« 16. nóvember |
■ 17. nóvember 2012 |
» 18. nóvember |
Danmörk: ESB-þingmaður boðar of mikið fullveldisframsal - efast um framboð hans að nýju
Jens Rohde, helsti ESB-þingmaður Venstre-flokksins í Danmörku, vill koma á sameiginlegum ESB-vörnum og framselja meira vald til Brussel.
Washington: Petraeus hefur svarað þingmönnum - mörgu þó enn ósvarað
David Petraeus, fyrrverandi forstjóri CIA, svaraði spurningum bandarískra þingmanna föstudaginn 16. nóvember um árásina á ræðismannskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbíu 11. september 2012 þar sem sendiherra Bandaríkjanna féll. Yfirheyrslan fór fram fyrir luktum dyrum en í fjölmiðlum geta menn ...
Pútín varð reiður þegar Merkel talaði um Pussy Riot - segir þær hafa gerst sekar um gyðingahatur
Vladimir Pútín Rússlandsforseti brást reiður við föstudaginn 16. nóvember þegar Angela Merkel Þýskalandskanslari lýsti efasemdum um réttmæti þess að dæma stúlkur í hópnum Pussy Riot í tveggja ára fangelsi fyrir að láta í ljós andúð á valdhöfunum í Kreml. Pútín sagði við Merkel í Moskvu að stúlkurnar...
Þúsundir lögreglumanna eru á ferðinni í Aþenu í dag, laugardag, sem ber upp á 39 ára afmæli uppreisnar námsmanna í Grikklandi gegn herforingjastjórninni á sínum tíma. Nokkrum neðanjarðarstöðvum verður lokað til þess að þær verði notaðar af hugsanlegum mótmælendum. Námsmenn hafa boðað til mótmælaaðgerða kl.
Írland: Forsetinn efnir til námskeiðs fyrir ungt fólk
Michael D Higgins, forseti Írlands efnir til námskeiðs í dag fyrir ungt fólk á Írlandi. Um 100 ungmenni koma til Aras an Uachtaráin á hið fyrsta í röð af slíkum námskeiðum. Til þeirra er stofnað í framhaldi af hvatningu forsetans til ungs fólks um að miðla reynslu sinni og framtíðarsýn fyrir Írland. Yfir 700 manns svöruðu því kalli.
Frakkland: Hægri menn kjósa nýjan leiðtoga í stað Sarkozy
Franskir hægri menn kjósa nýjan leiðtoga á morgun, sunnudag, í stað Nicholas Sarkozy. Francois Fallon, fyrrverandi forsætisráðherra er talinn líklegastur en helzti keppinautur hans er Jean-Francois Cope, náinn samstarfsmaður Sarkozy.
Washington: Meiri bjartsýni um samkomulag
Samkvæmt fréttum BBC og fleiri fjölmiðla ríkir nokkur bjartsýni í Washington um lausn á þeim fjárlaga- og efnahagsvanda, sem Bandaríkjamenn standa frammi fyrir um næstu áramót. Þessi bjartsýni kemur í kjölfar fundar Obama, forseta með leiðtogum flokkanna á Bandaríkjaþingi. BBC segir að repúblikanar kunni að vera til viðtals um einhverjar skattahækkanir.
Frakkland tímasprengja evrunnar
Hér á Evrópuvaktinni hefur verið bent á vaxandi efnahagslega gjá milli Þýskalands og Frakklands. Þjóðverjum hafi vegnað mun betur eftir upptöku evru en Frökkum og ýmis hættuljós kvikni þegar litið sé til efnahagsþróunar í Frakklandi. Í nýjasta hefti vikuritsins The Economist birtist úttekt á stöðu Frakklands. Á forsíðu blaðsins er fyrirsögnin: Tímasprengja í hjarta Evrópu.
Samfylking: Árni Páll er með forskot sem fáir geta unnið upp nema Össur
Úrslit forvals Samfylkingar í dag (og í gær) í Reykjavík geta haft mikil áhrif á framþróun baráttunnar um hver verði næsti formaður flokksins. Þau munu gefa vísbendingu um hver sé líklegastur til að fara í framboð gegn Árna Páli Árnasyni til formennsku í Samfylkingunni.