta sinn að opinberum fundi mánudaginn 12. nóvember í samvinnu við Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt (RNH) og Alþjóða­mála­stofnun HÍ. Mats Persson, forstöðumaður hugveitunnar Open Europe, sem starfar í London, Brussel og Berlín, var ræðumaður á fundinum og fjallaði um hver...

Í pottinum

Samfylkingin: Flokks­eigendur bíða með öndina í hálsinum

Hin opinbera lína innan Samfylkingar­innar er sú, að allir bíði eftir úrslitum prófkjöra áður en ákvörðun verði tekin um frekari framboð til formanns. Hin raunverulga ástæða fyrir þvi, að enn hefur enginn annnar en Árni Páll Árnason tilkynnt framboð sitt er sú, að „flokkseigenda­félag“ Samfylkingar­innar bíður eftir því að sjá hvað gerist í Reykjavík.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS