« 15. nóvember |
■ 16. nóvember 2012 |
» 17. nóvember |
Azor-eyjar: Kínverjar leita eftir aðstöðu - forsætisráðherrann skoðar bandarískan herflugvöll
Hinn 27. júní 2012 lenti flugvél með Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, af „tæknilegum ástæðum“ á Terceira-eyju í Azor-eyjaklasanum. Eftir að Alamo Meneses, héraðseftirlitsmaður með umhverfi hafsins, hafði tekið á móti hinum háttsetta Kínverja ferðaðist hann í fjóra tíma um eyjuna sem er undir stjór...
Vaclav Klaus: Grikkir eru öllum á evru-svæðinu til vandræða
Vaclav Klaus, forseti Tékklands, sagði við austurríska blaðið Presse fimmtudaginn 15. nóvember að hann teldi aðild Grikklands að evru-samstarfinu öllum aðildarlöndunum til vandræða. „ Ég bý ekki yfir neinum ráðum til Grikkja. Hitt er ljóst að Grikkir munu ekki leggja neitt gott til evru-samstarfsi...
LOT Póllandi: Fyrsta evrópska flugfélagið með Dreamliner
Pólska flugfélagið LOT hefur fengið afhenta fyrstu 787 Dreamliner-þotuna af átta. Boeing framleiðir þotuna sem er hin nýjasta hjá fyrirtækinu af farþegaþotum. Þotan er meðalstór og er smíðuð úr léttari efnum en eldri þotur og er ekki eins eldsneytisfrek og þær. LOT er fyrsta evrópska flugfélagið sem fær 787 Dreamliner. LOT tekur vélina í notkun á Evrópuleiðum í desember.
Seðlabankastjóri Þýskalands útilokar ekki frekari afskriftir fyrir Grikki
Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands, segir að hann muni ekki afdráttarlaust hafna frekari afskriftum af skuldum Grikkja. Hann segir hins vegar að ekki sé rétti tíminn nú til að ræða það mál en sá tími kunni að koma einn góðan veðurdag.
Frjálslyndir Svíar ætla að beita sér gegn Tonio Borg segja skoðanir hans hræðilegar
Birgitta Ohlsson, Evrópuráðherra Svíþjóðar, veittist föstudaginn 16. nóvember að Tonío Borg frá Möltu en hann er tilnefndur til að verða heilbrigðismálastjóri ESB. Hún sagði að viðhorf hans til hjúskapar samkynhneigðara og fóstureyðingar væru „hræðileg“. Ohlsson gaf út yfirlýsingu þar sem sagði: „F...
Reiðir starfsmenn sveitarstjórna í Grikklandi stormuðu fund borgarstjóra frá Þýzkalandi og Grikklandi í Þessalóníku í gær, sem átti að vera til marks um vináttu Grikkja og Þjóðverja. Hinir reiðu Grikkir lögðu undir sig fundarstaðinn og skvettu kaffi á hina þýzku gesti, köstuðu í þá vatnsflöskum og eggjum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Hrópað var: Burt með nazistana. Óeirðalögregla var kölluð til.
Evrópa: Samdrátturinn að breiðast út til kjarnaríkja á evrusvæðinu
Um 1,1% samdráttur varð í hollenzku efnahagslífi á þriðja fjórðungi þessa árs, sem birtist ekki sízt í mikilli lægð á húsnæðismarkaði. Samdráttur er að byrja í Austurríki og 1% efnahagslægð er gengin í garð í Finnlandi.
Eitt af því, sem þjóðfélagsfrömuðir í Evrópu hafa haft áhyggjur af eru áhrif evrukreppunnar á samskipti milli þjóða á meginlandi Evrópu. Þótt sæmilegur friður hafi ríkt frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari, ef átökin á Balkanskaga fyrir tuttugu árum og kalda stríðið eru undanskilin, er saga samskipta þessara þjóða um aldir með þeim hætti að ástæða er til að hafa áhyggjur.
Stjórn Þjóðráðs spyr spurninga-hvernig verða svörin?
Í Morgunblaðinu í dag birtist afar athyglisverð grein eftir stjórnarmenn í samtökum, sem nefnast Þjóðráð en þau efna á mánudag til fundar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Meðal ræðumanna er brezkur þingmaður, Kate Hoey, sem gegndi ráðherrastarfi í ríkisstjórn Tony Blair.